Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verka vefaukandi sterar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. Kólesteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á meðal kynhormón. Allir vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru efnafræðilegar afleiður af karlkynshormóninu testósteróni.

Hormón berast með blóðrásinni um allan líkamann en aðeins tilteknar frumur verða fyrir áhrifum af þeim og kallast þær markfrumur (e. target cells). Um þær er hægt að lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er innkirtlakerfi?. Markfrumur testósteróns (og þar með vefaukandi steralyfja) finnast í ýmsum líffærum eins og vöðvum og blöðruhálskirtli. Frumur í blöðruhálskirtli hafa 25 sinnum fleiri viðtaka en vöðvafrumur.

Vefaukandi sterar bindast viðtökum í umfrymi markfrumna sinna og mynda með þeim efnaflóka (e. steroid-receptor complexes). Efnaflókinn flyst inn í kjarna frumunnar og binst við DNA tiltekinna gena. Einnig er möguleiki á því að sterinn og viðtakinn klofni hvor frá öðrum þegar inn í kjarnann er komið og verki á DNA hvor í sínu lagi. Eins og önnur sterahormón hafa vefaukandi sterar áhrif á umritun DNA í mRNA sem berst síðan út í umfrymi frumunnar þar sem það er þýtt í prótín (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvernig myndast prótín í líkamanum?). Hversu hratt þetta gerist virðist vera háð styrk viðtakans í umfrymi frekar en styrk sterans eða flutningi flókans í kjarnann.

Áhrif testósteróns eru tvenns konar, annars vegar eru karlkynsörvandi (e. androgenic) áhrif og hins vegar vefaukandi (e. anabolic effects). Þessi áhrif virðast bæði koma fram í kjölfar sama ferlis þar sem engin prótín í því ferli eru þekkt sem hafa eingöngu nýmyndunaráhrif en ekki karlkynsörvandi áhrif um leið.

Helstu áhrif testósteróns eru þær miklu breytingar sem fylgja kynþroska og unglingsárunum. Karlkynsörvandi áhrifin eru stækkun getnaðarlims og eistna, dýpkun raddar, hárvöxtur í andliti, handakrikum og kynfærum og aukin árásarhneigð. Nýmyndunaráhrifin eru hraðari vöxtur vöðva, beina og rauðra blóðfrumna og aukin taugaleiðni.

Vefaukandi sterar hafa verið framleiddir til að framkalla nýmyndunaráhrif, það er vefjaaukningu, en engir sterar hafa gert það án þess að karlkynsörvandi áhrif komi fram um leið, enda eru þau síðarnefndu í raun nýmyndunaráhrif í kyntengdum líffærum. Sterarnir með öflugustu nýmyndunaráhrifin hafa einnig öflugustu karlkynsörvandi áhrifin.

Vefaukandi sterar eru notaðir í læknisfræðilegum tilgangi til að byggja upp vefi sem hafa hrörnað vegna slysa eða sjúkdóma, vinna upp þyngdartap eftir veikindi og við endurhæfingu eftir brjóstakrabbamein og beinþynningu hjá konum. Sem dæmi um notkun þeirra má nefna að eftir heimsstyrjöldina síðari voru stríðsföngum nasista gefin slík lyf til að ná sér eftir hinar ótrúlegu raunir sem þeir höfðu lent í.

Íþróttamenn neyta vefaukandi stera, ýmist í pillu- eða sprautuformi, í þeirri von að bæta árangur sinn með því að auka þyngd, styrk, afl, hraða, úthald og árásarhneigð. Skammtarnir sem íþróttamenn nota eru oft mjög stórir eða allt að 100 sinnum stærri en skammtarnir sem notaðir eru í læknisfræðilegum tilgangi. Ennfremur stunda menn oft tilraunastarfsemi með ótrúlegri blöndun mismunandi tegunda af sterum.



Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson varð af ólympíugulli og var dæmdur í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988.

Steranotkun er vel þekkt vandamál í frjálsum íþróttum (einkum kastíþróttum), kraftlyftingum og amerískum fótbolta. Hún er einnig þekkt meðal íþróttamanna í mörgum öðrum íþróttagreinum. En þrátt fyrir miklar vinsældir er árangur af notkun stera mjög umdeildur. Íþróttamennirnir sjálfir telja flestir að sterarnir geri gæfumuninn en rannsóknaniðurstöður hafa ekki tekið af allan vafa um það. Álitið er þó að steranotkun ein sér geri lítið gagn. Stunda verður æfingar af miklu kappi til að ná árangri.

