Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um otur?

Jón Már Halldórsson

Otrar tilheyra ætt marðardýra (Mustelidea) en það er ein stærsta ætt rándýraættbálksins. Dæmi um önnur marðardýr eru hreysikettir, minkar, greifingjar og skúnkar. Otrar eru í reynd 13 tegundir sem skipt er í fjórar ættkvíslir. Sú tegund sem Evrópumenn kannast helst við er evrópski oturinn eða hinn eiginlegi otur (Lutra lutra). Heimkynni hans eru víðsvegar á meginlandi Evrópu og Asíu. Otrum hefur þó fækkað mikið síðustu áratugi þannig að hann er víða orðin sjaldséður og í útrýmingarhættu á vissum svæðum.



Sem dæmi um aðrar otrategundir af Lutra-ættkvíslinni má nefna fljótaoturinn (Lutra canadensis) í Norður-Ameríku sem er mjög líkur evrópska otrinum og hefur svipaða vistfræðilega stöðu og hann, og flekkjaoturinn (Lutra maculicollis) sem er útbreiddur víða í Afríku sunnan Sahara.

Dæmi um otrategundir sem tilheyra öðrum ættkvíslum eru risaotur (Pteronura brasiliensis) og fingurotur (Aonyx capensis). Risaoturinn á heimkynni sín í Suður-Ameríku. Hann er langstærsta otrategundin, getur orðið um 2 metrar á lengd frá trýni og aftur á rófu og vegið allt að 35 kg. Finguroturinn er hins vegar stærsta otrategund Afríku og finnst hann víða í álfunni á ósamfelldu svæði sunnan Sahara.



Hér á eftir verður nánar fjallað um líkamsgerð og atferli otursins og takmarkast umfjöllunin við evrópska oturinn.

Otrar eru eini hópur svokallaðra landrándýra sem hefur algerlega lagað sig að lífi í vatni. Líkamslögunin er mun rennilegri en hjá öðrum dýrum af marðarætt og hentar vel til sunds. Rófan er stíf og sterkleg og nýtist vel á sundi, eyru og nasir geta lokast þegar dýrin kafa og á milli tánna eru sundfit.

Feldurinn er ákaflega þéttur og skiptist í tvö lög, þétt þelhár um 10 til 15 mm á lengd og stíf vindhár sem standa út fyrir þelhárin og eru um 20 til 25 mm á lengd. Það er vandasamt fyrir spendýr sem hafa „venjulegan“ feld að halda á sér hita í vatni því þegar hár blotnar þá tapar það einangrunargildi sínu og feldurinn heldur ekki hita lengur. Oturinn leysir þetta vandamál líkt og svo mörg önnur vatnadýr með því að fitubera feldinn. Fitan kemur úr litlum fitukirtlum við hvern hárpoka og þaðan smitast hún upp eftir hárinu og hrindir vatni frá. Þegar oturinn er í vatni verða vindhárin eilítið rök og mynda samfellda slétta voð en fyrir innan eru þelhárin þurr og þar myndast talsverð loftrýmd sem líkami otursins vermir upp. Þannig helst eðlilegur líkamshiti á dýrinu þó það sé lengi í vatni.

Oturinn lifir á bökkum fljóta og stöðuvatna. Hann heldur sig einkum í fersku vatni og hálfsöltum sjávarlónum en fer stöku sinnum í sjóinn þegar hann fer í könnunarferðir út í eyjar. Otrar hafa fundist í allt að 2.500 metra hæð yfir sjó. Sennilega er oturinn að uppruna dagdýr og er það raunar enn á verndarsvæðum eða þar sem hann fær að vera í friði fyrir mannskepnunni. Víðast hvar er hann þó orðinn næturdýr vegna slæmrar reynslu af manninum. Oturinn er á ferli allan ársins hring og á veturna þegar vötn leggur gerir hann gat á ísinn til að komast niður í vatnið til veiða.

