Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og leiddist í skóla.Einstein sýndi ekki á grunnskólaaldri nein merki þess að þar færi maður sem seinna ætti eftir að verða einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hann hefur því að öllum líkindum ekki fengið háa einkunn í stærðfræði í grunnskóla, þó okkur sé ekki kunnugt um nákvæmar tölur. Þess má enn fremur geta að Einstein var aldrei talinn sérstakur stærðfræðisnillingur, í það minnsta var hann ekki jafnfær í henni og eðlisfræði, þar sem hans helstu verk liggja.
Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?
Útgáfudagur
27.5.2004
Spyrjandi
Jóhann Jóhannsson
Tilvísun
Einar Örn Þorvaldsson. „Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4285.
Einar Örn Þorvaldsson. (2004, 27. maí). Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4285
Einar Örn Þorvaldsson. „Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4285>.