Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvenær gýs Geysir aftur?

ÞV

Þegar Geysir var upp á sitt besta um og upp úr miðri tuttugustu öld gaus hann af sjálfsdáðum jafnvel nokkrum sinnum á dag. Síðan hætti hann því og þá þurfti að örva hann sérstaklega með sápu. Slíkt er auðvitað óæskilegt til lengdar og gos lágu því niðri um allnokkurt skeið.

Fyrir 5-10 árum var aftur farið að láta Geysi gjósa með sápu nokkrum sinnum á hverju sumri og við vitum ekki betur en slíkt sé enn gert.

Goshverir, venjulegir hverir og laugar eru fyrirbæri sem geta hæglega breyst af litlu tilefni. Breytingar geta til dæmis orðið vegna útfellinga, það er að segja fastra efna sem falla út úr vatninu og breyta vatnsrásunum eða loka þeim jafnvel alveg. Jarðskjálftar geta líka breytt hverum og jarðhita verulega og eru nokkur dæmi um það úr skjálftunum sem urðu á Suðurlandi sumarið 2000. Ýmis fleiri atriði geta haft áhrif á hveri.

Framtíð Geysis og annarra goshvera er því engan veginn fyrirfram gefin. Við getum þó fullyrt að hverasvæðið í Haukadal, þar sem Geysir er, mun ekki hverfa sem slíkt á skömmum tíma eða fyrirvaralaust. Hins vegar eru sífellt að verða til nýir hverir á svæðinu og aðrir að sofna eða hverfa.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.5.2004

Spyrjandi

Kara Ásgeirsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hvenær gýs Geysir aftur?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2004. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4242.

ÞV. (2004, 7. maí). Hvenær gýs Geysir aftur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4242

ÞV. „Hvenær gýs Geysir aftur?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2004. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4242>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær gýs Geysir aftur?
Þegar Geysir var upp á sitt besta um og upp úr miðri tuttugustu öld gaus hann af sjálfsdáðum jafnvel nokkrum sinnum á dag. Síðan hætti hann því og þá þurfti að örva hann sérstaklega með sápu. Slíkt er auðvitað óæskilegt til lengdar og gos lágu því niðri um allnokkurt skeið.

Fyrir 5-10 árum var aftur farið að láta Geysi gjósa með sápu nokkrum sinnum á hverju sumri og við vitum ekki betur en slíkt sé enn gert.

Goshverir, venjulegir hverir og laugar eru fyrirbæri sem geta hæglega breyst af litlu tilefni. Breytingar geta til dæmis orðið vegna útfellinga, það er að segja fastra efna sem falla út úr vatninu og breyta vatnsrásunum eða loka þeim jafnvel alveg. Jarðskjálftar geta líka breytt hverum og jarðhita verulega og eru nokkur dæmi um það úr skjálftunum sem urðu á Suðurlandi sumarið 2000. Ýmis fleiri atriði geta haft áhrif á hveri.

Framtíð Geysis og annarra goshvera er því engan veginn fyrirfram gefin. Við getum þó fullyrt að hverasvæðið í Haukadal, þar sem Geysir er, mun ekki hverfa sem slíkt á skömmum tíma eða fyrirvaralaust. Hins vegar eru sífellt að verða til nýir hverir á svæðinu og aðrir að sofna eða hverfa....