Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?

Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér.


Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e-n, ganga á bug við e-n 'forðast að mæta e-m' eða vinda bráðan bug að e-u 'flýta sér að gera e-ð'.


Bugur getur merkt 'beygja, hlykkur og vik inn í e-ð; bógur (í sjómannamáli)'. Jón G. Friðjónsson, sem tók saman bók um orðasambönd, (Mergur málsins 1993:88) getur sér þess til að bugur merki upphaflega 'sveigja (á herfylkingu)' en fái síðar merkinguna 'sveigur, beygja'.


Merking orðasambandsins að vísa einhverju á bug væri þá bókstaflega að 'vísa e-u fram hjá í sveig' og kemur það vel heim við merkingu hinna orðasambandanna.

Útgáfudagur

24.6.2004

Spyrjandi

Kolbrún Þóra Eiríksdóttir, f. 1988

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2004. Sótt 8. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4371.

Guðrún Kvaran. (2004, 24. júní). Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4371

Guðrún Kvaran. „Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2004. Vefsíða. 8. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4371>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

1957

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.