Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?

Vilhjálmur Árnason

Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:
Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?
Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshamingjulögmálið:
Veldu jafnan þá athöfn sem hefur í för með sér meiri hamingju eða dregur meir úr böli þeirra sem ákvörðunin varðar en aðrar athafnir sem þú átt kost á.
Ekki er þar með sagt að Mill ætli einstaklingum að hefja flókinn nytjareikning í hvert sinn sem þeir standa frammi fyrir siðferðilegri ákvörðun því að hann telur að viðteknar siðareglur séu almennt góður vegvísir í þessu tilliti. Það er einungis þegar réttmæti viðtekinna siðareglna er sjálft dregið í efa að skírskota þarf beint til frumreglunnar um afleiðingar fyrir almannaheill.


Samt sem áður telur Mill sjaldgæft að eiga þess kost að vera „velgjörðamaður almennings“ og flestar athafnir manns varði afmarkaðan hóp einstaklinga. Því sé nóg að huga að hag „þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli, nema að því leyti sem nauðsynlegt er að fullvissa sig um að með því að gera þeim gott séu þeir ekki að traðka á réttindum annarra, það er, virði ekki það sem þeir eiga réttmætt og óskorað tilkall til“.1


Mikilvægt er að taka fram að þau réttindi sem Mill nefnir hér eru sjálf réttlætt með vísan til frumreglu nytjastefnunnar: mönnum ber að virða réttindi einstaklinga vegna þess að það stuðlar að almannaheill. Mill fjallar ítarlega í Frelsinu um rökin fyrir helstu frelsisréttindum manna og telur þar heillavænlegast bæði fyrir almenna velferð og þroska einstaklinga að setja einstaklingsfrelsinu einungis þau mörk að það valdi ekki öðrum tjóni.


Immanuel Kant (1724–1804) hafnar því algjörlega að réttmæti athafna ráðist af afleiðingum þeirra við tilteknar aðstæður. Mikilvægasta spurningin sem menn eiga að spyrja sig þegar þeir eru í vafa um siðferðilega breytni er hvort þeir gætu viljað að lífsreglan sem þeir hyggjast breyta út frá yrði að almennu lögmáli. Þetta kemur því í sjálfu sér ekkert við hvort athöfnin komi sér vel fyrir þá sem hana varða í einstökum aðstæðum, því að sú hugsun freistar okkur jafnan til að gera hentugar undantekningar frá reglum sem við annars viljum að gildi almennt. Einmitt vegna þess að siðferðileg skynsemi býður manni að falla ekki í slíka freistni kennir Kant hana við skyldu.


Ég á ekki að gera það sem mig langar til, er þægilegast í stöðunni eða kemur sér best fyrir sem flesta, heldur það sem er rétt. Ég virði þá t.d. mannréttindi ekki vegna þess að þau stuðli að almennri velferð heldur vegna þess að ég vil að þau gildi sem almenn lögmál. Einungis þannig auðsýni ég fólki siðferðilega virðingu.


Spyrja má hvort skyldusiðfræði í anda Kants hljóti ekki að taka eitthvert mið af afleiðingum. Svarið við því er játandi, en afleiðingarnar eru annars eðlis en þær sem afleiðingasiðfræði á borð við nytjastefnu vísar til.


Kant spyr ekki að aðstæðubundnum leikslokum heldur um afdrif siðferðisins sem slíks ef svo má segja. Hann nefnir tvenns konar dæmi:
Annars vegar get ég ekki viljað að lífsreglan „ég gef loforð sem ég veit að ég get ekki staðið við“ verði að almennu lögmáli vegna þess að þá yrðu loforð merkingarlaus. Hins vegar get ég ekki viljað að lífsreglan „ég hjálpa ekki nauðstöddum“ verði að almennu lögmáli vegna þess að þá yrði mannlífið snauðara og ég fengi ekki sjálfur hjálp þegar ég þarfnaðist hennar.
Í báðum tilvikum græfi ég undan siðferðinu og sýndi fólki ekki þá virðingu sem því ber. Með því að gefa fölsk loforð nota ég annað fólk sem einber tæki í eigingjörnum tilgangi og með því að hafna öllum góðverkum vinn ég gegn því að fólk geti lifað með reisn.


