Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum.

Skipting sólarhringsins í 24 klukkustundir (h), klukkustundarinnar í 60 mínútur (mín) og mínútunnar í 60 sekúndur á sér ævafornar rætur í talnakerfi Babýlóníumanna þar sem nú er Írak. Grunntalan í talnakerfi þeirra var 60 en í talnakerfi okkar, tugakerfinu, er grunntalan 10. Jafnframt grunntölunni 60 var lögð talsverð áhersla á einföld margfeldi hennar eins og 360, samanber fjölda gráða í hring, og líka á einfaldar deilitölur eins og 12, samanber fjölda stjörnumerkja í dýrahringnum og fjölda klukkustunda í dægri (hálfum sólarhring).

Skammstöfunin ms stendur fyrir millísekúndu eða einn þúsundasta úr sekúndu, enda þýðir forskeytið 'millí-' hér einn þúsundasta. Talan þúsund er sama og grunntalan 10 í þriðja veldi, það er að segja margfeldi þar sem talan 10 kemur þrisvar fyrir: 10*10*10. Tengslin milli sekúndunnar og millísekúndunnar eru þess vegna byggð á tugakerfinu en tengslin milli sekúndunnar, mínútunnar og klukkustundarinnar eru byggð á hinu forna tugakerfi Babýlóníumanna.

Svarið við því, af hverju við höfum ekki tímaeiningu sem er 1/60 úr sekúndu er sem sé vísindasögulegs eðlis. Á tímum Babýlóníumanna, þegar talan 60 var grunntala, höfðu menn ekki not fyrir svo litla tímaeiningu vegna þess að menn skynja yfirleitt ekki svo lítinn tíma og svo nákvæm mælitæki voru ekki komin til sögu. Síðar, þegar mælitækin komu, var metrakerfið líka orðið til og í því er byggt á tugakerfinu. Þess vegna skiptum við sekúndunni í 1000 millísekúndur en ekki til dæmis í 60 einingar.

Sjá meðal annars svar okkar við spurningunni Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári? og önnur svör um skyld efni sem finna má með því að setja efnisorð inn í leitarvélina í rammanum efst til vinstri á skjámyndinni.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2004

Spyrjandi

Anton Reynisson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2004. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4252.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2004, 13. maí). Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4252

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2004. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4252>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?
Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum.

Skipting sólarhringsins í 24 klukkustundir (h), klukkustundarinnar í 60 mínútur (mín) og mínútunnar í 60 sekúndur á sér ævafornar rætur í talnakerfi Babýlóníumanna þar sem nú er Írak. Grunntalan í talnakerfi þeirra var 60 en í talnakerfi okkar, tugakerfinu, er grunntalan 10. Jafnframt grunntölunni 60 var lögð talsverð áhersla á einföld margfeldi hennar eins og 360, samanber fjölda gráða í hring, og líka á einfaldar deilitölur eins og 12, samanber fjölda stjörnumerkja í dýrahringnum og fjölda klukkustunda í dægri (hálfum sólarhring).

Skammstöfunin ms stendur fyrir millísekúndu eða einn þúsundasta úr sekúndu, enda þýðir forskeytið 'millí-' hér einn þúsundasta. Talan þúsund er sama og grunntalan 10 í þriðja veldi, það er að segja margfeldi þar sem talan 10 kemur þrisvar fyrir: 10*10*10. Tengslin milli sekúndunnar og millísekúndunnar eru þess vegna byggð á tugakerfinu en tengslin milli sekúndunnar, mínútunnar og klukkustundarinnar eru byggð á hinu forna tugakerfi Babýlóníumanna.

Svarið við því, af hverju við höfum ekki tímaeiningu sem er 1/60 úr sekúndu er sem sé vísindasögulegs eðlis. Á tímum Babýlóníumanna, þegar talan 60 var grunntala, höfðu menn ekki not fyrir svo litla tímaeiningu vegna þess að menn skynja yfirleitt ekki svo lítinn tíma og svo nákvæm mælitæki voru ekki komin til sögu. Síðar, þegar mælitækin komu, var metrakerfið líka orðið til og í því er byggt á tugakerfinu. Þess vegna skiptum við sekúndunni í 1000 millísekúndur en ekki til dæmis í 60 einingar.

Sjá meðal annars svar okkar við spurningunni Hvað eru margar sekúndur í einum sólarhring og í einu ári? Hvað eru margar klukkustundir í einu ári? og önnur svör um skyld efni sem finna má með því að setja efnisorð inn í leitarvélina í rammanum efst til vinstri á skjámyndinni....