Sólin Sólin Rís 10:56 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:27 • Síðdegis: 13:02 í Reykjavík

Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu?

HG

Fjallað hefur verið um mögulegar talnaraðir í íslenska Lottóinu hér á vefnum og kemur þar fram að fjöldi mögulegra útkoma er 501.942. Til að vera viss um að vinna í Lottóinu þarf því að kaupa 501.942 raðir. Hver röð kostar 75 krónur og kosta raðirnar samtals þá rúmar 37,6 milljónir króna.

Einfaldur fyrsti vinningur er yfirleitt aðeins brot af þessari upphæð og þó hann hafi verið fimmfaldur nýlega þá var hann aðeins 25 milljónir. 45% af heildarsölunni fara í vinninga. 56% af þeirri upphæð skiptist svo jafnt á milli þeirra sem hafa allar fimm tölur réttar. Ef þú ert eini vinningshafinn færðu tæpar 9,5 milljónir til baka af verðinu sem þú greiddir fyrir miðann. Ef vinningshafarnir eru fleiri færðu enn minna. Því eru nánast engar líkur á að gróði fáist með því að kaupa þessar 500 þúsund raðir og leyfa aðstandendur Lottósins mönnum að kaupa eins margar raðir og þeir hafa efni á.

Upphaflega hljómaði spurningin þannig:

Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í Lottói þannig að öruggt sé að fá 5 rétta? Er gróði af því? Myndi söluaðili leyfa mér að kaupa svo mikið?

Höfundur

Útgáfudagur

21.6.2004

Spyrjandi

Gunnar Bergmann

Tilvísun

HG. „Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2004. Sótt 5. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=4362.

HG. (2004, 21. júní). Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4362

HG. „Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2004. Vefsíða. 5. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4362>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í íslenska Lottóinu?
Fjallað hefur verið um mögulegar talnaraðir í íslenska Lottóinu hér á vefnum og kemur þar fram að fjöldi mögulegra útkoma er 501.942. Til að vera viss um að vinna í Lottóinu þarf því að kaupa 501.942 raðir. Hver röð kostar 75 krónur og kosta raðirnar samtals þá rúmar 37,6 milljónir króna.

Einfaldur fyrsti vinningur er yfirleitt aðeins brot af þessari upphæð og þó hann hafi verið fimmfaldur nýlega þá var hann aðeins 25 milljónir. 45% af heildarsölunni fara í vinninga. 56% af þeirri upphæð skiptist svo jafnt á milli þeirra sem hafa allar fimm tölur réttar. Ef þú ert eini vinningshafinn færðu tæpar 9,5 milljónir til baka af verðinu sem þú greiddir fyrir miðann. Ef vinningshafarnir eru fleiri færðu enn minna. Því eru nánast engar líkur á að gróði fáist með því að kaupa þessar 500 þúsund raðir og leyfa aðstandendur Lottósins mönnum að kaupa eins margar raðir og þeir hafa efni á.

Upphaflega hljómaði spurningin þannig:

Hvað kostar að kaupa allar mögulegar raðir í Lottói þannig að öruggt sé að fá 5 rétta? Er gróði af því? Myndi söluaðili leyfa mér að kaupa svo mikið?
...