Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvert er stærsta blóm í heimi?

Jón Már Halldórsson

Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Indónesíu en er orðið mjög sjaldgæft. Plantan er ræktuð í grasagörðum bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Hið risavaxna blóm plöntunnar vex út úr stórum jarðstöngli sem getur vegið allt að 80 kg. Blómstilkurinn sem liggur fyrir miðju blómsins getur orðið á þriðja metra á hæð og mælist blómið yfir 1 metri í þvermál.Hræblómið blómstrar stöku sinnum í grasagörðum og þykir það merkur atburður. Blómgunin stendur aðeins yfir í 2-3 daga. Inni í meginblóminu eru þúsundir smáblóma af báðum kynjum. Litlu kvenblómin þroskast á undan karlblómunum og er það leið náttúrunnar til þess að koma í veg fyrir sjálfsfrjóvgun.

Þegar plantan er í fullum blóma gefur hún frá sér lykt sem minnir helst á úldinn fisk. Með því er hún að reyna að líkja eftir lykt af rotnandi dýrum og laða þannig að skordýr sem verpa eggjum sínum við slíkar aðstæður. Skordýrin, sem eru ýmsar bjöllur eða flugur, bera svo frjókornin á milli plantna þannig að frjóvgun á sér stað.

Eftir að kvenblómin hafa verið frjóvguð visnar háblaðsslíðrið og dettur af og skærrauð ber myndast. Í náttúrulegum heimkynnum plöntunnar eru berin étin af ýmsum smáfuglum. Fræin fara ósködduð í gegnum meltingarveg fuglanna og lendi þau í ákjósanlegu umhverfi vaxa upp nýjar plöntur.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.7.2004

Spyrjandi

Helgi Jónsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta blóm í heimi?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2004. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4411.

Jón Már Halldórsson. (2004, 16. júlí). Hvert er stærsta blóm í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4411

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta blóm í heimi?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2004. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4411>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta blóm í heimi?
Stærsta blóm heims ber fræðiheitið Amorphophallus titanum (e. corpse flower eða Titan Arum) sem kannski mætti kalla hræblóm á íslensku. Blómið tilheyrir sömu ætt og algeng pottablóm af ættkvíslunum Dieffenbachia (e. dumbcane) og Philodendron en er miklu stórgerðara. Hræblómið lifir villt í regnskógum Súmötru í Indónesíu en er orðið mjög sjaldgæft. Plantan er ræktuð í grasagörðum bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Hið risavaxna blóm plöntunnar vex út úr stórum jarðstöngli sem getur vegið allt að 80 kg. Blómstilkurinn sem liggur fyrir miðju blómsins getur orðið á þriðja metra á hæð og mælist blómið yfir 1 metri í þvermál.Hræblómið blómstrar stöku sinnum í grasagörðum og þykir það merkur atburður. Blómgunin stendur aðeins yfir í 2-3 daga. Inni í meginblóminu eru þúsundir smáblóma af báðum kynjum. Litlu kvenblómin þroskast á undan karlblómunum og er það leið náttúrunnar til þess að koma í veg fyrir sjálfsfrjóvgun.

Þegar plantan er í fullum blóma gefur hún frá sér lykt sem minnir helst á úldinn fisk. Með því er hún að reyna að líkja eftir lykt af rotnandi dýrum og laða þannig að skordýr sem verpa eggjum sínum við slíkar aðstæður. Skordýrin, sem eru ýmsar bjöllur eða flugur, bera svo frjókornin á milli plantna þannig að frjóvgun á sér stað.

Eftir að kvenblómin hafa verið frjóvguð visnar háblaðsslíðrið og dettur af og skærrauð ber myndast. Í náttúrulegum heimkynnum plöntunnar eru berin étin af ýmsum smáfuglum. Fræin fara ósködduð í gegnum meltingarveg fuglanna og lendi þau í ákjósanlegu umhverfi vaxa upp nýjar plöntur.

Heimildir og mynd:...