Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er tíminn?

Hrannar Baldursson

Þetta er erfið og margslungin spurning sem varðar margar fræðigreinar. Þess er ekki að vænta að við henni finnist endanlegt aða einhlítt svar en hins vegar geta tilraunir til svars væntanlega vakið lesendur til umhugsunar og varpað ljósi á tilteknar hliðar málsins. Við birtum hér á eftir eina slíka tilraun til svars, frá einu tilteknu sjónarmiði, en eins víst er að við birtum fleiri svör síðar eða viðbætur við þetta. Meðal annars bjóðum við lesendum sérstaklega að senda okkur athugasemdir um svona spurningar. En hér hefst svar Hrannars Baldurssonar:

"Hvað er tíminn?" er ein af þessum lúmsku spurningum sem virðist svo einfalt að svara en er í raun meðal þeirra allra erfiðustu. Okkur finnst við vita hvað tími er og vitum nánast alltaf af honum. Við höldum upp á afmæli einu sinni á ári, við mætum til vinnu eða í skóla á ákveðnum tíma, við höldum upp á áramótin og á hverjum degi vitum við af nýrri dagsetningu. Er tíminn eitthvað meira en þetta?

Það má segja að tíminn sé mælistika allra breytinga sem eiga sér stað í heiminum. Í þessum skilningi er tíminn eitthvað huglægt, eitthvað sem fólk hefur skapað til að nýta. Við notum klukkur, dagatöl og sólina til aðstoðar við þessar mælingar.

Einnig má segja að tíminn sé ein tveggja frumvídda í heiminum, vídd breytinga. Hin frumvíddin væri þá rými, vídd fjarlægðar, átta og tóms. Það er erfitt að ímynda sér hvað tíminn er eða hvernig hann lítur út án þess að nota hugtök sem tengjast frumvíddinni rými, en slík hugtakanotkun myndi framkalla ekkert annað en tálsýnir og myndhverfingar, þar sem tíminn er eitthvað allt annað og aðskilið frá rými.

Þegar við segjum að hæð barns breytist þegar það eldist, notum við hugtakið 'hæð' sem tilheyrir rými en vísum jafnframt til tímans. Þegar við segjum helli þrengjast eftir því sem dýpra er farið, notum við einnig hugtak sem tilheyrir rými og vísum um leið í tímann þó að sú vísun sé veikari. Það má rökstyðja þá hugmynd að ómögulegt sé að aðskilja þessar tvær frumvíddir í reynd, tíma og rými. Tími er þá aðeins hugtak notað til að skilja heiminn betur, en er ekki sjálfstæður veruleiki, og það sama gildir um rými.

Heimspekingar hafa haft ólíkar hugmyndir um eðli tímans. Parmenides (?515-?450 fyrir Krists burð) hélt því fram að breytingar væru ekkert annað en tálsýnir og að veruleikinn væri óháður tíma og rými. Í þessum skilningi eru lífverur, hlutir, jafnvel sólin, ekki mikilvægur hluti af veruleikanum, heldur einungis tálsýnir sem tilheyra tíma og rými, eitthvað sem skiptir í rauninni ekki máli, frá veruleikanum séð, en eru samt til. Það eina sem virðist geta nálgast veruleikann að mati Parmenidesar er hugsunin, en hann virðist hafa talið að hugurinn gæti komist í snertingu við veruleikann, þar sem hægt væri að koma honum í ástand sem hvorki er háður tíma né rými. Hvað þetta ástand nákvæmlega er og hvernig skuli nálgast það, er stór og mikilvæg spurning, sem verður ekki fjallað um hér. En flestir virðast hafa ákveðnar skoðanir á þessu máli, þó að oft séu þær misjafnlega vel grundaðar. Heimspekingar eru reyndar ekki sammála um hvernig túlka skal kenningar Parmenídesar og því er mikilvægt að hver og einn hugsi þetta sjálfur frá grunni, með agaðri og vandaðri íhugun.

Aristóteles (384-322 fyrir Krists burð) var ekki sammála kenningum Parmenídesar. Í stað þess að styðja 'stöðuga' sjónarmiðið, studdi hann 'breytilega' sjónarmiðið um tíma, en Heraklítos (540-475 fyrir Krists burð) hafði áður verið þekktur sem ötulasti stuðningsmaður þessa sjónarmiðs. Samkvæmt þessu sjónarmiði skortir framtíðina veruleika nútímans og fortíðarinnar, og veruleikinn hrúgast stöðugt upp eftir því sem að tíminn líður. Þannig má líta á veruleikann sem sand í neðri hluta tímaglass; stöðugt stærri hrúgu, síbreytilegri. Samkvæmt þessu kaffærir framtíðin fortíðina.

Erfitt er að segja til um hvor kenningin sé nær sannleikanum. Kannski við ættum að leyfa hverjum og einum að glíma við þá spurningu á eigin forsendum. Það er margt ósagt um tíma og rými og við endurtökum að lesendum Vísindavefjarins er velkomið að senda inn frekari spurningar, sem vonandi hafa vaknað við lestur þessa svars.

Rit til hliðsjónar:

Ted Honderich (ritstj.), 1995. The Oxford Companion to Philosophy. New York: Oxford University Press.

Málverkið Stöðugleiki minnisins eftir Salvador Dali fengin af vefsetri CGFA

Höfundur

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Útgáfudagur

15.5.2000

Spyrjandi

Guðmundur Guðmundsson

Efnisorð

Tilvísun

Hrannar Baldursson. „Hvað er tíminn?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=433.

