Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Hver er meðgöngutími steypireyða?

Jón Már Halldórsson

Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft.
Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur nýfæddra steypireyðarkálfa er gríðarlega hraður og þyngjast þeir um 90 kíló á sólarhring. Til þess að vaxa svo hratt þurfa þeir að drekka um 300 lítra af mjólk. Kálfar eru á spena í 6 til 8 mánuði og þegar þeim aldri er náð eru þeir um 16 metra langir.

Rannsóknir hafa sýnt að 2-3 ár líða á milli burðar hjá hverri kú að meðaltali og eru vísbendingar um að þessi tími hafi styst eftir að tegundin var ofveidd á síðustu öld.

Skoðið einnig önnur svör um steypireyði á Vísindavefnum:

Mynd: Oregon State University - Marine Mammal Program

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.6.2004

Spyrjandi

Hildur Lovísa Rúnarsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er meðgöngutími steypireyða?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2004. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4375.

Jón Már Halldórsson. (2004, 25. júní). Hver er meðgöngutími steypireyða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4375

Jón Már Halldórsson. „Hver er meðgöngutími steypireyða?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2004. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4375>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er meðgöngutími steypireyða?
Meðgöngutími steypireyða (Balaenoptera musculus) eru rúmir 11 mánuðir sem er óvenjulega stuttur tími hjá svo stórum dýrum. Steypireyðarkýrin ber langoftast einum kálfi. Menn hafa þó séð kú með tvo kálfa en slíkt er mjög sjaldgæft.
Við fæðingu eru kálfarnir um 7-8 metrar á lengd og um 2 tonn að þyngd. Vöxtur nýfæddra steypireyðarkálfa er gríðarlega hraður og þyngjast þeir um 90 kíló á sólarhring. Til þess að vaxa svo hratt þurfa þeir að drekka um 300 lítra af mjólk. Kálfar eru á spena í 6 til 8 mánuði og þegar þeim aldri er náð eru þeir um 16 metra langir.

Rannsóknir hafa sýnt að 2-3 ár líða á milli burðar hjá hverri kú að meðaltali og eru vísbendingar um að þessi tími hafi styst eftir að tegundin var ofveidd á síðustu öld.

Skoðið einnig önnur svör um steypireyði á Vísindavefnum:

Mynd: Oregon State University - Marine Mammal Program

...