Á þurru landi er oturinn fremur klaufalegur og vaggandi til gangs og eru spor hans auðgreinanleg, kringlulaga og táfarið greinilega aðskilið frá ilþófanum. Ef sporin eru greinileg má oft sjá far eftir sundfitin. Líkt og mörg önnur marðardýr rís hann oft upp á afturlappirnar þráðbeinn til að skyggnast í kringum sig.

Í vatni er oturinn á heimavelli. Hann syndir með bolsveiflum og halaslettum og getur náð miklum hraða. Hann stýrir sér og snýr á allar hliðar bæði með fótum og hala og getur tekið krappar beygjur ef hann er að elta fisk. Oturinn er ágætis kafari, getur verið í 7-8 mínútur í kafi og farið niður á allt að 10 metra dýpi.



Oturinn helgar sér landsvæði meðfram árbökkum og er óðal hans þá mjótt og ílangt. Oft eru fleiri en ein læða innan óðals hvers steggs. Læðurnar gera sér bú í ár- eða vatnabökkum og ala þar upp ungana. Búin eru eins og stór klefi og liggja frá honum tveir gangar, annar sem opnast uppi á bakkanum og er nokkurs konar loftræsting og öryggisop og hinn sem opnast út í vatnið og er aðalinngangur í búið. Yfirleitt á oturinn sér nokkra felustaði á landareign sinni og nýtir sér oft greni eða holur eftir önnur dýr svo sem refi, greifingja eða kanínur. Læðurnar grafa þó búin sín sjálfar.

Oturinn lifir aðallega á kjöti og fiski en í neyð borðar hann afurðir úr jurtaríkinu. Í dýragörðum má þó auðveldlega venja hann á jurtafæði. Fiskur er langmikilvægasta fæða otursins. Annað hvort eltir hann fiskinn uppi eða liggur fyrir honum. Ein veiðiaðferðin felst í því að liggja á steini eða trjágrein fyrir ofan vatnsflötinn og stökkva á fiska þegar þeir synda fram hjá. Önnur sérstæð aðferð otursins við veiðar er að synda hægt fyrir aftan fiskinn sem tekur þá ekki eftir honum og húkka svo í hann. Smáa fiska étur oturinn á staðnum en stærri fiska fer hann með á bakkann og étur þá þar. Krabbadýr eru næst algengasta fæða otursins en þar á eftir koma ýmis froskdýr, lindýr, fuglar og egg.

Algengt er að fengitími otursins sé tvisvar á ári en gottími einu sinni. Fyrri fengitíminn er venjulega á tímabilinu desember-mars og sá seinni í júní-júlí. Eiginlegur meðgöngutími er um tveir mánuðir en tíminn sem líður frá frjóvgun til gots er breytilegur vegna seinkunar á fósturþroska en slíkt er algengt hjá marðardýrum. Það þýðir að frjóvgað egg getur legið lengi í líkama móðurinnar áður en frumuskipting hefst og fóstrið fer að vaxa.

Venjulega gýtur læðan 2-4 ungum. Við got eru þeir blindir, þaktir snöggu þelhári og um 350 grömm að þyngd. Læðan sér alfarið um að bera fæðu í þá, kenna þeim og vernda þá. Móðirin kennir ungunum veiðar með því að góma fisk, særa hann og láta ungana spreyta sig á að hremma hann aftur. Ungarnir halda til hjá móður sinni þar til þeir verða rúmlega 7 mánaða gamlir. Þá dreifa þeir sér um nágrennið og helga sér landsvæði.

Oturinn verður fullvaxinn um ársgamall en ekki kynþroska fyrr en um tveggja ára aldur. Fullvaxinn er skrokkur hans um 60-85 cm á lengd og skottið 35-55 cm. Hæð á herðakamb er um 30 cm og hann vegur á bilinu 6-15 kíló. Oturinn getur náð 15-18 ára aldri.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.6.2004

Spyrjandi

Emilía Þorvarðardóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um otur?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2004. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4340.

