Sólin Sólin Rís 10:38 • sest 15:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 07:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:18 • Síðdegis: 17:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:30 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík

Hvernig myndast kvistir í trjám?

Þröstur Eysteinsson

Kvistur merkir í raun grein og kvistir í viði eru för eftir greinar sem bolurinn hefur vaxið utan um. Flestar greinar byrja að vaxa um leið og toppsprotar. Á barrtrjám og ungum lauftrjám er oftast einn toppsproti, sem vex á hverju ári og leggur grunninn að bol trésins. Á eldri lauftrjám með breiða krónu geta toppsprotar hins vegar verið margir.

Um leið og toppsprotinn vex upp á við vaxa nýjar greinar þar rétt fyrir neðan, út úr þeim hluta trésins sem var toppsproti ársins áður. Þá geta hliðargreinar einnig myndast á toppsprota yfirstandandi árs, sérstaklega í góðu árferði. Þetta endurtekur sig svo á hverju ári meðan tréð vex; nýjar greinar myndast efst á trénu og yst á greinum sem þegar eru til.Á hverju ári gildna bolur og greinar með því að bæta á sig einum árhring. Árhringur er lag af viði sem vex rétt innan við börkinn en utan við viðinn sem myndaðist árið áður. Eftir því sem árin líða bætast fleiri árhringir við. Bolurinn vex því utan um innsta hluta greinanna sem sekkur þannig inn í bolviðinn. Þegar borðviður er flettur úr trjám er yfirleitt sagað langsum eftir bolnum og um leið þvert á kvistina sem urðu innlyksa og verða þá sýnilegir.

Mynd: Thomasson Lumber Company

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

8.7.2004

Spyrjandi

Arnar Birgisson, f. 1987

Efnisorð

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Hvernig myndast kvistir í trjám?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2004. Sótt 28. nóvember 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4399.

Þröstur Eysteinsson. (2004, 8. júlí). Hvernig myndast kvistir í trjám? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4399

Þröstur Eysteinsson. „Hvernig myndast kvistir í trjám?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2004. Vefsíða. 28. nóv. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4399>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast kvistir í trjám?
Kvistur merkir í raun grein og kvistir í viði eru för eftir greinar sem bolurinn hefur vaxið utan um. Flestar greinar byrja að vaxa um leið og toppsprotar. Á barrtrjám og ungum lauftrjám er oftast einn toppsproti, sem vex á hverju ári og leggur grunninn að bol trésins. Á eldri lauftrjám með breiða krónu geta toppsprotar hins vegar verið margir.

Um leið og toppsprotinn vex upp á við vaxa nýjar greinar þar rétt fyrir neðan, út úr þeim hluta trésins sem var toppsproti ársins áður. Þá geta hliðargreinar einnig myndast á toppsprota yfirstandandi árs, sérstaklega í góðu árferði. Þetta endurtekur sig svo á hverju ári meðan tréð vex; nýjar greinar myndast efst á trénu og yst á greinum sem þegar eru til.Á hverju ári gildna bolur og greinar með því að bæta á sig einum árhring. Árhringur er lag af viði sem vex rétt innan við börkinn en utan við viðinn sem myndaðist árið áður. Eftir því sem árin líða bætast fleiri árhringir við. Bolurinn vex því utan um innsta hluta greinanna sem sekkur þannig inn í bolviðinn. Þegar borðviður er flettur úr trjám er yfirleitt sagað langsum eftir bolnum og um leið þvert á kvistina sem urðu innlyksa og verða þá sýnilegir.

Mynd: Thomasson Lumber Company...