Karlmenn á sterum geta lent í því að eistu þeirra minnki. Þetta kann að hljóma öfugsnúið (það að eistu minnki) en hefur líffræðilega skýringu. Í undirstúku heilans eru efnanemar sem fylgjast með magni hormóna í blóð. Eitt þeirra er testósterón. Efnanemarnir greina þó ekki á milli testósteróns sem eistu mynda og testósteróns sem er tekið sem lyf. Þegar testósterón í lyfjaformi bætist við það testósterón sem þegar er myndað í líkamanum "halda" efnanemarnir að eistun hafa verið ofvirk og setja af stað ferli sem endar með að þau fá minni örvun en eðlileg er og fara að slá slöku við. Líkaminn dregur sem sagt úr sinni eigin framleiðslu þegar hann fær mikið i lyfjaformi og það kemur fram í minnkun eistna.

Algengar aukaverkanir steranotkunar eru miklar bólur í andliti, ofurhárvöxtur eða hárlos og lítil stjórn á tilfinningum (til dæmis árásarhneigð, ofbeldishneigð og pirringi). Karlmenn geta lent í því að þeir fái brjóst á meðan konur eiga á hættu að fá karlkynseinkenni og tíðatruflanir. Alvarlegri aukaverkanir eru tengdar langtíma notkun stórra skammta. Þar má nefna lifrarskemmdir og lifrarkrabbamein. Einnig má geta aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal heilablóðfalli. Ef sterunum er sprautað í líkamann með óhreinum nálum eykst hætta á eyðnismiti, lifrarbólgu B og C og hjartaþelsbólgu af völdum baktería.

Sumir rannsakendur hafa velt fyrir sér hvort hin eiginlegu áhrif vefaukandi stera felist í myndun sálvefræns ástands (e. psychosomatic state) sem einkennist af vellíðan, aukinni árásarhneigð og meira streituþoli sem gerir íþróttamanninum kleift að æfa af meiri krafti. Mataræði sem inniheldur mikið af prótínum og orku (margar hitaeiningar) er ef til vill einnig mikilvægt til að hámarka árangur af steranotkun. Mikil hætta er á að notendur vefaukandi stera verði andlega háðir þeim. Þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingar eru algeng fráhvarfseinkenni þegar notkun er hætt.

Erfitt er að átta sig á því hversu algeng notkun vefaukandi stera er hér á landi. Notkun þeirra er bönnuð og íþróttamenn eru reglulega settir í lyfjapróf til þess að fylgjast með hvort um misnotkun sé að ræða. Tíðar fréttir berast um að íþróttamenn úti í hinum stóra heimi séu dæmdir úr leik vegna þess að í sýnum frá þeim hafi greinst ólögleg lyf.

Notkun vefaukandi stera er mikil í Bandaríkjunum og eykst jafnt og þétt, ekki síst hjá stelpum og ungum konum. Einnig færist notkunin sífellt neðar í aldurshópa. Í könnun sem var gerð þar í júní árið 2000 viðurkenndu 5,2% stráka og 2,2% stelpna í 9.-12. bekk (14-18 ára) að nota stera. Alríkiskönnun þar gerð árið 2001 sýndi að aldurinn færist enn neðar og 2,8% unglinga í 8. bekk sögðust hafa notað stera en það mun vera 22% aukning í þessum aldurshópi á þremur árum.

Ólíklegt er að ástandið hér sé sambærilegt. En nauðsynlegt er að vera á varðbergi.

Skoðið einnig svar Ingibjargar Gunnarsdóttur á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi? og pistilinn Lyf og íþróttir á heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Hvernig verka anabólískir sterar og hverjar geta verið afleiðingar eða aukaverkanir inntöku þeirra?
  • Hvað eru sterar og hver er skaðsemi og/eða gagnsemi þeirra?
  • Hvað er það sem er jákvætt við notkun anabólískra stera?

