Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær var Einstein uppi? kemur meðal annars fram:
Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og leiddist í skóla.
Einstein sýndi ekki á grunnskólaaldri nein merki þess að þar færi maður sem seinna ætti eftir að verða einn fremsti eðlisfræðingur allra tíma. Hann hefur því að öllum líkindum ekki fengið háa einkunn í stærðfræði í grunnskóla, þó okkur sé ekki kunnugt um nákvæmar tölur. Þess má enn fremur geta að Einstein var aldrei talinn sérstakur stærðfræðisnillingur, í það minnsta var hann ekki jafnfær í henni og eðlisfræði, þar sem hans helstu verk liggja.

Meira má lesa um Einstein og verk hans með því að slá nafn hans inn í leitarvélina okkar. Einnig bendum við á góða umfjöllun NOVA um Einstein og hugmyndir hans.

Útgáfudagur

27.5.2004

Spyrjandi

Jóhann Jóhannsson

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004. Sótt 18. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4285.

Einar Örn Þorvaldsson. (2004, 27. maí). Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4285

Einar Örn Þorvaldsson. „Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 18. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4285>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Stefán Sigurðsson

1972

Stefán Sigurðsson er dósent í lífefna- og sameindalíffræði við Læknadeild HÍ og forstöðumaður Rannsóknastofu í Krabbameinsfræðum. Stefán hefur mestan hluta starfsferils síns stundað grunnrannsóknir á krabbameinum.