Kant bendir okkur því á aðra aðferð en Mill gerir til að finna út hverjar skyldur okkar eru, þótt útkoman gæti oft orðið svipuð. Mill ætlar okkur að fylgja viðteknum skyldum og siðareglum svo lengi sem við teljum víst að þær stuðli að almennri velferð, en víkja frá þeim þegar þær gera það ekki. Kant ráðleggur okkur að ígrunda eigin hegðun og spyrja hvort þær lífsreglur sem hún felur í sér gætu sómt sér sem almenn lögmál og stuðli að mannvirðingu. Skyldurnar eru því afdráttarlausari hjá Kant og miða að því einu að breyta rétt, líkt og þegar við tölum um að menn breyti að samviskuástæðum eða af „prinsípástæðum“. Nytjastefna Mills á hinn bóginn hvetur okkur til að hugsa um það sem stuðlar að almannahag og „varanlegum hagsmunum mannsins á þroskabraut hans“.2


Aftanmálsgreinar:
 1. John Stuart Mill. Nytjastefnan. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1998. s. 124.
 2. John Stuart Mill. Frelsið. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1970. s. 47.

Ábendingar um lesefni:


 • John Stuart Mill, Nytjastefnan. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1998.
 • John Stuart Mill, Frelsið. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1970.
 • Immanuel Kant, Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 2003.
 • Vilhjálmur Árnason, Þættir úr sögu siðfræðinnar. Háskólaútgáfan 1990.
Hægt er að fræðast meira um Mill og Kant á Vísindavefnum í svörunum Hver var Immanuel Kant? eftir Ólaf Pál Jónsson og Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju? eftir Atla Harðarson.


Myndir:

Höfundur

Vilhjálmur Árnason

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

11.6.2004

Spyrjandi

Hlín Reykdal

Tilvísun

Vilhjálmur Árnason. „Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2004. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4344.

Vilhjálmur Árnason. (2004, 11. júní). Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4344

Vilhjálmur Árnason. „Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2004. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4344>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um samanburð á siðfræði Kants og Mills?
Hér er einnig svarað spurningu Hlínar Reykdal:

Hver er munurinn á skyldusiðfræði og afleiðingasiðfræði?
Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en megineinkenni hennar er að athafnir öðlast réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir almannaheill. Þetta hefur verið kallað hámarkshamingjulögmálið:
Veldu jafnan þá athöfn sem hefur í för með sér meiri hamingju eða dregur meir úr böli þeirra sem ákvörðunin varðar en aðrar athafnir sem þú átt kost á.
Ekki er þar með sagt að Mill ætli einstaklingum að hefja flókinn nytjareikning í hvert sinn sem þeir standa frammi fyrir siðferðilegri ákvörðun því að hann telur að viðteknar siðareglur séu almennt góður vegvísir í þessu tilliti. Það er einungis þegar réttmæti viðtekinna siðareglna er sjálft dregið í efa að skírskota þarf beint til frumreglunnar um afleiðingar fyrir almannaheill.


Samt sem áður telur Mill sjaldgæft að eiga þess kost að vera „velgjörðamaður almennings“ og flestar athafnir manns varði afmarkaðan hóp einstaklinga. Því sé nóg að huga að hag „þeirra einstaklinga sem hlut eiga að máli, nema að því leyti sem nauðsynlegt er að fullvissa sig um að með því að gera þeim gott séu þeir ekki að traðka á réttindum annarra, það er, virði ekki það sem þeir eiga réttmætt og óskorað tilkall til“.1


Mikilvægt er að taka fram að þau réttindi sem Mill nefnir hér eru sjálf réttlætt með vísan til frumreglu nytjastefnunnar: mönnum ber að virða réttindi einstaklinga vegna þess að það stuðlar að almannaheill. Mill fjallar ítarlega í Frelsinu um rökin fyrir helstu frelsisréttindum manna og telur þar heillavænlegast bæði fyrir almenna velferð og þroska einstaklinga að setja einstaklingsfrelsinu einungis þau mörk að það valdi ekki öðrum tjóni.


