Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:36 • sest 23:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:09 • Sest 23:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 17:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið gamla norræna mál almennt, án tillits til þess munar sem var orðinn á málunum innbyrðis.

Ástæðan er hugsanlega sú að málið, sem Danir töluðu, varð þekktara vegna landvinninga þeirra á Bretlandseyjum, og norrænir menn gátu talað saman innbyrðis þótt málin væru í mörgu ólík. Danska var því „þekktari“ en hin norrænu málin.

Útbreiðsla frumnorrænu um árið 900. Mismunandi litir tákna mismunandi mállýskur.

Norræna var aftur á móti orðið yfir norska tungu í fornu máli, það er það mál sem Norðmenn töluðu (þar á meðal flestir landnámsmenn) og skrifuðu. Sögnin að norræna merkti í fornu máli 'þýða yfir á norsku'. Norræna var því notað í þrengri merkingu en dönsk tunga.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.7.2004

Síðast uppfært

11.7.2018

Spyrjandi

Ólafur Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2004, sótt 13. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4412.

Guðrún Kvaran. (2004, 16. júlí). Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4412

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2004. Vefsíða. 13. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4412>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?
Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið gamla norræna mál almennt, án tillits til þess munar sem var orðinn á málunum innbyrðis.

Ástæðan er hugsanlega sú að málið, sem Danir töluðu, varð þekktara vegna landvinninga þeirra á Bretlandseyjum, og norrænir menn gátu talað saman innbyrðis þótt málin væru í mörgu ólík. Danska var því „þekktari“ en hin norrænu málin.

Útbreiðsla frumnorrænu um árið 900. Mismunandi litir tákna mismunandi mállýskur.

Norræna var aftur á móti orðið yfir norska tungu í fornu máli, það er það mál sem Norðmenn töluðu (þar á meðal flestir landnámsmenn) og skrifuðu. Sögnin að norræna merkti í fornu máli 'þýða yfir á norsku'. Norræna var því notað í þrengri merkingu en dönsk tunga.

Mynd:

...