Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?

ÞV

Nafnið Karen er talið vera dregið af nafninu Katarina eins og nafnið Katrín. Það var snemma tengt við grískt orð sem merkir 'hreinn'.

Nafnið Ýr er skylt nafnorðinu úr sem merkir 'úruxi'.

Nafnið Árný er samsett úr Ár- sem tengist nafnorðinu ár í merkingunni 'góðæri, ársæld' og -ný sem er kvenkyn lýsingarorðsins nýr.

Nafnorðið yrsa merkir 'fála, óhemja; stygg ær.' Það er sennilega skylt kvenmannsnafninu Ýr.

Karlmannsnafnið Finnur er sama orð og nafnorðið finnur sem merkir maður af þjóðflokki sem byggir nyrstu héruð Norges og Svíþjóðar, Sami, Lappi; dvergsheiti; galdramaður'. Orðið kemur fyrir í fornum grískum og latneskum heimildum en nánari uppruni þess er óviss. Það gæti þó þýtt 'fjallabúi'.

Heimild:

Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson, 1991. Nöfn Íslendinga. Reykjavík: Heimskringla. - Þeir sem vilja fræðast um nöfn, uppruna þeirra og merkingu ættu að fletta upp í þessari bók.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Árný Yrsa og Karen Ýr, f. 1987

Tilvísun

ÞV. „Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=425.

ÞV. (2000, 13. maí). Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=425

ÞV. „Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=425>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?
Nafnið Karen er talið vera dregið af nafninu Katarina eins og nafnið Katrín. Það var snemma tengt við grískt orð sem merkir 'hreinn'.

Nafnið Ýr er skylt nafnorðinu úr sem merkir 'úruxi'.

Nafnið Árný er samsett úr Ár- sem tengist nafnorðinu ár í merkingunni 'góðæri, ársæld' og -ný sem er kvenkyn lýsingarorðsins nýr.

Nafnorðið yrsa merkir 'fála, óhemja; stygg ær.' Það er sennilega skylt kvenmannsnafninu Ýr.

Karlmannsnafnið Finnur er sama orð og nafnorðið finnur sem merkir maður af þjóðflokki sem byggir nyrstu héruð Norges og Svíþjóðar, Sami, Lappi; dvergsheiti; galdramaður'. Orðið kemur fyrir í fornum grískum og latneskum heimildum en nánari uppruni þess er óviss. Það gæti þó þýtt 'fjallabúi'.

Heimild:

Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson, 1991. Nöfn Íslendinga. Reykjavík: Heimskringla. - Þeir sem vilja fræðast um nöfn, uppruna þeirra og merkingu ættu að fletta upp í þessari bók....