Immanuel Kant (1724–1804) hafnar því algjörlega að réttmæti athafna ráðist af afleiðingum þeirra við tilteknar aðstæður. Mikilvægasta spurningin sem menn eiga að spyrja sig þegar þeir eru í vafa um siðferðilega breytni er hvort þeir gætu viljað að lífsreglan sem þeir hyggjast breyta út frá yrði að almennu lögmáli. Þetta kemur því í sjálfu sér ekkert við hvort athöfnin komi sér vel fyrir þá sem hana varða í einstökum aðstæðum, því að sú hugsun freistar okkur jafnan til að gera hentugar undantekningar frá reglum sem við annars viljum að gildi almennt. Einmitt vegna þess að siðferðileg skynsemi býður manni að falla ekki í slíka freistni kennir Kant hana við skyldu.


Ég á ekki að gera það sem mig langar til, er þægilegast í stöðunni eða kemur sér best fyrir sem flesta, heldur það sem er rétt. Ég virði þá t.d. mannréttindi ekki vegna þess að þau stuðli að almennri velferð heldur vegna þess að ég vil að þau gildi sem almenn lögmál. Einungis þannig auðsýni ég fólki siðferðilega virðingu.


Spyrja má hvort skyldusiðfræði í anda Kants hljóti ekki að taka eitthvert mið af afleiðingum. Svarið við því er játandi, en afleiðingarnar eru annars eðlis en þær sem afleiðingasiðfræði á borð við nytjastefnu vísar til.


Kant spyr ekki að aðstæðubundnum leikslokum heldur um afdrif siðferðisins sem slíks ef svo má segja. Hann nefnir tvenns konar dæmi:
Annars vegar get ég ekki viljað að lífsreglan „ég gef loforð sem ég veit að ég get ekki staðið við“ verði að almennu lögmáli vegna þess að þá yrðu loforð merkingarlaus. Hins vegar get ég ekki viljað að lífsreglan „ég hjálpa ekki nauðstöddum“ verði að almennu lögmáli vegna þess að þá yrði mannlífið snauðara og ég fengi ekki sjálfur hjálp þegar ég þarfnaðist hennar.
Í báðum tilvikum græfi ég undan siðferðinu og sýndi fólki ekki þá virðingu sem því ber. Með því að gefa fölsk loforð nota ég annað fólk sem einber tæki í eigingjörnum tilgangi og með því að hafna öllum góðverkum vinn ég gegn því að fólk geti lifað með reisn.


Kant bendir okkur því á aðra aðferð en Mill gerir til að finna út hverjar skyldur okkar eru, þótt útkoman gæti oft orðið svipuð. Mill ætlar okkur að fylgja viðteknum skyldum og siðareglum svo lengi sem við teljum víst að þær stuðli að almennri velferð, en víkja frá þeim þegar þær gera það ekki. Kant ráðleggur okkur að ígrunda eigin hegðun og spyrja hvort þær lífsreglur sem hún felur í sér gætu sómt sér sem almenn lögmál og stuðli að mannvirðingu. Skyldurnar eru því afdráttarlausari hjá Kant og miða að því einu að breyta rétt, líkt og þegar við tölum um að menn breyti að samviskuástæðum eða af „prinsípástæðum“. Nytjastefna Mills á hinn bóginn hvetur okkur til að hugsa um það sem stuðlar að almannahag og „varanlegum hagsmunum mannsins á þroskabraut hans“.2


Aftanmálsgreinar:
 1. John Stuart Mill. Nytjastefnan. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1998. s. 124.
 2. John Stuart Mill. Frelsið. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1970. s. 47.

Ábendingar um lesefni:


 • John Stuart Mill, Nytjastefnan. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1998.
 • John Stuart Mill, Frelsið. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 1970.
 • Immanuel Kant, Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni. Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags 2003.
 • Vilhjálmur Árnason, Þættir úr sögu siðfræðinnar. Háskólaútgáfan 1990.
Hægt er að fræðast meira um Mill og Kant á Vísindavefnum í svörunum Hver var Immanuel Kant? eftir Ólaf Pál Jónsson og Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju? eftir Atla Harðarson.


Myndir:...