Höfundur

Útgáfudagur

1.6.2004

Spyrjandi

Garðar Haraldsson
Leifur Steinn Árnason
Kristmann Eiðsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verka vefaukandi sterar?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2004, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4304.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 1. júní). Hvernig verka vefaukandi sterar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4304

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verka vefaukandi sterar?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2004. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4304>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verka vefaukandi sterar?
Orðið sterar (e. steroids) er samheiti yfir fituleysanleg efni í líkamanum sem hafa flókna byggingu, grundvallaða á grind úr sautján kolefnisfrumeindum. Kólesteról telst til þessa efnaflokks og er til dæmis notað í líkamanum til að mynda sterahormón, þar á meðal kynhormón. Allir vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru efnafræðilegar afleiður af karlkynshormóninu testósteróni.

Hormón berast með blóðrásinni um allan líkamann en aðeins tilteknar frumur verða fyrir áhrifum af þeim og kallast þær markfrumur (e. target cells). Um þær er hægt að lesa nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er innkirtlakerfi?. Markfrumur testósteróns (og þar með vefaukandi steralyfja) finnast í ýmsum líffærum eins og vöðvum og blöðruhálskirtli. Frumur í blöðruhálskirtli hafa 25 sinnum fleiri viðtaka en vöðvafrumur.

Vefaukandi sterar bindast viðtökum í umfrymi markfrumna sinna og mynda með þeim efnaflóka (e. steroid-receptor complexes). Efnaflókinn flyst inn í kjarna frumunnar og binst við DNA tiltekinna gena. Einnig er möguleiki á því að sterinn og viðtakinn klofni hvor frá öðrum þegar inn í kjarnann er komið og verki á DNA hvor í sínu lagi. Eins og önnur sterahormón hafa vefaukandi sterar áhrif á umritun DNA í mRNA sem berst síðan út í umfrymi frumunnar þar sem það er þýtt í prótín (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvernig myndast prótín í líkamanum?). Hversu hratt þetta gerist virðist vera háð styrk viðtakans í umfrymi frekar en styrk sterans eða flutningi flókans í kjarnann.

Áhrif testósteróns eru tvenns konar, annars vegar eru karlkynsörvandi (e. androgenic) áhrif og hins vegar vefaukandi (e. anabolic effects). Þessi áhrif virðast bæði koma fram í kjölfar sama ferlis þar sem engin prótín í því ferli eru þekkt sem hafa eingöngu nýmyndunaráhrif en ekki karlkynsörvandi áhrif um leið.

Helstu áhrif testósteróns eru þær miklu breytingar sem fylgja kynþroska og unglingsárunum. Karlkynsörvandi áhrifin eru stækkun getnaðarlims og eistna, dýpkun raddar, hárvöxtur í andliti, handakrikum og kynfærum og aukin árásarhneigð. Nýmyndunaráhrifin eru hraðari vöxtur vöðva, beina og rauðra blóðfrumna og aukin taugaleiðni.

Vefaukandi sterar hafa verið framleiddir til að framkalla nýmyndunaráhrif, það er vefjaaukningu, en engir sterar hafa gert það án þess að karlkynsörvandi áhrif komi fram um leið, enda eru þau síðarnefndu í raun nýmyndunaráhrif í kyntengdum líffærum. Sterarnir með öflugustu nýmyndunaráhrifin hafa einnig öflugustu karlkynsörvandi áhrifin.

Vefaukandi sterar eru notaðir í læknisfræðilegum tilgangi til að byggja upp vefi sem hafa hrörnað vegna slysa eða sjúkdóma, vinna upp þyngdartap eftir veikindi og við endurhæfingu eftir brjóstakrabbamein og beinþynningu hjá konum. Sem dæmi um notkun þeirra má nefna að eftir heimsstyrjöldina síðari voru stríðsföngum nasista gefin slík lyf til að ná sér eftir hinar ótrúlegu raunir sem þeir höfðu lent í.

Íþróttamenn neyta vefaukandi stera, ýmist í pillu- eða sprautuformi, í þeirri von að bæta árangur sinn með því að auka þyngd, styrk, afl, hraða, úthald og árásarhneigð. Skammtarnir sem íþróttamenn nota eru oft mjög stórir eða allt að 100 sinnum stærri en skammtarnir sem notaðir eru í læknisfræðilegum tilgangi. Ennfremur stunda menn oft tilraunastarfsemi með ótrúlegri blöndun mismunandi tegunda af sterum.



Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson varð af ólympíugulli og var dæmdur í keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988.