Jón Már Halldórsson. (2004, 10. júní). Hvað getur þú sagt mér um otur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4340

Jón Már Halldórsson. „Hvað getur þú sagt mér um otur?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2004. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4340>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um otur?
Otrar tilheyra ætt marðardýra (Mustelidea) en það er ein stærsta ætt rándýraættbálksins. Dæmi um önnur marðardýr eru hreysikettir, minkar, greifingjar og skúnkar. Otrar eru í reynd 13 tegundir sem skipt er í fjórar ættkvíslir. Sú tegund sem Evrópumenn kannast helst við er evrópski oturinn eða hinn eiginlegi otur (Lutra lutra). Heimkynni hans eru víðsvegar á meginlandi Evrópu og Asíu. Otrum hefur þó fækkað mikið síðustu áratugi þannig að hann er víða orðin sjaldséður og í útrýmingarhættu á vissum svæðum.



Sem dæmi um aðrar otrategundir af Lutra-ættkvíslinni má nefna fljótaoturinn (Lutra canadensis) í Norður-Ameríku sem er mjög líkur evrópska otrinum og hefur svipaða vistfræðilega stöðu og hann, og flekkjaoturinn (Lutra maculicollis) sem er útbreiddur víða í Afríku sunnan Sahara.

Dæmi um otrategundir sem tilheyra öðrum ættkvíslum eru risaotur (Pteronura brasiliensis) og fingurotur (Aonyx capensis). Risaoturinn á heimkynni sín í Suður-Ameríku. Hann er langstærsta otrategundin, getur orðið um 2 metrar á lengd frá trýni og aftur á rófu og vegið allt að 35 kg. Finguroturinn er hins vegar stærsta otrategund Afríku og finnst hann víða í álfunni á ósamfelldu svæði sunnan Sahara.



Hér á eftir verður nánar fjallað um líkamsgerð og atferli otursins og takmarkast umfjöllunin við evrópska oturinn.

Otrar eru eini hópur svokallaðra landrándýra sem hefur algerlega lagað sig að lífi í vatni. Líkamslögunin er mun rennilegri en hjá öðrum dýrum af marðarætt og hentar vel til sunds. Rófan er stíf og sterkleg og nýtist vel á sundi, eyru og nasir geta lokast þegar dýrin kafa og á milli tánna eru sundfit.

Feldurinn er ákaflega þéttur og skiptist í tvö lög, þétt þelhár um 10 til 15 mm á lengd og stíf vindhár sem standa út fyrir þelhárin og eru um 20 til 25 mm á lengd. Það er vandasamt fyrir spendýr sem hafa „venjulegan“ feld að halda á sér hita í vatni því þegar hár blotnar þá tapar það einangrunargildi sínu og feldurinn heldur ekki hita lengur. Oturinn leysir þetta vandamál líkt og svo mörg önnur vatnadýr með því að fitubera feldinn. Fitan kemur úr litlum fitukirtlum við hvern hárpoka og þaðan smitast hún upp eftir hárinu og hrindir vatni frá. Þegar oturinn er í vatni verða vindhárin eilítið rök og mynda samfellda slétta voð en fyrir innan eru þelhárin þurr og þar myndast talsverð loftrýmd sem líkami otursins vermir upp. Þannig helst eðlilegur líkamshiti á dýrinu þó það sé lengi í vatni.

Oturinn lifir á bökkum fljóta og stöðuvatna. Hann heldur sig einkum í fersku vatni og hálfsöltum sjávarlónum en fer stöku sinnum í sjóinn þegar hann fer í könnunarferðir út í eyjar. Otrar hafa fundist í allt að 2.500 metra hæð yfir sjó. Sennilega er oturinn að uppruna dagdýr og er það raunar enn á verndarsvæðum eða þar sem hann fær að vera í friði fyrir mannskepnunni. Víðast hvar er hann þó orðinn næturdýr vegna slæmrar reynslu af manninum. Oturinn er á ferli allan ársins hring og á veturna þegar vötn leggur gerir hann gat á ísinn til að komast niður í vatnið til veiða.

