Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?

Hrannar Baldursson

Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar.

Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til dæmis stökkva ofan af byggingu, og ekki einungis lifa fallið af, heldur hlaupa í skjól undan skothríð eða öðru verra. Markmið hermileikja hins vegar er að líkja sem nákvæmast eftir ákveðnum hugtökum. Vinsælastir slíkra herma eru flugleikir og ökuleikir. Oft og tíðum er raunsæið í þessum leikjum að miklu leyti sambærilegt við hina raunverulegu reynslu. Þekkt er að ökukappar nota hermileiki til að kynnast brautum sem þeir munu keppa á, án þess að leggja líf, limi og tæki í hættu.

Til að átta sig á hvaða leikir eru best gerðir í hverjum flokki fyrir sig verður að kanna sögu formsins. Meðal vinsælla tegunda af frumleikjum má nefna bardagaleiki, skipulagsleiki, ævintýraleiki, íþróttaleiki og borðleiki. Hver og ein gerð leikja hefur undirflokka sem ræðst af eðli hönnunarinnar og markmiði leiksins. Hér verður einungis lýst bardagaleikjum.

Bardagaleikirnir eru yfirleitt flokkaðir niður eftir sjónarhorni. Vinsælast í dag er sjónarhorn í fyrstu persónu (Quake, Unreal, Half-Life), einnig er vinsælt að láta myndavél elta hetjuna, (Tomb Raider, Indiana Jones and the infernal machine). Einnig þekkist að horft er á persónuna frá hlið, eða beint að ofan.

Mynd fengin af vefsetri Half-Life

Mörg leikjatímarit hafa valið bardagaleikinn Half-Life sem besta leik allra tíma. Hann er spilaður í fyrstu persónu, en aðalhetjan er vísindamaður í neðanjarðarbyrgi sem opnar vídd inn í aðra veröld. Hann þarf ásamt samstarfsmönnum sínum að sleppa lifandi út úr byrginu og berjast bæði við verur sem koma frá hinni víddinni og við hermenn sem eiga að þagga málið niður. Hetjan ferðast yfir í hina víddina til að ráða niðurlögum veranna, en sá heimur er á allan hátt gjörólíkur því sem hetjan hefur vanist á jörðinni.

Eitt af því sem hefur aukið vinsældir leiksins eru möguleikarnir til að spila ásamt öðrum keppendum yfir internetið, sem lið eða einsamall. Það sem dregur marga að leiknum aftur og aftur er möguleikinn sem gefinn er hverjum þátttakanda til að búa til sitt eigið borð eða sinn eigin heim, og bjóða öðrum keppendum að spila með. Til að mynda væri hægt að hanna borð án mikillar fyrirhafnar sem liti út eins og miðbær Reykjavíkur, hægt væri að synda í tjörninni og fara inn í ólíkar byggingar, svo að dæmi séu nefnd. Í mörgum leikjum í dag geturðu auðveldlega hannað þitt eigið umhverfi, og jafnvel þitt eigið útlit. Einnig áttu að geta hengt upp myndir, sem þú hefur skannað, á veggi innan leiksins.

Sá sem ekki hefur áhuga á bardagaleikjum getur auðveldlega fundið leiki sem eru ekki síður áhugaverðir og spennandi í öðrum flokkum. Í dag bjóða flestir leikir upp á möguleika fyrir sköpunargáfu þess sem spilar.

Ef þú vilt vita meira um PC tölvuleiki bendum við á vefsíður PC-Gamer og GameSpot.

Höfundur

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

14.5.2000

Spyrjandi

Egill A. og Arnar M.

Efnisorð

Tilvísun

Hrannar Baldursson. „Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður? “ Vísindavefurinn, 14. maí 2000. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=431.

Hrannar Baldursson. (2000, 14. maí). Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=431

Hrannar Baldursson. „Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður? “ Vísindavefurinn. 14. maí. 2000. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=431>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?
Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar.

Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til dæmis stökkva ofan af byggingu, og ekki einungis lifa fallið af, heldur hlaupa í skjól undan skothríð eða öðru verra. Markmið hermileikja hins vegar er að líkja sem nákvæmast eftir ákveðnum hugtökum. Vinsælastir slíkra herma eru flugleikir og ökuleikir. Oft og tíðum er raunsæið í þessum leikjum að miklu leyti sambærilegt við hina raunverulegu reynslu. Þekkt er að ökukappar nota hermileiki til að kynnast brautum sem þeir munu keppa á, án þess að leggja líf, limi og tæki í hættu.

Til að átta sig á hvaða leikir eru best gerðir í hverjum flokki fyrir sig verður að kanna sögu formsins. Meðal vinsælla tegunda af frumleikjum má nefna bardagaleiki, skipulagsleiki, ævintýraleiki, íþróttaleiki og borðleiki. Hver og ein gerð leikja hefur undirflokka sem ræðst af eðli hönnunarinnar og markmiði leiksins. Hér verður einungis lýst bardagaleikjum.

Bardagaleikirnir eru yfirleitt flokkaðir niður eftir sjónarhorni. Vinsælast í dag er sjónarhorn í fyrstu persónu (Quake, Unreal, Half-Life), einnig er vinsælt að láta myndavél elta hetjuna, (Tomb Raider, Indiana Jones and the infernal machine). Einnig þekkist að horft er á persónuna frá hlið, eða beint að ofan.

Mynd fengin af vefsetri Half-Life

Mörg leikjatímarit hafa valið bardagaleikinn Half-Life sem besta leik allra tíma. Hann er spilaður í fyrstu persónu, en aðalhetjan er vísindamaður í neðanjarðarbyrgi sem opnar vídd inn í aðra veröld. Hann þarf ásamt samstarfsmönnum sínum að sleppa lifandi út úr byrginu og berjast bæði við verur sem koma frá hinni víddinni og við hermenn sem eiga að þagga málið niður. Hetjan ferðast yfir í hina víddina til að ráða niðurlögum veranna, en sá heimur er á allan hátt gjörólíkur því sem hetjan hefur vanist á jörðinni.

Eitt af því sem hefur aukið vinsældir leiksins eru möguleikarnir til að spila ásamt öðrum keppendum yfir internetið, sem lið eða einsamall. Það sem dregur marga að leiknum aftur og aftur er möguleikinn sem gefinn er hverjum þátttakanda til að búa til sitt eigið borð eða sinn eigin heim, og bjóða öðrum keppendum að spila með. Til að mynda væri hægt að hanna borð án mikillar fyrirhafnar sem liti út eins og miðbær Reykjavíkur, hægt væri að synda í tjörninni og fara inn í ólíkar byggingar, svo að dæmi séu nefnd. Í mörgum leikjum í dag geturðu auðveldlega hannað þitt eigið umhverfi, og jafnvel þitt eigið útlit. Einnig áttu að geta hengt upp myndir, sem þú hefur skannað, á veggi innan leiksins.

Sá sem ekki hefur áhuga á bardagaleikjum getur auðveldlega fundið leiki sem eru ekki síður áhugaverðir og spennandi í öðrum flokkum. Í dag bjóða flestir leikir upp á möguleika fyrir sköpunargáfu þess sem spilar.

Ef þú vilt vita meira um PC tölvuleiki bendum við á vefsíður PC-Gamer og GameSpot.

...