Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?

Erfitt er að svara þessari spurningu þar sem upplýsingar virðast ekki liggja frammi um röðun í símaskrá um allan heim.

Athugun á Norðurlöndum sýnir að þar er raðað eftir kenninafni (ættarnafni). Annars staðar í Evrópu gildir hið sama. Í Bandaríkjunum og Ástralíu er raðað eftir kenninafni. Um Afríku og Asíu mun gilda hið sama þótt ekki liggi fyrir upplýsingar frá öllum löndum í þeim álfum.

Það virðist sem Íslendingar einir raði í símaskrá eftir eiginnafni. Þetta er dönsk símaskrá svo í hana er raðað eftir kenninafni (ættarnafni).

Það virðist því sem Íslendingar einir raði í símaskrá eftir eiginnafni.

Mynd:

Útgáfudagur

15.7.2004

Spyrjandi

Eysteinn Guðni Guðnason

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2004. Sótt 17. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4407.

Guðrún Kvaran. (2004, 15. júlí). Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4407

Guðrún Kvaran. „Eru önnur lönd í heiminum, fyrir utan Ísland, sem raða nöfnum eftir eiginnafni?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2004. Vefsíða. 17. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4407>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Heiða Ólafsdóttir

1974

Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunnar þar sem hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Anna Heiða vinnur nú að rannsóknum tengdum vistfræði makríls í Norðaustur-Atlantshafi.