Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?

Jón Már Halldórsson

Langflestar slöngutegundir verpa eggjum eins og önnur skriðdýr, fuglar og froskdýr. Á fræðimáli nefnist þannig fæðing oviparous.

Þó eru til slöngutegundir sem fæða lifandi eða „kvika unga“, á fræðimáli heitir sú fæðing viviparous. Þá hafa slöngurnar þróað einhvers konar legköku sem miðlar næringu og súrefni til fóstursins líkt og hjá legkökuspendýrum. Þetta fyrirbæri hefur lítið verið rannsakað.


Gartersnákur (Thamnophis sirtalis).

Allir sæsnákar fæða kvika unga og sömu sögu er að segja um nokkrar tegundir svokallaðra landsnáka, svo sem hinn algenga gartersnák (Thamnophis sirtalis), nokkrar tegundir asískra pípusnáka, rauða pípusnákinn (Anilius scytale), bóa-kyrkislönguna og dvergbóuna.

Svo spurningunni sé svarað stutt og laggott þá verpa rúmlega 95% slöngutegunda eggjum en það þekkist einnig að slöngur eigi kvika unga.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.5.2004

Spyrjandi

Jónatan Þór Kristjánsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi? “ Vísindavefurinn, 11. maí 2004. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4245.

Jón Már Halldórsson. (2004, 11. maí). Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4245

Jón Már Halldórsson. „Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi? “ Vísindavefurinn. 11. maí. 2004. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4245>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort verpa slöngur eggjum eða fæða lifandi afkvæmi?
Langflestar slöngutegundir verpa eggjum eins og önnur skriðdýr, fuglar og froskdýr. Á fræðimáli nefnist þannig fæðing oviparous.

Þó eru til slöngutegundir sem fæða lifandi eða „kvika unga“, á fræðimáli heitir sú fæðing viviparous. Þá hafa slöngurnar þróað einhvers konar legköku sem miðlar næringu og súrefni til fóstursins líkt og hjá legkökuspendýrum. Þetta fyrirbæri hefur lítið verið rannsakað.


Gartersnákur (Thamnophis sirtalis).

Allir sæsnákar fæða kvika unga og sömu sögu er að segja um nokkrar tegundir svokallaðra landsnáka, svo sem hinn algenga gartersnák (Thamnophis sirtalis), nokkrar tegundir asískra pípusnáka, rauða pípusnákinn (Anilius scytale), bóa-kyrkislönguna og dvergbóuna.

Svo spurningunni sé svarað stutt og laggott þá verpa rúmlega 95% slöngutegunda eggjum en það þekkist einnig að slöngur eigi kvika unga.

Heimild og mynd:

...