Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Hvað er Centaurus A?

Sævar Helgi Bragason

Centaurus A (NGC5128) er afar einkennileg vetrarbraut í um 10 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni okkar. Vetrarbrautin, kennd við stjörnumerkið Mannfákinn (e. Centaurus), er risastór sporvöluvetrarbraut og nálægasta virka vetrarbrautin. Virkar vetrarbrautir hafa kjarna sem framleiðir meiri geislun en allir aðrir hlutar þeirra. Centaurus A er 60 þúsund ljósár í þvermál og frá jörðu séð horfum við á hana á rönd.Þessi vetrarbraut var fyrsta rannsóknarefni Chandra-röntgensjónaukans sem sendur var út í geiminn árið 1999. Stjörnufræðingar urðu ekki fyrir vonbrigðum því á röntgenmyndum sést að hún er afar virk. Frá miðju hennar, sem er okkur hulin sýnum vegna mikils ryks þvert yfir vetrarbrautinni, streymir 30.000 ljósára langur röntgenstrókur á einum hundraðasta af hraða ljóssins. Þessi strókur virðist eiga rætur að rekja til gríðarstórs svarthols í kjarnanum með milljarðfaldan massa sólar. Á myndum Chandra sést einnig fjöldi annarra röntgenuppspretta, en þar er líklega um að ræða nifteindastjörnur eða svarthol með massa á við sólina sem soga til sín efni frá fylgistjörnum sínum. Bláleiti ljóminn sem er áberandi á myndinni fyrir neðan stafar af milljón gráða heitu gasi í vetrarbrautinni.Stjörnufræðingar telja að virkni Centaurus A megi rekja til þess atburðar er vetrarbrautin og lítil þyrilvetrarbraut rákust saman fyrir um 100 milljónum ára. Slíkur árekstur gæti hafa hrundið af stað mikilli stjörnumyndunarhrinu og aukinni virkni í kjarna vetrarbrautarinnar. Orkan sem losnar þegar vetrarbraut verður “virk” getur haft mikil áhrif á þróun vetrarbrautarinnar og nágranna hennar. Massi svartholsins getur aukist, gasforði fyrir næstu kynslóð stjarna getur tapast og rúmið milli vetrarbrautanna auðgast af þyngri frumefnum.

Virkar vetrarbrautir eru venjulega í hundrað milljón eða jafnvel milljarða ljósára fjarlægð frá okkur. Virk vetrarbraut í aðeins 10 milljón ljósára fjarlægð veitir stjörnufræðingum því einstakt tækifæri til að öðlast skilning á massamiklum svartholum sem orðið hafa til við árekstra vetrarbrauta.

Lesendum er bent á áhugaverða gagnvirka vefsíðu um svarthol: Space Telescope Science Institute: Black Holes: Gravity's Relentless Pull.

Heimildir:

Vefsíða Chandra-röntgengeimsjónaukans

Vefsíða Hubblesjónaukans

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

28.5.2004

Spyrjandi

Lars Davíð

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er Centaurus A?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2004. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4303.

Sævar Helgi Bragason. (2004, 28. maí). Hvað er Centaurus A? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4303

Sævar Helgi Bragason. „Hvað er Centaurus A?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2004. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4303>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er Centaurus A?
Centaurus A (NGC5128) er afar einkennileg vetrarbraut í um 10 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni okkar. Vetrarbrautin, kennd við stjörnumerkið Mannfákinn (e. Centaurus), er risastór sporvöluvetrarbraut og nálægasta virka vetrarbrautin. Virkar vetrarbrautir hafa kjarna sem framleiðir meiri geislun en allir aðrir hlutar þeirra. Centaurus A er 60 þúsund ljósár í þvermál og frá jörðu séð horfum við á hana á rönd.Þessi vetrarbraut var fyrsta rannsóknarefni Chandra-röntgensjónaukans sem sendur var út í geiminn árið 1999. Stjörnufræðingar urðu ekki fyrir vonbrigðum því á röntgenmyndum sést að hún er afar virk. Frá miðju hennar, sem er okkur hulin sýnum vegna mikils ryks þvert yfir vetrarbrautinni, streymir 30.000 ljósára langur röntgenstrókur á einum hundraðasta af hraða ljóssins. Þessi strókur virðist eiga rætur að rekja til gríðarstórs svarthols í kjarnanum með milljarðfaldan massa sólar. Á myndum Chandra sést einnig fjöldi annarra röntgenuppspretta, en þar er líklega um að ræða nifteindastjörnur eða svarthol með massa á við sólina sem soga til sín efni frá fylgistjörnum sínum. Bláleiti ljóminn sem er áberandi á myndinni fyrir neðan stafar af milljón gráða heitu gasi í vetrarbrautinni.Stjörnufræðingar telja að virkni Centaurus A megi rekja til þess atburðar er vetrarbrautin og lítil þyrilvetrarbraut rákust saman fyrir um 100 milljónum ára. Slíkur árekstur gæti hafa hrundið af stað mikilli stjörnumyndunarhrinu og aukinni virkni í kjarna vetrarbrautarinnar. Orkan sem losnar þegar vetrarbraut verður “virk” getur haft mikil áhrif á þróun vetrarbrautarinnar og nágranna hennar. Massi svartholsins getur aukist, gasforði fyrir næstu kynslóð stjarna getur tapast og rúmið milli vetrarbrautanna auðgast af þyngri frumefnum.

Virkar vetrarbrautir eru venjulega í hundrað milljón eða jafnvel milljarða ljósára fjarlægð frá okkur. Virk vetrarbraut í aðeins 10 milljón ljósára fjarlægð veitir stjörnufræðingum því einstakt tækifæri til að öðlast skilning á massamiklum svartholum sem orðið hafa til við árekstra vetrarbrauta.

Lesendum er bent á áhugaverða gagnvirka vefsíðu um svarthol: Space Telescope Science Institute: Black Holes: Gravity's Relentless Pull.

Heimildir:

Vefsíða Chandra-röntgengeimsjónaukans

Vefsíða Hubblesjónaukans...