Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons.

Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, sumir telja að hún hafi verið nefnd eftir Delfusi syni Apollons en aðrir halda að nafnið sé dregið af gríska orðinu adelphoi sem merkir bræður og á að vísa til þess að bræðurnir Apollon og Bakkus voru tilbeðnir í borginni.Rústir Apollonshofsins í Delfí.

Í hofi Apollons í Delfí var kunnasta véfrétt fornaldar. Gríski ferðalangurinn Pásanías sem uppi var á 2. öld e.Kr. segir að fyrsta hofið hafi verið reist úr lárviðargreinum, annað úr býflugnavaxi, hið þriðja úr látúni og hið fjórða var steinhof sem eyðilagðist í eldi árið 548 f.Kr. Þá tók efnuð fjölskylda frá Aþenu, Amfiktýonsbandalagið, við stjórn Apollonshofsins í Delfí og útvegaði fé til að reisa nýtt hof.

Forngrikkir töldu að kynngi véfréttarinnar í Delfí stafaði af því að hún var í miðju veraldarinnar. Samkvæmt fornum sögnum hafði Seifur sleppt erni í austurhimni og öðrum í vesturhimni. Ernirnir flugu hvor á móti öðrum þangað til þeir mættust í Delfí, á stað sem var nefndur omphalos en það þýðir nafli. Þar var steinn, lagaður eins og hálft egg og fyrir framan hellismunna stór gullinn þríforkur. Út úr hellinum stigu spágufur sem fylltu hofgyðju Apollons, Pýþíu að nafni, skyggnigáfu. Þegar andinn kom yfir hana fór hún með goðsvarið sem yfirleitt var á bundu máli.

Fjögur goðsvör Pýþíu sem öll er að finna í verki gríska sagnaritarans Heródótosar frá Halikarnassos (um 484-425 f.Kr.) eru alkunn. Þau eru:
  • til Aþenubúa fyrir innrás Xerxesar (vii. 140)
  • til Krösosar (i. 47)
  • til Lýkurgosar (i. 65)
  • til Glákosar Spartverja (vi. 86)
Véfréttin í Delfí var í meiri metum en aðrar. Heródótos segir frá því að Krösos Lýdíukonungur hafi sent sendiboða sína víða um heim til að leita ráða hjá véfréttum. Þannig vildi hann reyna hvort þær réðu í raun yfir sannri þekkingu. Þegar sendiboðarnir komu til baka féllu Krösosi allir spádómarnir illa nema sá sem kom frá Delfí. Hann hófst á þessum orðum:
Ég þekki tölu sandkorna í veröldinni og veit hversu margir dropar vatns eru í hafinu. Ég skil hinn mállausa mann og heyri rödd þess sem ekkert segir.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.7.2004

Spyrjandi

Tinna Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2004. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4390.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 6. júlí). Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4390

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2004. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4390>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var véfréttin í Delfí og hvaða hlutverki gegndi hún?
Véfréttin í Delfí var staður þar sem Forngrikkir gátu fengið goðsvar frá hofgyðju Apollons.

Delfí var forngrísk borg í suðurhlíðum Parnassosfjalls í Fókishéraði. Eldra nafn borgarinnar var Pýþó, dregið af nafni Pýþonsslöngu sem Apollon átti að hafa drepið. Ekki er ljóst af hverju borgin var síðan nefnd Delfí, sumir telja að hún hafi verið nefnd eftir Delfusi syni Apollons en aðrir halda að nafnið sé dregið af gríska orðinu adelphoi sem merkir bræður og á að vísa til þess að bræðurnir Apollon og Bakkus voru tilbeðnir í borginni.Rústir Apollonshofsins í Delfí.

Í hofi Apollons í Delfí var kunnasta véfrétt fornaldar. Gríski ferðalangurinn Pásanías sem uppi var á 2. öld e.Kr. segir að fyrsta hofið hafi verið reist úr lárviðargreinum, annað úr býflugnavaxi, hið þriðja úr látúni og hið fjórða var steinhof sem eyðilagðist í eldi árið 548 f.Kr. Þá tók efnuð fjölskylda frá Aþenu, Amfiktýonsbandalagið, við stjórn Apollonshofsins í Delfí og útvegaði fé til að reisa nýtt hof.

Forngrikkir töldu að kynngi véfréttarinnar í Delfí stafaði af því að hún var í miðju veraldarinnar. Samkvæmt fornum sögnum hafði Seifur sleppt erni í austurhimni og öðrum í vesturhimni. Ernirnir flugu hvor á móti öðrum þangað til þeir mættust í Delfí, á stað sem var nefndur omphalos en það þýðir nafli. Þar var steinn, lagaður eins og hálft egg og fyrir framan hellismunna stór gullinn þríforkur. Út úr hellinum stigu spágufur sem fylltu hofgyðju Apollons, Pýþíu að nafni, skyggnigáfu. Þegar andinn kom yfir hana fór hún með goðsvarið sem yfirleitt var á bundu máli.

Fjögur goðsvör Pýþíu sem öll er að finna í verki gríska sagnaritarans Heródótosar frá Halikarnassos (um 484-425 f.Kr.) eru alkunn. Þau eru:
  • til Aþenubúa fyrir innrás Xerxesar (vii. 140)
  • til Krösosar (i. 47)
  • til Lýkurgosar (i. 65)
  • til Glákosar Spartverja (vi. 86)
Véfréttin í Delfí var í meiri metum en aðrar. Heródótos segir frá því að Krösos Lýdíukonungur hafi sent sendiboða sína víða um heim til að leita ráða hjá véfréttum. Þannig vildi hann reyna hvort þær réðu í raun yfir sannri þekkingu. Þegar sendiboðarnir komu til baka féllu Krösosi allir spádómarnir illa nema sá sem kom frá Delfí. Hann hófst á þessum orðum:
Ég þekki tölu sandkorna í veröldinni og veit hversu margir dropar vatns eru í hafinu. Ég skil hinn mállausa mann og heyri rödd þess sem ekkert segir.

Heimild og mynd:...