Á þurru landi er oturinn fremur klaufalegur og vaggandi til gangs og eru spor hans auðgreinanleg, kringlulaga og táfarið greinilega aðskilið frá ilþófanum. Ef sporin eru greinileg má oft sjá far eftir sundfitin. Líkt og mörg önnur marðardýr rís hann oft upp á afturlappirnar þráðbeinn til að skyggnast í kringum sig.

Í vatni er oturinn á heimavelli. Hann syndir með bolsveiflum og halaslettum og getur náð miklum hraða. Hann stýrir sér og snýr á allar hliðar bæði með fótum og hala og getur tekið krappar beygjur ef hann er að elta fisk. Oturinn er ágætis kafari, getur verið í 7-8 mínútur í kafi og farið niður á allt að 10 metra dýpi.



Oturinn helgar sér landsvæði meðfram árbökkum og er óðal hans þá mjótt og ílangt. Oft eru fleiri en ein læða innan óðals hvers steggs. Læðurnar gera sér bú í ár- eða vatnabökkum og ala þar upp ungana. Búin eru eins og stór klefi og liggja frá honum tveir gangar, annar sem opnast uppi á bakkanum og er nokkurs konar loftræsting og öryggisop og hinn sem opnast út í vatnið og er aðalinngangur í búið. Yfirleitt á oturinn sér nokkra felustaði á landareign sinni og nýtir sér oft greni eða holur eftir önnur dýr svo sem refi, greifingja eða kanínur. Læðurnar grafa þó búin sín sjálfar.

Oturinn lifir aðallega á kjöti og fiski en í neyð borðar hann afurðir úr jurtaríkinu. Í dýragörðum má þó auðveldlega venja hann á jurtafæði. Fiskur er langmikilvægasta fæða otursins. Annað hvort eltir hann fiskinn uppi eða liggur fyrir honum. Ein veiðiaðferðin felst í því að liggja á steini eða trjágrein fyrir ofan vatnsflötinn og stökkva á fiska þegar þeir synda fram hjá. Önnur sérstæð aðferð otursins við veiðar er að synda hægt fyrir aftan fiskinn sem tekur þá ekki eftir honum og húkka svo í hann. Smáa fiska étur oturinn á staðnum en stærri fiska fer hann með á bakkann og étur þá þar. Krabbadýr eru næst algengasta fæða otursins en þar á eftir koma ýmis froskdýr, lindýr, fuglar og egg.

Algengt er að fengitími otursins sé tvisvar á ári en gottími einu sinni. Fyrri fengitíminn er venjulega á tímabilinu desember-mars og sá seinni í júní-júlí. Eiginlegur meðgöngutími er um tveir mánuðir en tíminn sem líður frá frjóvgun til gots er breytilegur vegna seinkunar á fósturþroska en slíkt er algengt hjá marðardýrum. Það þýðir að frjóvgað egg getur legið lengi í líkama móðurinnar áður en frumuskipting hefst og fóstrið fer að vaxa.

Venjulega gýtur læðan 2-4 ungum. Við got eru þeir blindir, þaktir snöggu þelhári og um 350 grömm að þyngd. Læðan sér alfarið um að bera fæðu í þá, kenna þeim og vernda þá. Móðirin kennir ungunum veiðar með því að góma fisk, særa hann og láta ungana spreyta sig á að hremma hann aftur. Ungarnir halda til hjá móður sinni þar til þeir verða rúmlega 7 mánaða gamlir. Þá dreifa þeir sér um nágrennið og helga sér landsvæði.

Oturinn verður fullvaxinn um ársgamall en ekki kynþroska fyrr en um tveggja ára aldur. Fullvaxinn er skrokkur hans um 60-85 cm á lengd og skottið 35-55 cm. Hæð á herðakamb er um 30 cm og hann vegur á bilinu 6-15 kíló. Oturinn getur náð 15-18 ára aldri.

Heimildir og myndir:...