Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir Hellisheiði þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hellisheiði er í vestanverðri Árnessýslu. Vestarlega á henni er Hellisskarð, kallað Öxnaskarð að fornu, nálægt Kolviðarhól. Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 2003: Í Árnesþingi vestanverðu, eftir Þór Vigfússon er fjallað um nafnið Hellisheiði með eftirfarandi orðum:
Ekki er vitað hví Hellisheiði heitir svo, enginn er hér hellirinn. (26)
Enn fremur segir í skýringargrein:
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hefir getið sér þess til að Hellisheiði dragi nafn af Raufarhólshelli, en um Þrengsli og fram hjá hellinum kunni að hafa legið ein fjölfarnasta leiðin austur yfir fjall á fyrstu öld byggðar í landinu. Gosið úr Eldborgum við Lambafell um árið 1000 teppti Þrengslin með Svínahraunsbruna og menn hafi því þurft að velja sér leiðir á nýjum forsendum. Við það kunni örnefnið Hellisheiði að hafa flust um set, norður á bóginn. (235)
Þessi skýring er alls ekki fráleit. Hugsanlegt er einnig að annar hellir hafi verið áður þar sem nú er Hellisheiði og Kristnitökuhraunið hafi runnið yfir hann.*

Kolviðarhóll með Hellisheiði í bakgrunni.

Sumir hafa talið að nafnið sé dregið af örnefninu Hellur, sem er austur af Stóra-Meitli þar sem miklar sléttar hellur eru (30) og því dregið af kvenkynsorðinu 'hella'. Nafn heiðarinnar hefði þá átt að vera 'Helluheiði' eða 'Hellnaheiði' en síðan breyst í Hellisheiði.

Í lýsingu Ölfushrepps frá 1703 er nafnið skrifað Hellirsheiði sem bendir til þess að orðið hellir sé þar að baki, en ekki hellur þær sem nefndar eru í lýsingunni (Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar (1979), bls. 238). Samt er það svo að ruglingur getur verið í örnefnum hvort um er að ræða hellu eða helli. Þannig lítur nafnið Hellnar á Snæfellsnesi (þar sem talað er um að vera á Hellnum) út fyrir að vera dregið af hella (kvenkynsorð, eignarfall hellna), en er líklega dregið af orðinu hellir.

Niðurstaðan er sú að langlíklegast er að orðið hellir sé í örnefninu Hellisheiði en álitamál hvort það er Raufarhólshellir eða einhver annar hellir sem nú er týndur.

*Höfundur þakkar Ómari Smára Ármannssyni fyrir ábendingu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

2.6.2004

Síðast uppfært

1.8.2019

Spyrjandi

Hannes Snorrason

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Hellisheiði þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2004, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4308.

Svavar Sigmundsson. (2004, 2. júní). Hvers vegna heitir Hellisheiði þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4308

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heitir Hellisheiði þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2004. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4308>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir Hellisheiði þessu nafni?
Hellisheiði er í vestanverðri Árnessýslu. Vestarlega á henni er Hellisskarð, kallað Öxnaskarð að fornu, nálægt Kolviðarhól. Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 2003: Í Árnesþingi vestanverðu, eftir Þór Vigfússon er fjallað um nafnið Hellisheiði með eftirfarandi orðum:

Ekki er vitað hví Hellisheiði heitir svo, enginn er hér hellirinn. (26)
Enn fremur segir í skýringargrein:
Sigmundur Einarsson jarðfræðingur hefir getið sér þess til að Hellisheiði dragi nafn af Raufarhólshelli, en um Þrengsli og fram hjá hellinum kunni að hafa legið ein fjölfarnasta leiðin austur yfir fjall á fyrstu öld byggðar í landinu. Gosið úr Eldborgum við Lambafell um árið 1000 teppti Þrengslin með Svínahraunsbruna og menn hafi því þurft að velja sér leiðir á nýjum forsendum. Við það kunni örnefnið Hellisheiði að hafa flust um set, norður á bóginn. (235)
Þessi skýring er alls ekki fráleit. Hugsanlegt er einnig að annar hellir hafi verið áður þar sem nú er Hellisheiði og Kristnitökuhraunið hafi runnið yfir hann.*

Kolviðarhóll með Hellisheiði í bakgrunni.

Sumir hafa talið að nafnið sé dregið af örnefninu Hellur, sem er austur af Stóra-Meitli þar sem miklar sléttar hellur eru (30) og því dregið af kvenkynsorðinu 'hella'. Nafn heiðarinnar hefði þá átt að vera 'Helluheiði' eða 'Hellnaheiði' en síðan breyst í Hellisheiði.

Í lýsingu Ölfushrepps frá 1703 er nafnið skrifað Hellirsheiði sem bendir til þess að orðið hellir sé þar að baki, en ekki hellur þær sem nefndar eru í lýsingunni (Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar (1979), bls. 238). Samt er það svo að ruglingur getur verið í örnefnum hvort um er að ræða hellu eða helli. Þannig lítur nafnið Hellnar á Snæfellsnesi (þar sem talað er um að vera á Hellnum) út fyrir að vera dregið af hella (kvenkynsorð, eignarfall hellna), en er líklega dregið af orðinu hellir.

Niðurstaðan er sú að langlíklegast er að orðið hellir sé í örnefninu Hellisheiði en álitamál hvort það er Raufarhólshellir eða einhver annar hellir sem nú er týndur.

*Höfundur þakkar Ómari Smára Ármannssyni fyrir ábendingu.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...