Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'.

Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með fætinum undir borði ef þeir þurfa að ná athygli þess sem er sessunautur eða situr andspænis. Orðasambandið þekkist í íslensku að minnsta kosti frá því á 17. öld. Það er líklega erlent að uppruna og þekkist til dæmis í þýsku, jemandem etwas unter den Fuss geben.

Orðasambandið að bíta höfuðið af skömminni er notað í merkingunni að 'gera e-ð illt enn verra, bæta gráu ofan á svart'. Það er þekkt í málinu allt frá því á 18. öld og er líklegast komið hingað úr dönsku, bide hovedet af al skam.


Viðbót við svarið 11.8.2016: Vísindavefnum barst sú athugasemd við svar mitt að til væri enn ein skýring og þá sú „að konur gerðu stundum leppa og gáfu ungum mönnum er þeim var vel við og gáfu þeim því leppa undir fótinn.“ Þrátt fyrir leit hef ég ekki fundið í bókum þá merkingu sem þarna er nefnd en vel er hugsanlegt að hún sé til staðbundin.

Reynsla mín af störfum við Orðabók Háskólans í tæpa fjóra áratugi hefur fyrir löngu sýnt mér að margt er til sem aldrei hefur ratað í bækur og lifir í einni sveit, einu héraði eða einum landshluta. Allar fregnir af slíku eru vel þegnar.

Annað orðasamband er til sem gæti hafa blandast hinu og það er gera einhverjum á fæturna í merkingunni 'búa til skó handa einhverjum‘.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.6.2004

Spyrjandi

Einar Sigurðsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4338.

Guðrún Kvaran. (2004, 10. júní). Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4338

Guðrún Kvaran. „Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4338>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?
Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'.

Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með fætinum undir borði ef þeir þurfa að ná athygli þess sem er sessunautur eða situr andspænis. Orðasambandið þekkist í íslensku að minnsta kosti frá því á 17. öld. Það er líklega erlent að uppruna og þekkist til dæmis í þýsku, jemandem etwas unter den Fuss geben.

Orðasambandið að bíta höfuðið af skömminni er notað í merkingunni að 'gera e-ð illt enn verra, bæta gráu ofan á svart'. Það er þekkt í málinu allt frá því á 18. öld og er líklegast komið hingað úr dönsku, bide hovedet af al skam.


Viðbót við svarið 11.8.2016: Vísindavefnum barst sú athugasemd við svar mitt að til væri enn ein skýring og þá sú „að konur gerðu stundum leppa og gáfu ungum mönnum er þeim var vel við og gáfu þeim því leppa undir fótinn.“ Þrátt fyrir leit hef ég ekki fundið í bókum þá merkingu sem þarna er nefnd en vel er hugsanlegt að hún sé til staðbundin.

Reynsla mín af störfum við Orðabók Háskólans í tæpa fjóra áratugi hefur fyrir löngu sýnt mér að margt er til sem aldrei hefur ratað í bækur og lifir í einni sveit, einu héraði eða einum landshluta. Allar fregnir af slíku eru vel þegnar.

Annað orðasamband er til sem gæti hafa blandast hinu og það er gera einhverjum á fæturna í merkingunni 'búa til skó handa einhverjum‘.

...