Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er alltaf rétt að nota "mundi" og "myndi" á sama hátt?

Spyrjandi tekur tvö dæmi:

  • "Ég mundi gera það ef..."
  • "Ég myndi gera það ef..."

Sögnin munu, sem er hjálparsögn í íslensku, er í þátíð mundi. Hjálparsögnin er notuð í samsettri beygingu sagnar. Vaninn hefur verið að tala þar um framtíð og skildagatíð. Skildagatíðin er sett saman af hjálparsögn í þátíð og nafnhætti aðalsagnar. Slíkt samband stendur í viðtengingarhætti.

Dæmi:

  • Framtíð: hann mun koma (ef hann getur) - framsöguháttur
  • Skildagatíð: hann mundi koma (ef hann gæti) - viðtengingarháttur
Hliðarmyndin myndi er eðlilega myndaður viðtengingarháttur af sagnmyndinni mundi, það er með i-hljóðvarpi, og hún lifir við hlið eldri myndarinnar mundi. Þær eru notaðar jöfnum höndum í nútímamáli.

Útgáfudagur

3.6.2004

Spyrjandi

David Frank

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er alltaf rétt að nota "mundi" og "myndi" á sama hátt?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2004. Sótt 26. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4316.

Guðrún Kvaran. (2004, 3. júní). Er alltaf rétt að nota "mundi" og "myndi" á sama hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4316

Guðrún Kvaran. „Er alltaf rétt að nota "mundi" og "myndi" á sama hátt?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2004. Vefsíða. 26. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4316>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Þórólfur Matthíasson

1953

Þórólfur er prófessor við Hagfræðideild HÍ. Hann hefur m.a. fjallað um launakerfi sjómanna, upphaf kvótakerfisins í rækju-, síld-, loðnu- og botnfisksveiðum sem og orsakir og afleiðingar hruns íslenska bankakerfisins.