Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er blýeitrun?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?
  • Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý?

Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun. Í sumum löndum er blýeitrun eitt algengasta heilbrigðisvandamál barna sem rekja má til umhverfisins. Í Bandaríkjunum er talið að þrjár til fjórar milljónir, eða eitt af hverjum sex börnum yngri en sex ára, mælist með of háan styrk blýs í blóði.

Blý telst til þungmálma en dæmi um aðra þungmálma eru kvikasilfur og kadmíum. Þungmálmar eyðast ekki úr líkamanum heldur safnast þar fyrir. Svokölluð líffræðileg mögnun getur átt sér stað ef blý kemst í umhverfið, til dæmis með úrgangi frá iðnaði. Þá kemst það í lægstu þrep fæðukeðjunnar, til dæmis úr vatni í þörunga sem síðan eru étnir af smásæjum frumdýrum. Með hverjum skammti af þörungum berst smáskammtur af blýi inn í hvert frumdýr og þannig magnast styrkur blýsins í frumdýrum miðað við styrk þess í þörungum. Frumdýrin eru síðan étin af litlum fiskum og þeir svo af stærri fiskum sem geta á endanum lent í maga okkar mannanna. Þannig magnast styrkur blýs eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni og getur að lokum orðið það mikill að það valdi eitrun í mönnum.

Til er fjöldi reglugerða sem takmarka leyfilega notkun blýs og greina frá hámarksskömmtum af því í til dæmis neysluvatni, andrúmslofti, matvælum, efnum sem snerta matvæli (svo sem plasti og leir), lyfjum, úrgangi (til dæmis frá iðnaði og landbúnaði), í fiskeldi, eldsneyti, rafgeymum, rafhlöðum og í leikföngum.



Ólíkt mörgum öðrum mengunarefnum finnst blý oft inni á heimilum, til að mynda í málningu, ryki, drykkjarvatni og ílátum úr keramiki og kristalgleri. Enn fremur finnst blý í sumum hlutum sem tengjast tómstundaiðju, svo sem lóðum sem notuð eru við stangveiði, í snyrtivörum og jafnvel „heilsufæði“ og leikföngum. Í gömlum húsum, sem voru máluð áður en reglugerðir um leyfilegt magns blýs voru settar, er hætta á að blý sé í málningu.

Samkvæmt reglugerðum frá umhverfisráðuneytinu er skylda að hafa nákvæmt eftirlit með blýmagni í öllum þeim fyrirbærum sem talin voru upp hér að ofan. Dæmi um mikilvægi slíks eftirlits er frá síðastliðnu sumri (2003) þegar í ljós kom að flæði blýs úr glerungi nokkurra leiríláta sem flutt voru til Svíþjóðar frá grísku eyjunum Krít og Samos var alltof mikið. Vitað er um eitt tilfelli blýeitrunar í kjölfarið. Mikilvægt er að nota ekki slík ílát undir matvæli nema að þau séu sérstaklega til þess gerð og hafi fengið samþykki til slíks brúks.

Einkenni blýeitrunar eru margvísleg og fara nokkuð eftir því á hversu háu stigi eitrunin er. Helstu einkennin eru skjálfti, kippir, krampar, vöðvaeymsli, þreyta, máttleysi, sársauki í liðum og skortur á samhæfingu.

Truflanir á sjónskynjun geta orðið eftir blýeitrun og breytingar á meltingarkerfinu geta verið ýmiss konar, til dæmi lystarleysi, þyngdartap, hægðatregða, flökurleiki, uppköst og kviðverkir. Helsta einkenni eitrunar á blóðrásarkerfið er hár blóðþrýstingur. Áhrif á taugakerfið koma fram sem pirringur, ofskynjanir, skortur á framkvæmdagleði, lítill samstarfsvilji, höfuðverkur, svefntruflanir, ruglingur og jafnvel dauðadá.

Stórir skammtar af blýi í blóði barns geta valdið heilaskaða, hegðunarvandamálum, blóðleysi, lifrar- og nýrnaskemmdum, þroskaseinkun eða þroskaheftingu, og öðrum líkamlegum og andlegum vandamálum. Í versta falli getur það leitt til dauða.

Blýeitrun er greind með því að mæla styrk blýs í blóði. Meðferð við henni fer eftir því hversu alvarleg eitrunin er. Ef um væga eitrun er að ræða getur nægt að huga að orsökunum og fjarlæga eða forðast uppsprettu blýsins. Til dæmis að þurrka vel af með blautum klút til þess að draga úr ryki. Hollt og gott mataræði getur hjálpað til og mikilvægt er að líkaminn fái nægt járn og kalsíum. Í sumum tilfellum getur lyfjagjöf reynst nauðsynleg til þess að draga úr eitrunaráhrifunum og sé eitrunin á mjög háu stigi getur viðkomandi þurft á sjúkrahúsmeðferð að halda.

Að lokum má geta þess að það er algengur misskilningur að hægt sé að fá blýeitrun ef maður stingur sig á blýanti. „Blýið“ í blýantinum er ekki blý heldur grafít sem er eitt form kolefnis eins og lesa má um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hver fann upp blýantinn?

Lesa má meira um þungmálma og blý í eftirtöldum svörum:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

4.6.2004

Spyrjandi

Tryggvi Bragason
Stefán Ari
Stefanía Thors

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er blýeitrun?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2004, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4320.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 4. júní). Hvað er blýeitrun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4320

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er blýeitrun?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2004. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4320>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er blýeitrun?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?
  • Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý?

Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun. Í sumum löndum er blýeitrun eitt algengasta heilbrigðisvandamál barna sem rekja má til umhverfisins. Í Bandaríkjunum er talið að þrjár til fjórar milljónir, eða eitt af hverjum sex börnum yngri en sex ára, mælist með of háan styrk blýs í blóði.

Blý telst til þungmálma en dæmi um aðra þungmálma eru kvikasilfur og kadmíum. Þungmálmar eyðast ekki úr líkamanum heldur safnast þar fyrir. Svokölluð líffræðileg mögnun getur átt sér stað ef blý kemst í umhverfið, til dæmis með úrgangi frá iðnaði. Þá kemst það í lægstu þrep fæðukeðjunnar, til dæmis úr vatni í þörunga sem síðan eru étnir af smásæjum frumdýrum. Með hverjum skammti af þörungum berst smáskammtur af blýi inn í hvert frumdýr og þannig magnast styrkur blýsins í frumdýrum miðað við styrk þess í þörungum. Frumdýrin eru síðan étin af litlum fiskum og þeir svo af stærri fiskum sem geta á endanum lent í maga okkar mannanna. Þannig magnast styrkur blýs eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni og getur að lokum orðið það mikill að það valdi eitrun í mönnum.

Til er fjöldi reglugerða sem takmarka leyfilega notkun blýs og greina frá hámarksskömmtum af því í til dæmis neysluvatni, andrúmslofti, matvælum, efnum sem snerta matvæli (svo sem plasti og leir), lyfjum, úrgangi (til dæmis frá iðnaði og landbúnaði), í fiskeldi, eldsneyti, rafgeymum, rafhlöðum og í leikföngum.



Ólíkt mörgum öðrum mengunarefnum finnst blý oft inni á heimilum, til að mynda í málningu, ryki, drykkjarvatni og ílátum úr keramiki og kristalgleri. Enn fremur finnst blý í sumum hlutum sem tengjast tómstundaiðju, svo sem lóðum sem notuð eru við stangveiði, í snyrtivörum og jafnvel „heilsufæði“ og leikföngum. Í gömlum húsum, sem voru máluð áður en reglugerðir um leyfilegt magns blýs voru settar, er hætta á að blý sé í málningu.

Samkvæmt reglugerðum frá umhverfisráðuneytinu er skylda að hafa nákvæmt eftirlit með blýmagni í öllum þeim fyrirbærum sem talin voru upp hér að ofan. Dæmi um mikilvægi slíks eftirlits er frá síðastliðnu sumri (2003) þegar í ljós kom að flæði blýs úr glerungi nokkurra leiríláta sem flutt voru til Svíþjóðar frá grísku eyjunum Krít og Samos var alltof mikið. Vitað er um eitt tilfelli blýeitrunar í kjölfarið. Mikilvægt er að nota ekki slík ílát undir matvæli nema að þau séu sérstaklega til þess gerð og hafi fengið samþykki til slíks brúks.

Einkenni blýeitrunar eru margvísleg og fara nokkuð eftir því á hversu háu stigi eitrunin er. Helstu einkennin eru skjálfti, kippir, krampar, vöðvaeymsli, þreyta, máttleysi, sársauki í liðum og skortur á samhæfingu.

Truflanir á sjónskynjun geta orðið eftir blýeitrun og breytingar á meltingarkerfinu geta verið ýmiss konar, til dæmi lystarleysi, þyngdartap, hægðatregða, flökurleiki, uppköst og kviðverkir. Helsta einkenni eitrunar á blóðrásarkerfið er hár blóðþrýstingur. Áhrif á taugakerfið koma fram sem pirringur, ofskynjanir, skortur á framkvæmdagleði, lítill samstarfsvilji, höfuðverkur, svefntruflanir, ruglingur og jafnvel dauðadá.

Stórir skammtar af blýi í blóði barns geta valdið heilaskaða, hegðunarvandamálum, blóðleysi, lifrar- og nýrnaskemmdum, þroskaseinkun eða þroskaheftingu, og öðrum líkamlegum og andlegum vandamálum. Í versta falli getur það leitt til dauða.

Blýeitrun er greind með því að mæla styrk blýs í blóði. Meðferð við henni fer eftir því hversu alvarleg eitrunin er. Ef um væga eitrun er að ræða getur nægt að huga að orsökunum og fjarlæga eða forðast uppsprettu blýsins. Til dæmis að þurrka vel af með blautum klút til þess að draga úr ryki. Hollt og gott mataræði getur hjálpað til og mikilvægt er að líkaminn fái nægt járn og kalsíum. Í sumum tilfellum getur lyfjagjöf reynst nauðsynleg til þess að draga úr eitrunaráhrifunum og sé eitrunin á mjög háu stigi getur viðkomandi þurft á sjúkrahúsmeðferð að halda.

Að lokum má geta þess að það er algengur misskilningur að hægt sé að fá blýeitrun ef maður stingur sig á blýanti. „Blýið“ í blýantinum er ekki blý heldur grafít sem er eitt form kolefnis eins og lesa má um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hver fann upp blýantinn?

Lesa má meira um þungmálma og blý í eftirtöldum svörum:

Heimildir:...