Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna eru Heiður og Dagmar kvenmannsnöfn en Eiður og Ingimar karlmannsnöfn?

Guðrún Kvaran

Kvenmannsnafnið Heiður þekkist frá fornu fari. Það kemur fram sem heiti á völvum, meðal annars í Völuspá:

Heiði hana hétu,

hvars til húsa kom, (hvars = hvar sem)

völu velspáa ...

Eiginnafnið beygðist og beygist enn samkvæmt sterkri beygingu nafnorða:

Nf. Heiður

Þf. Heiði

Þgf. Heiði

Ef. Heiðar

Merking nafnsins er ekki fullljós. Annars vegar getur nafnorðið heiður 'heiði' legið að baki sem þá vísaði til þess að völvur spáðu oft á bersvæði. Heiður er forn ijô-stofn sem flust hefur yfir í veika beygingu (heiði) fyrir áhrif frá aukaföllunum:

Nf. heiði

Þf. heiði

Þgf. heiði

Ef. heiðar

Hins vegar hefur nafnið verið tengt nafnorðinu heiður 'sæmd, tign' og lýsingarorðinu heiður 'bjartur, skær'.

Karlmannanafnið Eiður er einnig þekkt frá fornu fari. Það kemur fyrir í Íslendinga sögum og Landnámu og beygist samkvæmt sterkri beygingu:

Nf. Eiður

Þf. Eið

Þgf. Eiði

Ef. Eiðs

Uppruni er ekki ljós en flestir telja það sama orðið og eiður 'svardagi' sem beygist á sama hátt. Aðrir telja það komið úr írsku Aedh en þá ætti það að hafa lagað sig eftir 'eiður'.

Kvenmannsnafnið Dagmar virðist fyrst notað hér á landi í lok 19. aldar. Það er komið hingað til lands úr dönsku en til Danmerkur barst nafnið frá Bæheimi er kona Valdimars sigursæla, Dragomir, fluttist til Danmerkur árið 1205. Slavneska nafnið er sett saman úr dragi 'kær, elskaður' og mir 'friður'. Það var síðan „lagað til“ í Danmörku eftir orðunum dagur og mær, sem í forndönsku var mâr. Í íslenskum heimildum varð nafnið Dagmær og enn síðar Dagmey (sem upphaflega var þolfall af Dagmær). Dagmar beygist sem hér segir:
Nf. Dagmar

Þf. Dagmar

Þgf. Dagmar

Ef. Dagmarar
Karlmannsnafnið Ingimar er sjálfsagt fengið að láni frá Norðurlöndum en þar eru til myndirnar Ingmar, Ingemar, Ingemer. Það er sett saman úr Ingi 'konungur' og mar 'frægur'.

Það beygist:
Nf. Ingimar

Þf. Ingimar

Þgf. Ingimari

Ef. Ingimars
Heiður er því kvenmannsnafn og beygist samkvæmt því eins og til dæmis brúður (brúði, brúði, brúðar), og Eiður karlmannsnafn sem beygist eins og til dæmis nafnorðin eiður og hestur. Síðari liðurinn -mar í nafninu Dagmar er ekki hinn sami og í Ingimar. Dagmar beygist sem kvenkynsorð en Ingimar sem karlkynsorð.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.7.2004

Spyrjandi

Þóra Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru Heiður og Dagmar kvenmannsnöfn en Eiður og Ingimar karlmannsnöfn? “ Vísindavefurinn, 6. júlí 2004. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4391.

Guðrún Kvaran. (2004, 6. júlí). Hvers vegna eru Heiður og Dagmar kvenmannsnöfn en Eiður og Ingimar karlmannsnöfn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4391

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna eru Heiður og Dagmar kvenmannsnöfn en Eiður og Ingimar karlmannsnöfn? “ Vísindavefurinn. 6. júl. 2004. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4391>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru Heiður og Dagmar kvenmannsnöfn en Eiður og Ingimar karlmannsnöfn?
Kvenmannsnafnið Heiður þekkist frá fornu fari. Það kemur fram sem heiti á völvum, meðal annars í Völuspá:

Heiði hana hétu,

hvars til húsa kom, (hvars = hvar sem)

völu velspáa ...

Eiginnafnið beygðist og beygist enn samkvæmt sterkri beygingu nafnorða:

Nf. Heiður

Þf. Heiði

Þgf. Heiði

Ef. Heiðar

Merking nafnsins er ekki fullljós. Annars vegar getur nafnorðið heiður 'heiði' legið að baki sem þá vísaði til þess að völvur spáðu oft á bersvæði. Heiður er forn ijô-stofn sem flust hefur yfir í veika beygingu (heiði) fyrir áhrif frá aukaföllunum:

Nf. heiði

Þf. heiði

Þgf. heiði

Ef. heiðar

Hins vegar hefur nafnið verið tengt nafnorðinu heiður 'sæmd, tign' og lýsingarorðinu heiður 'bjartur, skær'.

Karlmannanafnið Eiður er einnig þekkt frá fornu fari. Það kemur fyrir í Íslendinga sögum og Landnámu og beygist samkvæmt sterkri beygingu:

Nf. Eiður

Þf. Eið

Þgf. Eiði

Ef. Eiðs

Uppruni er ekki ljós en flestir telja það sama orðið og eiður 'svardagi' sem beygist á sama hátt. Aðrir telja það komið úr írsku Aedh en þá ætti það að hafa lagað sig eftir 'eiður'.

Kvenmannsnafnið Dagmar virðist fyrst notað hér á landi í lok 19. aldar. Það er komið hingað til lands úr dönsku en til Danmerkur barst nafnið frá Bæheimi er kona Valdimars sigursæla, Dragomir, fluttist til Danmerkur árið 1205. Slavneska nafnið er sett saman úr dragi 'kær, elskaður' og mir 'friður'. Það var síðan „lagað til“ í Danmörku eftir orðunum dagur og mær, sem í forndönsku var mâr. Í íslenskum heimildum varð nafnið Dagmær og enn síðar Dagmey (sem upphaflega var þolfall af Dagmær). Dagmar beygist sem hér segir:
Nf. Dagmar

Þf. Dagmar

Þgf. Dagmar

Ef. Dagmarar
Karlmannsnafnið Ingimar er sjálfsagt fengið að láni frá Norðurlöndum en þar eru til myndirnar Ingmar, Ingemar, Ingemer. Það er sett saman úr Ingi 'konungur' og mar 'frægur'.

Það beygist:
Nf. Ingimar

Þf. Ingimar

Þgf. Ingimari

Ef. Ingimars
Heiður er því kvenmannsnafn og beygist samkvæmt því eins og til dæmis brúður (brúði, brúði, brúðar), og Eiður karlmannsnafn sem beygist eins og til dæmis nafnorðin eiður og hestur. Síðari liðurinn -mar í nafninu Dagmar er ekki hinn sami og í Ingimar. Dagmar beygist sem kvenkynsorð en Ingimar sem karlkynsorð....