Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er bræðslumark demants?

Demantur hefur hæsta bræðslumark allra þekktra efna, 3547°C. Það þýðir að við það hitastig og staðalþrýstingsskilyrði (1 bars þrýsting) umbreytist demantur úr föstu formi í vökvaform.

Demantur er annað tveggja meginforma kolefnis á föstu formi (C(s)). Hitt formið er grafít, sem hefur gjörólíka eiginleika, eins og frá er greint í svari við spurningunni Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti? hér á Vísindavefnum.

Auk þess að vera torbræddasta efni sem þekkt er, hefur demantur sérstöðu að mörgu öðru leyti. Demantur er harðastur allra efna sem þekkt eru í náttúrunni og hefur margfalt meiri varmaleiðni en önnur efni. Þá er frumeindum efnisins skipað þéttar saman í demanti en í nokkru öðru þekktu efni. Í demanti tengist sérhver frumeind efnisins, kolefnisatómin, fjórum öðrum frumeindum mjög sterkum böndum (efnatengjum) sem skýrir styrkleika efnisins. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan.Heimildir:

Útgáfudagur

27.7.2004

Spyrjandi

Hjalti Már Magnússon

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor í eðlisefnafræði við HÍ

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvert er bræðslumark demants?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2004. Sótt 29. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4425.

Ágúst Kvaran. (2004, 27. júlí). Hvert er bræðslumark demants? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4425

Ágúst Kvaran. „Hvert er bræðslumark demants?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2004. Vefsíða. 29. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4425>.

Chicago | APA | MLA

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sverrir Jakobsson

1970

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar. Sverrir hefur verið virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga.