Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?

Jón Már Halldórsson

Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár.

Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þéttbýli. Íslendingar kalla hana hunangsflugu eða randaflugu.Móhumla er hin gamla íslenska hunangsfluga

Móhumludrottningarnar vakna úr vetrardvalanum í seinni hluta maímánaðar. Fyrstu vikurnar gerir drottningin ekkert annað en að safna orku eftir langvarandi dvalann, aðallega á reklum víðitegunda (frjókornum og hunangi). Hún sækir einnig í ýmsan annan gróður svo sem bláberjalyng, blóðberg og hvítsmára.

Samhliða orkusöfnuninni leitar drottningin að holu til að gera sér bú yfir sumarið. Bú eru algeng í holum undir stórum steinum, inni í hlöðnum steini eða jafnvel í gömlum músaholum. Þegar drottningin hefur fundið heppilegan stað hefst hún handa við að flytja mosa og sinu í holuna og gera hreiður.

Næst ber hún hunang og frjókorn í búið og býr til flata köku sem aðallega er gerð úr frjókornum. Í kökuna gerir hún hólf úr vaxi, en vax framleiða hunangsflugur úr kirtlum í afturbolnum. Í hólfið verpir drottningin 10-12 eggjum. Við hliðina á klakhólfinu gerir hún svo annað hólf sem hún fyllir með hunangi. Hún lokar klakhólfinu með vaxi og situr á því meðan eggin eru að klekjast út til að halda á þeim hita. Útungunin tekur um viku og á meðan lifir drottningin á hunanginu úr hinu hólfinu.

Eftir að lirfurnar klekjast út lifa þær á frjókornakökunni. Drottningin slakar ekkert á eftir klak fyrstu eggjanna því hún dregur jafnharðan björg í bú til að bæta við frjókornakökuna og byggir ný klakhólf og verpir.

Hjá móhumlunni líður yfirleitt mánuður frá því að klak verður þar til að fyrstu púpurnar opnast og út koma fullþroskuð kvendýr. Þessi tími er þó breytilegur milli tegunda hunangsflugna. Kvenflugurnar sem vaxa úr grasi nefnast þernur. Þær sinna forðasöfnun og sjá um ungviðið.

Svona gengur þetta frameftir sumri, eða þangað til fjöldi þerna er orðinn nægilegur. Þá verpir drottningin eggjum sem síðar verða að karldýrum og drottningum. Eina hlutverk karldýranna er að frjóvga egg drottninganna. Drottningarnar geyma sæðið fram á næsta vor því þó að dýrin makist um haustið á frjóvgunin sér ekki stað fyrr en vorið eftir. Karldýrin og þernurnar drepast um haustið og búið leysist upp en verðandi drottningarnar gera sér holu í jörðinni og leggjast með sæðisskammta sína í dvala yfir veturinn. Næsta vor stofna þær bú líkt og móðir þeirra gerði vorið áður.Húshumla er nýlegur landnemi á Íslandi

Á seinni hluta tuttugustu aldar námu hér land tvær aðrar tegundir hunangsflugna. Húshumla (Bombus lucorum) fannst hér fyrst árið 1979, nánar tiltekið í Heiðmörk, og hefur nú náð mikilli útbreiðslu. Lífsferill hennar er mjög líkur lífsferli móhumlu.

Garðhumla (Bombus hortorum) fannst fyrst hér á landi 1959. Henni farnaðist vel, sérstaklega á suðvesturlandi, en hefur orðið mun sjaldgæfari sjón undanfarin ár. Líffræðingar telja að hún sé að láta undan í samkeppninni við húshumluna.

Heimild:

  • Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson og Erling Ólafsson. Dulin veröld: Smádýr á Íslandi. Reykjavík, Mál og mynd 2002.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.6.2004

Spyrjandi

Helga Magnúsdóttir, f. 1987
Egill Sigþórsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2004. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4369.

Jón Már Halldórsson. (2004, 23. júní). Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4369

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2004. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4369>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um hunangsflugur?
Hunangsflugur eru af ætt býflugna en ólíkt býflugum gera þær sér ekki varanlegt bú. Lengi vel var aðeins ein tegund af ættinni hér á landi en nú eru þær þrjár.

Gamla íslenska hunangsflugan heitir móhumla (Bombus jonellus). Hún er nokkuð algeng á láglendi um allt land en er mest í dreifbýli og finnst sjaldan í þéttbýli. Íslendingar kalla hana hunangsflugu eða randaflugu.Móhumla er hin gamla íslenska hunangsfluga

Móhumludrottningarnar vakna úr vetrardvalanum í seinni hluta maímánaðar. Fyrstu vikurnar gerir drottningin ekkert annað en að safna orku eftir langvarandi dvalann, aðallega á reklum víðitegunda (frjókornum og hunangi). Hún sækir einnig í ýmsan annan gróður svo sem bláberjalyng, blóðberg og hvítsmára.

Samhliða orkusöfnuninni leitar drottningin að holu til að gera sér bú yfir sumarið. Bú eru algeng í holum undir stórum steinum, inni í hlöðnum steini eða jafnvel í gömlum músaholum. Þegar drottningin hefur fundið heppilegan stað hefst hún handa við að flytja mosa og sinu í holuna og gera hreiður.

Næst ber hún hunang og frjókorn í búið og býr til flata köku sem aðallega er gerð úr frjókornum. Í kökuna gerir hún hólf úr vaxi, en vax framleiða hunangsflugur úr kirtlum í afturbolnum. Í hólfið verpir drottningin 10-12 eggjum. Við hliðina á klakhólfinu gerir hún svo annað hólf sem hún fyllir með hunangi. Hún lokar klakhólfinu með vaxi og situr á því meðan eggin eru að klekjast út til að halda á þeim hita. Útungunin tekur um viku og á meðan lifir drottningin á hunanginu úr hinu hólfinu.

Eftir að lirfurnar klekjast út lifa þær á frjókornakökunni. Drottningin slakar ekkert á eftir klak fyrstu eggjanna því hún dregur jafnharðan björg í bú til að bæta við frjókornakökuna og byggir ný klakhólf og verpir.

Hjá móhumlunni líður yfirleitt mánuður frá því að klak verður þar til að fyrstu púpurnar opnast og út koma fullþroskuð kvendýr. Þessi tími er þó breytilegur milli tegunda hunangsflugna. Kvenflugurnar sem vaxa úr grasi nefnast þernur. Þær sinna forðasöfnun og sjá um ungviðið.

Svona gengur þetta frameftir sumri, eða þangað til fjöldi þerna er orðinn nægilegur. Þá verpir drottningin eggjum sem síðar verða að karldýrum og drottningum. Eina hlutverk karldýranna er að frjóvga egg drottninganna. Drottningarnar geyma sæðið fram á næsta vor því þó að dýrin makist um haustið á frjóvgunin sér ekki stað fyrr en vorið eftir. Karldýrin og þernurnar drepast um haustið og búið leysist upp en verðandi drottningarnar gera sér holu í jörðinni og leggjast með sæðisskammta sína í dvala yfir veturinn. Næsta vor stofna þær bú líkt og móðir þeirra gerði vorið áður.Húshumla er nýlegur landnemi á Íslandi

Á seinni hluta tuttugustu aldar námu hér land tvær aðrar tegundir hunangsflugna. Húshumla (Bombus lucorum) fannst hér fyrst árið 1979, nánar tiltekið í Heiðmörk, og hefur nú náð mikilli útbreiðslu. Lífsferill hennar er mjög líkur lífsferli móhumlu.

Garðhumla (Bombus hortorum) fannst fyrst hér á landi 1959. Henni farnaðist vel, sérstaklega á suðvesturlandi, en hefur orðið mun sjaldgæfari sjón undanfarin ár. Líffræðingar telja að hún sé að láta undan í samkeppninni við húshumluna.

Heimild:

  • Guðmundur Halldórsson, Oddur Sigurðsson og Erling Ólafsson. Dulin veröld: Smádýr á Íslandi. Reykjavík, Mál og mynd 2002.

Myndir:

...