Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar keypti Davíð ölið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögninni að komast að, til dæmis „Þú kemst að því hvar Davíð keypti ölið ef þú gerir ekki eins og ég segi.“

Hingað til lands hefur orðasambandið borist úr dönsku þar sem það er notað með sögnunum lære og vise og felur í sér væga hótun eins og í íslensku. Ekki er vitað til þess að um einhvern sérstakan Davíð sé átt en vel er hugsanlegt að einhver saga sé upphaflega að baki.

Í þýsku er til dæmis sagt: „Er weiss, wo Barthel den Most holt“, það er 'hann veit hvert Barthel sækir mjöðinn.'

Orðasambandið hafa Danir fengið frá Þjóðverjum en breytt nafninu. Í þýsku er til dæmis sagt: „Er weiss, wo Barthel den Most holt", það er 'hann veit hvert Barthel sækir mjöðinn.“ Merkingin er 'slingur, kænn, þekkir öll brögð'.

Í háþýsku mun orðasambandið komið úr lágþýsku „he weet, wo Barthel de Mus herhalt.“ Merkingin er skýrð þannig: Hann veit, hvert storkurinn (Barthel) sækir mýsnar (það er börnin). Sá sem trúir því ekki lengur að storkurinn komi með börnin telst kominn til vits.

Önnur skýring á þýska sambandinu er sótt í mál smáþjófa. Úr hebresku kemur orðið Barsel 'járn, kúbein' og Moos (ma'oth 'smámynt') 'peningar'. Bein merking væri þá: Þjófurinn veit hvernig hann nær peningunum með því að nota kúbein.


Heimild: Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. Heyne Bücher, Düsseldorf.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.8.2004

Síðast uppfært

1.3.2019

Spyrjandi

Björn Arnar Kárason
Sævar Ólafsson
Ari Tómasson
Einar Birgir
Karl Másson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvar keypti Davíð ölið?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2004, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4438.

Guðrún Kvaran. (2004, 3. ágúst). Hvar keypti Davíð ölið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4438

Guðrún Kvaran. „Hvar keypti Davíð ölið?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2004. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4438>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar keypti Davíð ölið?
Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögninni að komast að, til dæmis „Þú kemst að því hvar Davíð keypti ölið ef þú gerir ekki eins og ég segi.“

Hingað til lands hefur orðasambandið borist úr dönsku þar sem það er notað með sögnunum lære og vise og felur í sér væga hótun eins og í íslensku. Ekki er vitað til þess að um einhvern sérstakan Davíð sé átt en vel er hugsanlegt að einhver saga sé upphaflega að baki.

Í þýsku er til dæmis sagt: „Er weiss, wo Barthel den Most holt“, það er 'hann veit hvert Barthel sækir mjöðinn.'

Orðasambandið hafa Danir fengið frá Þjóðverjum en breytt nafninu. Í þýsku er til dæmis sagt: „Er weiss, wo Barthel den Most holt", það er 'hann veit hvert Barthel sækir mjöðinn.“ Merkingin er 'slingur, kænn, þekkir öll brögð'.

Í háþýsku mun orðasambandið komið úr lágþýsku „he weet, wo Barthel de Mus herhalt.“ Merkingin er skýrð þannig: Hann veit, hvert storkurinn (Barthel) sækir mýsnar (það er börnin). Sá sem trúir því ekki lengur að storkurinn komi með börnin telst kominn til vits.

Önnur skýring á þýska sambandinu er sótt í mál smáþjófa. Úr hebresku kemur orðið Barsel 'járn, kúbein' og Moos (ma'oth 'smámynt') 'peningar'. Bein merking væri þá: Þjófurinn veit hvernig hann nær peningunum með því að nota kúbein.


Heimild: Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. Heyne Bücher, Düsseldorf.

Mynd:

...