Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Lifa snákar í vatni?

EÖÞ

Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó oftast flatan afturhluta sem notaður er til sunds. Lungu sjávarsnáka eru stærri en landsnáka og geta þeir verið í kafi í allt að klukkustund.

Helstu heimkynni sjávarsnáka eru flóar, víkur og árósar þar sem vatn er kyrrt. Þeir finnast aðallega í Indlandshafi og Kyrrahafi, undan ströndum Asíu og Ástralíu, við Kyrrahafseyjar og kóralrif.

Heimild: Grein á netútgáfu Britannicu.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.5.2004

Spyrjandi

Júnía Sigurjónsdóttir

Tilvísun

EÖÞ. „Lifa snákar í vatni?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2004. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4296.

EÖÞ. (2004, 27. maí). Lifa snákar í vatni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4296

EÖÞ. „Lifa snákar í vatni?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2004. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4296>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Lifa snákar í vatni?
Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó oftast flatan afturhluta sem notaður er til sunds. Lungu sjávarsnáka eru stærri en landsnáka og geta þeir verið í kafi í allt að klukkustund.

Helstu heimkynni sjávarsnáka eru flóar, víkur og árósar þar sem vatn er kyrrt. Þeir finnast aðallega í Indlandshafi og Kyrrahafi, undan ströndum Asíu og Ástralíu, við Kyrrahafseyjar og kóralrif.

Heimild: Grein á netútgáfu Britannicu.

...