Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?

HB

Erkitýpa er samheiti yfir frumgerð og fullkomna ímynd. Gríska orðið archetypos er í beinni þýðingu: "frummynstur."

Í bókmenntagagnrýni er erkitýpa ævaforn ímynd, manngerð eða aðstæður sem endurtaka sig sífellt í bókmenntum. Þessi sífellda endurtekning gefur í skyn að um hugtak eða aðstæður er að ræða sem eru öllum mönnum kunnugar, tengdar eða áhugaverðar. Bókmenntagagnrýnendur voru þó ekki fyrstir til að nota þetta hugtak.

Mynd af C.G. Jung fengin af vefsetrinu A Brief Introduction to the Psychology of Carl Gustav Jung

Svissneski sálarfræðingurinn Carl Gustav Jung (1875-1961) þróaði kenningu um sameiginlega vitund. Hann hafði áhuga á því sammannlega og taldi vitund um það gefa lífi okkar dýpri merkingu. Þegar við þekkjum líf okkar sem hluta af mannkynssögunni skiljum við betur tilgang okkar sem þátt í henni. Jung taldi að hægt væri að finna dæmi um reynslu hinnar sameiginlegu vitundar manna í ævintýrum, sögum og trúarlegum bókmenntum. Með því að greina þessi frummynstur eða erkitýpur í sögum má draga af þeim mikilvæga lærdóma um eigið sálarlíf.

Heimildir:

Britannica.com

The Oxford Companion to the Mind, ritstj. Richard L. Gregory, Oxford University Press, 1998.

Áhugavert vefsetur: The C.G. Jung Page

Höfundur

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

14.5.2000

Spyrjandi

Bragi Kristjánsson

Tilvísun

HB. „Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2000, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=432.

HB. (2000, 14. maí). Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=432

HB. „Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2000. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=432>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru svokallaðar erkitýpur (archetypes)?
Erkitýpa er samheiti yfir frumgerð og fullkomna ímynd. Gríska orðið archetypos er í beinni þýðingu: "frummynstur."

Í bókmenntagagnrýni er erkitýpa ævaforn ímynd, manngerð eða aðstæður sem endurtaka sig sífellt í bókmenntum. Þessi sífellda endurtekning gefur í skyn að um hugtak eða aðstæður er að ræða sem eru öllum mönnum kunnugar, tengdar eða áhugaverðar. Bókmenntagagnrýnendur voru þó ekki fyrstir til að nota þetta hugtak.

Mynd af C.G. Jung fengin af vefsetrinu A Brief Introduction to the Psychology of Carl Gustav Jung

Svissneski sálarfræðingurinn Carl Gustav Jung (1875-1961) þróaði kenningu um sameiginlega vitund. Hann hafði áhuga á því sammannlega og taldi vitund um það gefa lífi okkar dýpri merkingu. Þegar við þekkjum líf okkar sem hluta af mannkynssögunni skiljum við betur tilgang okkar sem þátt í henni. Jung taldi að hægt væri að finna dæmi um reynslu hinnar sameiginlegu vitundar manna í ævintýrum, sögum og trúarlegum bókmenntum. Með því að greina þessi frummynstur eða erkitýpur í sögum má draga af þeim mikilvæga lærdóma um eigið sálarlíf.

Heimildir:

Britannica.com

The Oxford Companion to the Mind, ritstj. Richard L. Gregory, Oxford University Press, 1998.

Áhugavert vefsetur: The C.G. Jung Page

...