Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?
Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga.
Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá hernaðarlegu sjónarmiði var skynsamlegt að efst væru varðar háborgir. Byggingar sem gegndu trúarlegu hlutverki stóðu einnig oft þar uppi því þá voru þær eins nálægt hinum grísku guðum og hægt var.
Akrópólis í Aþenu. Meyjarhofið (Parþenon) er lengst til hægri.
Þekktasta gríska háborgin er Akrópólis í Aþenu sem var helguð grísku gyðjunni Pallas Aþenu og byggð á síðari hluta 5. aldar f.Kr.
Á Akrópólis voru ýmsar byggingar. Peisistratos (d. 527 f.Kr.) sem var týranni (harðstjóri) í Aþenu hafði aðsetur þar. Á háborginni voru nokkur ölturu og fjölmargar styttur. Þær byggingar sem eftir standa nú á Akrópólis eru:
Hofhliðið.
Meyjarhofið. Nefnist einnig Parþenon en nafnið vísar til dýrkunar á Aþenu Parþenos sem merkir 'Aþena jómfrú'. Meyjarhofið var notað sem kirkja í fornkristni og á 15. öld var því breytt í mosku. Í stríði milli Tyrkja og Feneyinga á 17. öld var geymt púður í Parþenon og það skemmdist nokkuð í sprengingu árið 1687.
Erekþeion. Var hugsanlega var reist til heiðurs Erekþeifi konungi sem samkvæmt grískum goðsögum átti að hafa verið alinn upp af Aþenu.
Níkuhofið. Tileinkað Aþenu. Utan á hofinu eru lágmyndir af bardögum og atburðum úr lífi grísku guðanna.
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2004, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4397.
Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 8. júlí). Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4397
Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2004. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4397>.