Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til tenntir fuglar?

Nú á dögum finnast engir tenntir fuglar. Margir fræðimenn telja að gen sem stuðla að tannvexti hafi stökkbreyst og orðið óvirk í fuglum fyrir um 70 milljónum ára. Steingerðar leifar af mörgum forsögulegum fuglategundum benda til þess að þær hafi verið tenntar líkt og áar þeirra skriðdýrin. Öglir (Archaeopteryx), sem fræðimenn telja að fuglar nútímans séu komnir af, var til dæmis með fjölda keilulaga tanna.Vísindamenn telja að þessi stökkbreyting hafi létt líkama fuglanna og gert þá þannig hæfari til flugs. Tennur eru þungar og þegar þær hurfu úr fuglskjaftinum hafa þung kjálkabein sem styðja við tanngarðinn jafnframt verið óþörf. Stökkbreytingin hefur þannig verið til hagsbóta fyrir fugla og breiðst út í hópnum með þeim afleiðingum að allir núlifandi fuglar eru með léttan en sterkbyggðan gogg í stað kjálkabeina.

Mörg önnur dæmi eru um það hvernig náttúruval hefur aðlagað fugla að flugi og hægt er að lesa nánar um það í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?

Til frekari fróðleiks má benda á svör Leifs Símonarsonar við spurningunum:

Mynd: Trude og Ingjerds dinosaurside

Útgáfudagur

4.6.2004

Spyrjandi

Hlynur Sigurðsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru til tenntir fuglar?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2004. Sótt 19. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4318.

Jón Már Halldórsson. (2004, 4. júní). Eru til tenntir fuglar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4318

Jón Már Halldórsson. „Eru til tenntir fuglar?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2004. Vefsíða. 19. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4318>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gunnhildur Óskarsdóttir

1959

Gunnhildur Óskarsdóttir er dósent í kennslufræði við Deild kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að námi og kennslu ungra barna í grunnskóla, náttúrufræðikennslu og kennaramenntun.