Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?

Sævar Helgi Bragason

Stærsti gígur á reikistjörnunni Mars nefnist Hellas-dældin. Hann er um 2000 km í þvermál og rúmlega 7 km djúpur. Gígurinn er því næstum helmingur af stærð Bandaríkjanna!




Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnunnar og myndaðist sennilega við árekstur smástirnis fyrir um 3,9 milljörðum ára. Áreksturinn hafði líklega nokkur áhrif á sögu Mars. Nákvæmlega hinum megin á hnettinum er eldfjallið Alba Patera sem líklega hefur orðið til vegna höggbylgnanna sem urðu til í kjölfar árekstrarins.

Gígurinn er meðal stærstu gíga sólkerfisins og ásamt Marinerdölunum og Ólympsfjalli er hann eitt stærsta kennileiti Mars. Á tunglinu er að öllum líkindum stærsti gígur sólkerfisins. Hann nefnist Suðurpóls-Aitken og er meira en 2500 km í þvermál og 12 km djúpur.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

25.5.2004

Spyrjandi

Böðvar Guðbjörnsson, f. 1992
Guðlaugur Halldór, f. 1992

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2004, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4265.

Sævar Helgi Bragason. (2004, 25. maí). Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4265

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2004. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4265>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?
Stærsti gígur á reikistjörnunni Mars nefnist Hellas-dældin. Hann er um 2000 km í þvermál og rúmlega 7 km djúpur. Gígurinn er því næstum helmingur af stærð Bandaríkjanna!




Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnunnar og myndaðist sennilega við árekstur smástirnis fyrir um 3,9 milljörðum ára. Áreksturinn hafði líklega nokkur áhrif á sögu Mars. Nákvæmlega hinum megin á hnettinum er eldfjallið Alba Patera sem líklega hefur orðið til vegna höggbylgnanna sem urðu til í kjölfar árekstrarins.

Gígurinn er meðal stærstu gíga sólkerfisins og ásamt Marinerdölunum og Ólympsfjalli er hann eitt stærsta kennileiti Mars. Á tunglinu er að öllum líkindum stærsti gígur sólkerfisins. Hann nefnist Suðurpóls-Aitken og er meira en 2500 km í þvermál og 12 km djúpur.

Heimildir og mynd:

...