Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?

Guðrún Kvaran

Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn.

Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem hefur jafn trúarlega skírskotun og Jesús.


Lengi fram eftir öldum hikaði fólk við að gefa nafnið María og notaði í þess stað Maríon eða Marín. Nafnið hafði þannig í hugum fólks einhverja trúarlega helgi þar sem María var móðir Jesú. Á 18. öld er síðan farið að gefa nafnið María og það er eitt vinsælasta kvenmannsnafnið í dag.


Þar sem nafnið Jesús er ekki notað sem eiginnafn hérlendis, en aftur á móti víða í kaþólskum löndum, hefur það ekki verið sett á mannanafnaskrá og ósk um slíka nafngjöf yrði að fara fyrir mannanafnanefnd. Vissulega má finna menn í þjóðskrá og í símaskrá sem heita Jesus eða Jesús en þeir hafa fengið nafn erlendis og flutt það með sér hingað til lands.


Beygingu nafnsins var breytt á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrir þann tíma var hún þannig:

Nefnifall: Jesús

Ávarpsfall: Jesú

Þolfall: Jesúm

Þágufall: Jesú

Eignarfall: Jesú

Þessa beygingu þekkja flestir sem eru handgengnir Biblíunni frá 1914 og margir muna eftir sálmunum þar sem sungið var:

Ó, þá náð að eiga Jesúm ...

og

Víst ertu, Jesú [ávarpsfall], kóngur klár... .

Nú hefur þessu verið breytt og sungið er:

Ó, þá náð að eiga Jesú ...

og

Víst ertu, Jesús, kóngur klár...

Beygingin nú er:

Nefnifall: Jesús

Þolfall: Jesú

Þágufall: Jesú

Eignarfall: Jesú

Um nafnalög, mannanafnaskrá og mannanafnanefnd má lesa á slóðinni www.rettarheimild.is/mannanofn

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.6.2004

Spyrjandi

María Ósk Felixdóttir, f. 1992, Viktor Traustason, Rögnvaldur Gunnar

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4324.

Guðrún Kvaran. (2004, 7. júní). Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4324

Guðrún Kvaran. „Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4324>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?
Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn.

Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem hefur jafn trúarlega skírskotun og Jesús.


Lengi fram eftir öldum hikaði fólk við að gefa nafnið María og notaði í þess stað Maríon eða Marín. Nafnið hafði þannig í hugum fólks einhverja trúarlega helgi þar sem María var móðir Jesú. Á 18. öld er síðan farið að gefa nafnið María og það er eitt vinsælasta kvenmannsnafnið í dag.


Þar sem nafnið Jesús er ekki notað sem eiginnafn hérlendis, en aftur á móti víða í kaþólskum löndum, hefur það ekki verið sett á mannanafnaskrá og ósk um slíka nafngjöf yrði að fara fyrir mannanafnanefnd. Vissulega má finna menn í þjóðskrá og í símaskrá sem heita Jesus eða Jesús en þeir hafa fengið nafn erlendis og flutt það með sér hingað til lands.


Beygingu nafnsins var breytt á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrir þann tíma var hún þannig:

Nefnifall: Jesús

Ávarpsfall: Jesú

Þolfall: Jesúm

Þágufall: Jesú

Eignarfall: Jesú

Þessa beygingu þekkja flestir sem eru handgengnir Biblíunni frá 1914 og margir muna eftir sálmunum þar sem sungið var:

Ó, þá náð að eiga Jesúm ...

og

Víst ertu, Jesú [ávarpsfall], kóngur klár... .

Nú hefur þessu verið breytt og sungið er:

Ó, þá náð að eiga Jesú ...

og

Víst ertu, Jesús, kóngur klár...

Beygingin nú er:

Nefnifall: Jesús

Þolfall: Jesú

Þágufall: Jesú

Eignarfall: Jesú

Um nafnalög, mannanafnaskrá og mannanafnanefnd má lesa á slóðinni www.rettarheimild.is/mannanofn...