Steranotkun er vel þekkt vandamál í frjálsum íþróttum (einkum kastíþróttum), kraftlyftingum og amerískum fótbolta. Hún er einnig þekkt meðal íþróttamanna í mörgum öðrum íþróttagreinum. En þrátt fyrir miklar vinsældir er árangur af notkun stera mjög umdeildur. Íþróttamennirnir sjálfir telja flestir að sterarnir geri gæfumuninn en rannsóknaniðurstöður hafa ekki tekið af allan vafa um það. Álitið er þó að steranotkun ein sér geri lítið gagn. Stunda verður æfingar af miklu kappi til að ná árangri.

Karlmenn á sterum geta lent í því að eistu þeirra minnki. Þetta kann að hljóma öfugsnúið (það að eistu minnki) en hefur líffræðilega skýringu. Í undirstúku heilans eru efnanemar sem fylgjast með magni hormóna í blóð. Eitt þeirra er testósterón. Efnanemarnir greina þó ekki á milli testósteróns sem eistu mynda og testósteróns sem er tekið sem lyf. Þegar testósterón í lyfjaformi bætist við það testósterón sem þegar er myndað í líkamanum "halda" efnanemarnir að eistun hafa verið ofvirk og setja af stað ferli sem endar með að þau fá minni örvun en eðlileg er og fara að slá slöku við. Líkaminn dregur sem sagt úr sinni eigin framleiðslu þegar hann fær mikið i lyfjaformi og það kemur fram í minnkun eistna.

Algengar aukaverkanir steranotkunar eru miklar bólur í andliti, ofurhárvöxtur eða hárlos og lítil stjórn á tilfinningum (til dæmis árásarhneigð, ofbeldishneigð og pirringi). Karlmenn geta lent í því að þeir fái brjóst á meðan konur eiga á hættu að fá karlkynseinkenni og tíðatruflanir. Alvarlegri aukaverkanir eru tengdar langtíma notkun stórra skammta. Þar má nefna lifrarskemmdir og lifrarkrabbamein. Einnig má geta aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, þar á meðal heilablóðfalli. Ef sterunum er sprautað í líkamann með óhreinum nálum eykst hætta á eyðnismiti, lifrarbólgu B og C og hjartaþelsbólgu af völdum baktería.

Sumir rannsakendur hafa velt fyrir sér hvort hin eiginlegu áhrif vefaukandi stera felist í myndun sálvefræns ástands (e. psychosomatic state) sem einkennist af vellíðan, aukinni árásarhneigð og meira streituþoli sem gerir íþróttamanninum kleift að æfa af meiri krafti. Mataræði sem inniheldur mikið af prótínum og orku (margar hitaeiningar) er ef til vill einnig mikilvægt til að hámarka árangur af steranotkun. Mikil hætta er á að notendur vefaukandi stera verði andlega háðir þeim. Þunglyndi og sjálfsmorðshugleiðingar eru algeng fráhvarfseinkenni þegar notkun er hætt.

Erfitt er að átta sig á því hversu algeng notkun vefaukandi stera er hér á landi. Notkun þeirra er bönnuð og íþróttamenn eru reglulega settir í lyfjapróf til þess að fylgjast með hvort um misnotkun sé að ræða. Tíðar fréttir berast um að íþróttamenn úti í hinum stóra heimi séu dæmdir úr leik vegna þess að í sýnum frá þeim hafi greinst ólögleg lyf.

Notkun vefaukandi stera er mikil í Bandaríkjunum og eykst jafnt og þétt, ekki síst hjá stelpum og ungum konum. Einnig færist notkunin sífellt neðar í aldurshópa. Í könnun sem var gerð þar í júní árið 2000 viðurkenndu 5,2% stráka og 2,2% stelpna í 9.-12. bekk (14-18 ára) að nota stera. Alríkiskönnun þar gerð árið 2001 sýndi að aldurinn færist enn neðar og 2,8% unglinga í 8. bekk sögðust hafa notað stera en það mun vera 22% aukning í þessum aldurshópi á þremur árum.

Ólíklegt er að ástandið hér sé sambærilegt. En nauðsynlegt er að vera á varðbergi.

Skoðið einnig svar Ingibjargar Gunnarsdóttur á Vísindavefnum við spurningunni Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi? og pistilinn Lyf og íþróttir á heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis.

Heimildir og mynd:

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Hvernig verka anabólískir sterar og hverjar geta verið afleiðingar eða aukaverkanir inntöku þeirra?
  • Hvað eru sterar og hver er skaðsemi og/eða gagnsemi þeirra?
  • Hvað er það sem er jákvætt við notkun anabólískra stera?
...