Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?

Ágúst Kvaran

Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar hafi hlaupið samtals í 24 klst og jafnvel meira án þess að hafa orðið meint af, svo svar við þessari spurningu er ekki einhlítt.

Langhlaup sem og aðrar úthaldsíþróttir reyna verulega á líkamlegt atgervi. Hlaupari þarf orku til að knýja líkama sinn áfram, rétt eins og bílar fá orku við bruna bensíns. "Eldsneyti" hlauparans er fengið úr fæðunni og það geymt í vefjum líkamans. Orkan losnar úr læðingi við kerfisbundinn bruna viðkomandi efna í frumum líkamans. Sá bruni gerist fyrir tilstilli súrefnisins sem við öndum að okkur í sífellu.

Yiannis Kouros, heimsmethafi í 24 klst. hlaupi, fór 303,5 km.

Hæfni hlaupara til að stunda langhlaup felst því að verulegu leyti í því að geta framkvæmt slíkan bruna stöðugt og á sem skjótastan hátt meðan á hlaupi stendur. Vel þjálfaður langhlaupari hefur þróað með sér líkamsbyggingu og vöxt sem hámarkar þessa getu. Þó eru því takmörk sett hversu mikið "eldsneyti" mannslíkaminn getur geymt alveg eins og eldsneytistankur í vélknúnum farartækjum er takmarkaður. Margra klukkustunda langhlaup kalla því á viðbótarorkubirgðir meðan á hlaupi stendur. Þess vegna er mikilvægt að hlaupari innbyrði næringu á borð við orkudrykki eða auðmelta fæðu meðan á löngu hlaupi stendur. Þar að auki þarf hann nauðsynlega að drekka vatn til að bæta fyrir vökvatap vegna svita.

Með réttri þjálfun, mataræði og ástundun er því unnt að leggja stund á langhlaup sem tekið geta margar klukkustundir. Til marks um slík hlaup eru maraþonhlaup sem stunduð eru víða um heima af fjöldamörgum áhugahlaupurum. Maraþonhlaup er samtals um 42,2 km og getur tekið nokkrar klukkustundir (oft 3 – 6 klst.). Auk þess er talsvert um að fólk stundi svonefnd ofurmaraþonhlaup (e. ultramarathons), en svo nefnast hlaup sem eru lengri en hefðbundin maraþonhlaup. Þekktasta hlaup af því tagi hérlendis er Laugavegshlaupið, þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, um 55 km leið í fjalllendi. Venjulega tekur slíkt hlaup um 5 – 10 klst.

Víða erlendis eru þekkt enn lengri hlaup, þar með talin svonefnd 24 klukkustunda hlaup þar sem keppendur reyna með sér hvað þeir komast langa vegalengd á þeim tíma. Önnur algeng ofurmaraþonhlaup á erlendri grundu eru 100 km hlaup, 100 mílna hlaup, 48 klst. hlaup, sex daga hlaup og 1000 km hlaup, svo eitthvað sé nefnt. Lengsta skráða keppnishlaup í ofurmaraþoni er 1300 mílna (2092 km) hlaup sem haldið er á vegum Sri Chinmoy samtakanna í New York á hverju ári, en einstaklingar og hópar hlaupara hafa þreytt enn lengri hlaup!

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

22.7.2004

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Þorsteinn Finnbogason

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2004, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4416.

Ágúst Kvaran. (2004, 22. júlí). Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4416

Ágúst Kvaran. „Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2004. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4416>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?
Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar hafi hlaupið samtals í 24 klst og jafnvel meira án þess að hafa orðið meint af, svo svar við þessari spurningu er ekki einhlítt.

Langhlaup sem og aðrar úthaldsíþróttir reyna verulega á líkamlegt atgervi. Hlaupari þarf orku til að knýja líkama sinn áfram, rétt eins og bílar fá orku við bruna bensíns. "Eldsneyti" hlauparans er fengið úr fæðunni og það geymt í vefjum líkamans. Orkan losnar úr læðingi við kerfisbundinn bruna viðkomandi efna í frumum líkamans. Sá bruni gerist fyrir tilstilli súrefnisins sem við öndum að okkur í sífellu.

Yiannis Kouros, heimsmethafi í 24 klst. hlaupi, fór 303,5 km.

Hæfni hlaupara til að stunda langhlaup felst því að verulegu leyti í því að geta framkvæmt slíkan bruna stöðugt og á sem skjótastan hátt meðan á hlaupi stendur. Vel þjálfaður langhlaupari hefur þróað með sér líkamsbyggingu og vöxt sem hámarkar þessa getu. Þó eru því takmörk sett hversu mikið "eldsneyti" mannslíkaminn getur geymt alveg eins og eldsneytistankur í vélknúnum farartækjum er takmarkaður. Margra klukkustunda langhlaup kalla því á viðbótarorkubirgðir meðan á hlaupi stendur. Þess vegna er mikilvægt að hlaupari innbyrði næringu á borð við orkudrykki eða auðmelta fæðu meðan á löngu hlaupi stendur. Þar að auki þarf hann nauðsynlega að drekka vatn til að bæta fyrir vökvatap vegna svita.

Með réttri þjálfun, mataræði og ástundun er því unnt að leggja stund á langhlaup sem tekið geta margar klukkustundir. Til marks um slík hlaup eru maraþonhlaup sem stunduð eru víða um heima af fjöldamörgum áhugahlaupurum. Maraþonhlaup er samtals um 42,2 km og getur tekið nokkrar klukkustundir (oft 3 – 6 klst.). Auk þess er talsvert um að fólk stundi svonefnd ofurmaraþonhlaup (e. ultramarathons), en svo nefnast hlaup sem eru lengri en hefðbundin maraþonhlaup. Þekktasta hlaup af því tagi hérlendis er Laugavegshlaupið, þar sem hlaupið er frá Landmannalaugum til Þórsmerkur, um 55 km leið í fjalllendi. Venjulega tekur slíkt hlaup um 5 – 10 klst.

Víða erlendis eru þekkt enn lengri hlaup, þar með talin svonefnd 24 klukkustunda hlaup þar sem keppendur reyna með sér hvað þeir komast langa vegalengd á þeim tíma. Önnur algeng ofurmaraþonhlaup á erlendri grundu eru 100 km hlaup, 100 mílna hlaup, 48 klst. hlaup, sex daga hlaup og 1000 km hlaup, svo eitthvað sé nefnt. Lengsta skráða keppnishlaup í ofurmaraþoni er 1300 mílna (2092 km) hlaup sem haldið er á vegum Sri Chinmoy samtakanna í New York á hverju ári, en einstaklingar og hópar hlaupara hafa þreytt enn lengri hlaup!

Heimildir:

Mynd:...