Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?

Björn Sigurður Gunnarsson

Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína.

Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en hún veldur ákveðnum beygjum í prótínkeðjunni sem gera að verkum að kasein eru illleysanleg í vatni. Enda falla kasein út við pH 4,6, og er sá eiginleiki nýttur við framleiðslu osta.

Mysuprótín eru hins vegar mun vatnsleysanlegri og haldast í lausn (það er í mysunni) þegar kaseinin falla út. Helstu mysuprótínin eru beta-laktóglóbúlín og alfa-laktalbúmín. Alfa-laktalbúmín inniheldur mikið af amínósýrunni tryptófan, sem er forveri B-vítamínsins níasíns, og er þannig ágætis uppspretta þess vítamíns.

Mjólkurprótín eru talin af mjög góðum prótíngæðum, það er þau gefa allar lífsnauðsynlegar amínósýrur í hæfilegum hlutföllum. Vegna þessa eru mjólkurprótín oft notuð til viðmiðunar (e. standard reference) til að meta gæði annarra prótína úr fæðunni. Aðeins þær amínósýrur sem innihalda brennistein (cystein og meþíónín) eru í örlítið minna magni en best verður á kosið, miðað við þörf fullorðinna fyrir lífsnauðsynlegar amínósýrur. En á móti kemur að mjólkurprótín eru rík af amínósýrunni lýsíni, en mörg prótín úr plönturíkinu innihalda lýsín í takmörkuðu magni og því má segja að mjólkurprótín bæti plöntuprótín upp að þessu leyti.

Ýmis hagstæð áhrif eru eignuð mjólkurprótínum, til dæmis hafa rannsóknir sýnt að þau geta verndað gegn krabbameini, en þó ber að hafa í huga að það eru einkum rannsóknir á tilraunastofum og með tilraunadýrum sem hafa sýnt þessi áhrif. Einkum eru krabbameinsverndandi áhrif talin koma frá mysuprótínum, hugsanlega vegna mögulegra ónæmishvetjandi áhrifa þeirra. Mysuprótín eru einnig talin auka styrk beina í tilraunadýrum.

Mjólkurprótín og önnur prótín geta brotnað niður í prótíneiningar, svokölluð lífvirk peptíð (e. bioactive peptides), bæði við meðhöndlun eins og sýringu og niðurbrot í meltingarvegi. Þessi lífvirku peptíð geta haft margs konar áhrif í líkamanum, til dæmis á blóðþrýsting og ýmislegt fleira. Ekki er nema rétt um áratugur síðan áhugi manna beindist að ráði að lífvirkum peptíðum og hafa rannsóknir á þeim og áhrifum þeirra aukist mjög á undanförnum árum.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

23.6.2004

Spyrjandi

Bergur Þ. Gunnþórsson

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2004, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4365.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2004, 23. júní). Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4365

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2004. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4365>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á mjólkurprótíni og mysuprótíni?
Prótín í mjólk eru af ýmsum gerðum, en að mestu samanstanda þau af kaseinum (ostaprótínum) eða um 80%, og mysuprótínum, tæplega 20%. Því má segja að mysuprótín teljist til mjólkurprótína.

Kaseinum má skipta í fjóra flokka, alfa-, beta-, gamma- og kappa-kasein. Í kaseinum er amínósýran prólín í miklu magni, en hún veldur ákveðnum beygjum í prótínkeðjunni sem gera að verkum að kasein eru illleysanleg í vatni. Enda falla kasein út við pH 4,6, og er sá eiginleiki nýttur við framleiðslu osta.

Mysuprótín eru hins vegar mun vatnsleysanlegri og haldast í lausn (það er í mysunni) þegar kaseinin falla út. Helstu mysuprótínin eru beta-laktóglóbúlín og alfa-laktalbúmín. Alfa-laktalbúmín inniheldur mikið af amínósýrunni tryptófan, sem er forveri B-vítamínsins níasíns, og er þannig ágætis uppspretta þess vítamíns.

Mjólkurprótín eru talin af mjög góðum prótíngæðum, það er þau gefa allar lífsnauðsynlegar amínósýrur í hæfilegum hlutföllum. Vegna þessa eru mjólkurprótín oft notuð til viðmiðunar (e. standard reference) til að meta gæði annarra prótína úr fæðunni. Aðeins þær amínósýrur sem innihalda brennistein (cystein og meþíónín) eru í örlítið minna magni en best verður á kosið, miðað við þörf fullorðinna fyrir lífsnauðsynlegar amínósýrur. En á móti kemur að mjólkurprótín eru rík af amínósýrunni lýsíni, en mörg prótín úr plönturíkinu innihalda lýsín í takmörkuðu magni og því má segja að mjólkurprótín bæti plöntuprótín upp að þessu leyti.

Ýmis hagstæð áhrif eru eignuð mjólkurprótínum, til dæmis hafa rannsóknir sýnt að þau geta verndað gegn krabbameini, en þó ber að hafa í huga að það eru einkum rannsóknir á tilraunastofum og með tilraunadýrum sem hafa sýnt þessi áhrif. Einkum eru krabbameinsverndandi áhrif talin koma frá mysuprótínum, hugsanlega vegna mögulegra ónæmishvetjandi áhrifa þeirra. Mysuprótín eru einnig talin auka styrk beina í tilraunadýrum.

Mjólkurprótín og önnur prótín geta brotnað niður í prótíneiningar, svokölluð lífvirk peptíð (e. bioactive peptides), bæði við meðhöndlun eins og sýringu og niðurbrot í meltingarvegi. Þessi lífvirku peptíð geta haft margs konar áhrif í líkamanum, til dæmis á blóðþrýsting og ýmislegt fleira. Ekki er nema rétt um áratugur síðan áhugi manna beindist að ráði að lífvirkum peptíðum og hafa rannsóknir á þeim og áhrifum þeirra aukist mjög á undanförnum árum....