Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?

Orri Vésteinsson

Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði.

Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum og margir sérhæfa sig á einhverju sviði, sem krefst bakgrunns í tiltekinni grein eða greinum. Sumir fornleifafræðingar rannsaka til dæmis skreyti (á gripum, húsveggjum, hellisveggjum) og byggja þá umræðu sína á aðferðum listfræði, listasögu og jafnvel bókmenntafræði. Aðrir sérhæfa sig í greiningu á dýraleifum, til dæmis beinum eða skordýrum, og sækja þá grundvöllinn til dýrafræðinnar innan líffræðinnar. Fornleifafræðingum, sem fást fyrst og fremst við uppgröft, kemur vel að hafa grunn í jarðfræði, einkum jarðvegsfræði, og skilning á efnafræði. Aðrar algengar sérfræðigreinar innan fornleifafræðinnar byggja á grasafræði, vistfræði, sameindalíffræði, læknisfræði, eðlisfræði, tölfræði, þjóðháttafræði og þjóðfræði, sagnfræði, málfræði, félagsfræði og mannfræði.



Fornleifauppgröftur í Reykholti.

Menntaskólanemar, sem vilja fá góðan almennan undirbúning undir nám í fornleifafræði á háskólastigi og halda öllum leiðum opnum, ættu að stunda nám á náttúru- eða eðlisfræðibrautum en taka sem mest af vali í sögu, íslensku og félagsfræði - eða stunda nám á mála- eða félagsfræðibrautum og taka sem mest af vali í raungreinum eins og líffræði, efnafræði, jarðfræði og stærðfræði.

Mikilvægt er að hafa í huga að flestir fornleifafræðingar fást við að miðla upplýsingum til annara. Þeir þurfa að gera grein fyrir því, sem þeir hafa grafið upp eða rannsakað með öðrum hætti, þannig að aðrir fræðimenn og almenningur skilji. Þess vegna er mjög mikilvægt að geta tjáð sig skýrt í ræðu og riti og er tíma í íslenskunámi því örugglega vel varið.

Mynd: Þjóðminjasafn Íslands. Sótt 30. 10. 2008.

Höfundur

Orri Vésteinsson

prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

8.6.2004

Spyrjandi

Inga Valdimarsdóttir

Tilvísun

Orri Vésteinsson. „Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2004. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4326.

Orri Vésteinsson. (2004, 8. júní). Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4326

Orri Vésteinsson. „Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2004. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4326>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er best að læra ef maður stefnir á fornleifafræðinám?
Fornleifafræði er mjög þverfagleg grein sem byggir á aðferðum hugvísinda, raunvísinda og félagsvísinda. Fornleifafræði lætur sér fátt mannlegt og náttúrulegt óviðkomandi og því má segja að sem mest af öllu sé bestur undirbúningur undir nám í fornleifafræði.

Fornleifafræðingar starfa þó að mjög ólíkum verkefnum og margir sérhæfa sig á einhverju sviði, sem krefst bakgrunns í tiltekinni grein eða greinum. Sumir fornleifafræðingar rannsaka til dæmis skreyti (á gripum, húsveggjum, hellisveggjum) og byggja þá umræðu sína á aðferðum listfræði, listasögu og jafnvel bókmenntafræði. Aðrir sérhæfa sig í greiningu á dýraleifum, til dæmis beinum eða skordýrum, og sækja þá grundvöllinn til dýrafræðinnar innan líffræðinnar. Fornleifafræðingum, sem fást fyrst og fremst við uppgröft, kemur vel að hafa grunn í jarðfræði, einkum jarðvegsfræði, og skilning á efnafræði. Aðrar algengar sérfræðigreinar innan fornleifafræðinnar byggja á grasafræði, vistfræði, sameindalíffræði, læknisfræði, eðlisfræði, tölfræði, þjóðháttafræði og þjóðfræði, sagnfræði, málfræði, félagsfræði og mannfræði.



Fornleifauppgröftur í Reykholti.

Menntaskólanemar, sem vilja fá góðan almennan undirbúning undir nám í fornleifafræði á háskólastigi og halda öllum leiðum opnum, ættu að stunda nám á náttúru- eða eðlisfræðibrautum en taka sem mest af vali í sögu, íslensku og félagsfræði - eða stunda nám á mála- eða félagsfræðibrautum og taka sem mest af vali í raungreinum eins og líffræði, efnafræði, jarðfræði og stærðfræði.

Mikilvægt er að hafa í huga að flestir fornleifafræðingar fást við að miðla upplýsingum til annara. Þeir þurfa að gera grein fyrir því, sem þeir hafa grafið upp eða rannsakað með öðrum hætti, þannig að aðrir fræðimenn og almenningur skilji. Þess vegna er mjög mikilvægt að geta tjáð sig skýrt í ræðu og riti og er tíma í íslenskunámi því örugglega vel varið.

Mynd: Þjóðminjasafn Íslands. Sótt 30. 10. 2008....