Hrannar Baldursson. (2000, 15. maí). Hvað er tíminn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=433

Hrannar Baldursson. „Hvað er tíminn?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=433>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er tíminn?
Þetta er erfið og margslungin spurning sem varðar margar fræðigreinar. Þess er ekki að vænta að við henni finnist endanlegt aða einhlítt svar en hins vegar geta tilraunir til svars væntanlega vakið lesendur til umhugsunar og varpað ljósi á tilteknar hliðar málsins. Við birtum hér á eftir eina slíka tilraun til svars, frá einu tilteknu sjónarmiði, en eins víst er að við birtum fleiri svör síðar eða viðbætur við þetta. Meðal annars bjóðum við lesendum sérstaklega að senda okkur athugasemdir um svona spurningar. En hér hefst svar Hrannars Baldurssonar:

"Hvað er tíminn?" er ein af þessum lúmsku spurningum sem virðist svo einfalt að svara en er í raun meðal þeirra allra erfiðustu. Okkur finnst við vita hvað tími er og vitum nánast alltaf af honum. Við höldum upp á afmæli einu sinni á ári, við mætum til vinnu eða í skóla á ákveðnum tíma, við höldum upp á áramótin og á hverjum degi vitum við af nýrri dagsetningu. Er tíminn eitthvað meira en þetta?

Það má segja að tíminn sé mælistika allra breytinga sem eiga sér stað í heiminum. Í þessum skilningi er tíminn eitthvað huglægt, eitthvað sem fólk hefur skapað til að nýta. Við notum klukkur, dagatöl og sólina til aðstoðar við þessar mælingar.

Einnig má segja að tíminn sé ein tveggja frumvídda í heiminum, vídd breytinga. Hin frumvíddin væri þá rými, vídd fjarlægðar, átta og tóms. Það er erfitt að ímynda sér hvað tíminn er eða hvernig hann lítur út án þess að nota hugtök sem tengjast frumvíddinni rými, en slík hugtakanotkun myndi framkalla ekkert annað en tálsýnir og myndhverfingar, þar sem tíminn er eitthvað allt annað og aðskilið frá rými.

Þegar við segjum að hæð barns breytist þegar það eldist, notum við hugtakið 'hæð' sem tilheyrir rými en vísum jafnframt til tímans. Þegar við segjum helli þrengjast eftir því sem dýpra er farið, notum við einnig hugtak sem tilheyrir rými og vísum um leið í tímann þó að sú vísun sé veikari. Það má rökstyðja þá hugmynd að ómögulegt sé að aðskilja þessar tvær frumvíddir í reynd, tíma og rými. Tími er þá aðeins hugtak notað til að skilja heiminn betur, en er ekki sjálfstæður veruleiki, og það sama gildir um rými.

Heimspekingar hafa haft ólíkar hugmyndir um eðli tímans. Parmenides (?515-?450 fyrir Krists burð) hélt því fram að breytingar væru ekkert annað en tálsýnir og að veruleikinn væri óháður tíma og rými. Í þessum skilningi eru lífverur, hlutir, jafnvel sólin, ekki mikilvægur hluti af veruleikanum, heldur einungis tálsýnir sem tilheyra tíma og rými, eitthvað sem skiptir í rauninni ekki máli, frá veruleikanum séð, en eru samt til. Það eina sem virðist geta nálgast veruleikann að mati Parmenidesar er hugsunin, en hann virðist hafa talið að hugurinn gæti komist í snertingu við veruleikann, þar sem hægt væri að koma honum í ástand sem hvorki er háður tíma né rými. Hvað þetta ástand nákvæmlega er og hvernig skuli nálgast það, er stór og mikilvæg spurning, sem verður ekki fjallað um hér. En flestir virðast hafa ákveðnar skoðanir á þessu máli, þó að oft séu þær misjafnlega vel grundaðar. Heimspekingar eru reyndar ekki sammála um hvernig túlka skal kenningar Parmenídesar og því er mikilvægt að hver og einn hugsi þetta sjálfur frá grunni, með agaðri og vandaðri íhugun.

Aristóteles (384-322 fyrir Krists burð) var ekki sammála kenningum Parmenídesar. Í stað þess að styðja 'stöðuga' sjónarmiðið, studdi hann 'breytilega' sjónarmiðið um tíma, en Heraklítos (540-475 fyrir Krists burð) hafði áður verið þekktur sem ötulasti stuðningsmaður þessa sjónarmiðs. Samkvæmt þessu sjónarmiði skortir framtíðina veruleika nútímans og fortíðarinnar, og veruleikinn hrúgast stöðugt upp eftir því sem að tíminn líður. Þannig má líta á veruleikann sem sand í neðri hluta tímaglass; stöðugt stærri hrúgu, síbreytilegri. Samkvæmt þessu kaffærir framtíðin fortíðina.

Erfitt er að segja til um hvor kenningin sé nær sannleikanum. Kannski við ættum að leyfa hverjum og einum að glíma við þá spurningu á eigin forsendum. Það er margt ósagt um tíma og rými og við endurtökum að lesendum Vísindavefjarins er velkomið að senda inn frekari spurningar, sem vonandi hafa vaknað við lestur þessa svars.

Rit til hliðsjónar:

Ted Honderich (ritstj.), 1995. The Oxford Companion to Philosophy. New York: Oxford University Press.

Málverkið Stöðugleiki minnisins eftir Salvador Dali fengin af vefsetri CGFA...