Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað er fullnæging?

Sóley S. Bender

Langoftast þegar verið er að fjalla um kynferðislega fullnægingu er átt við lífeðlisfræðilega svörun líkamans við kynferðislegu áreiti. William Masters og Virginia Johnson voru frumkvöðlar í rannsóknum á sviði kynlífs. Árið 1966 greindu þau frá niðurstöðum sínum sem fjölluðu meðal annars um svörun líkamans við kynferðislegri örvun. Er greint frá þessu í bók þeirra og Robert Kolodny sem nefnist Kynlíf mannsins (Human sexuality).

Í rannsóknum þeirra kom fram að svörun líkamans við kynferðislegu áreiti (stimulus) mætti skipta niður í fjögur stig. Fyrsta stigið er örvunarstig (excitement phase), annað stigið forstig fullnægingar eða eins konar slétta (plateau), þriðja stigið fullnæging (orgasm) og síðasta stigið slökun (resolution). Hér verður einkum leitast við að lýsa þriðja stiginu þar sem efni spurningarinnar er um það.

Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safnast blóð á ákveðnum svæðum líkamans (vasocongestion), einkum ytri og innri kynfæri og hins vegar magnast upp vöðvaspenna (neuromuscular tension). Við þessar breytingar hækkar púls og blóðþrýstingur. Ef kynferðislegt áreiti er þess eðlis að magna upp spennuna þá kemur að þeim tímapunkti að spennan losnar og kynferðisleg fullnæging á sér stað. Við kynferðislega fullnægingu hjá konum verður taktbundinn samdráttur vöðva í grindarholi eins og í legi, ytri hluta legganga og endaþarmsvöðva. Einnig verður samdráttur vöðva annars staðar í líkamanum.

Áður en karlmaður fær fullnægingu hefur getnaðarlimur orðið stinnur vegna aukinnar blóðsóknar. Hjá karlmönnum verður kynferðisleg fullnæging í tveimur þrepum. Hið fyrra felur í sér að þrýsta sáðfrumum og sáðvökva inn í þvagrásina. Síðara þrepið felst í því að það verður samdráttur á getnaðarlim, þvagrás og blöðruhálskirtli til þess að koma sáðvökvanum út úr þvagrásinni og við það verður sáðfall. Fyrstu samdrættirnir eru mjög kröftugir en smám saman dregur úr krafti þeirra. Við fullnægingu verður auk þess samdráttur í grindarholinu svo sem í endaþarmsvöðva og víðar í líkamanum. Hjá báðum kynjum getur oft orðið aukið blóðstreymi til andlitsins og framkallast kynroði (eða kinnroði).

Þetta stig kynsvörunar varir styst af þessum fjórum stigum. Venjulega varir það aðeins í nokkrar sekúndur. Í kjölfarið verður algjör slökun. Einstaklingurinn getur fengið ólíkar fullnægingar undir ólíkum kringumstæðum. Í eitt skiptið má kannski líkja henni við eldfjall sem gýs og í annað sinn sem lygnri á sem flæðir án átaka. Upplifun einstaklingsins fer eftir mörgum atriðum eins og hversu vel hann er upplagður, hvernig sambandi hann er í, væntingum hans og tilfinningum. Það er því ekki hægt að gefa eina alhliða lýsingu á kynferðislegri fullnægingu þar sem hún getur verið mjög mismunandi.

Í kynlífsfræðum (sexology) Masters og Johnson er greint frá muni á kynjunum varðandi kynferðislega fullnægingu. Þar kemur m.a. fram að konur hafi hæfileika til þess að geta fengið svokallaðar raðfullnægingar (multiorgasm), það er að segja fleiri en eina fullnægingu með stuttu millibili ef örvun og kynferðislegur áhugi er til staðar. Þetta eigi hins vegar ekki við um karlmenn þar sem mun lengri tími þarf að líða til að þeir geti fengið fullnægingu aftur. Þessar niðurstöður höfðu áhrif á hugmyndir fólks um kynferðislega svörun þar sem það hafði jafnvel verið álitið að konur fengju ekki fullnægingu og það væri ekki við hæfi að þær nytu kynlífs.

Þessi nálgun Masters og Johnson og fleiri sem hafa rannsakað fullnægingu gefur ekki nema takmarkaða mynd af því hvað fullnæging er í raun og veru, vegna þess að ofuráhersla er lögð á lífeðlisfræðilega svörun líkamans. Sheila Kitzinger kemur til dæmis inn á þetta í bók sinni Konan, kynreynsla kvenna, þar sem hún segir:
Ég mun draga í efa megingildi fullnægingarinnar í kynlífsreynslunni. Þótt hún sé fagnandi orkuútrás þá kemur fyrir að kona sækist ekki eftir henni og til eru konur sem eru ánægðar án hennar.
Ef líta skal á heildarupplifun mannsins af kynferðislegri svörun þá felur sú upplifun í sér margvíslega aðra þætti sem koma inn á tilfinningar, þá nálægð sem einstaklingurinn hefur við annan einstakling og allar kringumstæður. Segja má að það skorti að rannsaka betur þessa tilfinningalegu svörun einstaklingsins við kynferðislegu áreiti.

Sjá einnig svar sama höfundar við Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar?

Nokkrar heimildir:

Kitzinger, S. (1986). Konan, kynreynsla kvenna. (Álfheiður Kjartansdóttir, Guðsteinn Þengilsson og Áskell Kárason þýddu). Reykjavík: Iðunn.

Masters, W., Johnson, V.E., og Kolodny, R.C. (1982). Human Sexuality. Boston: Little Brown and Company.

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

19.5.2000

Spyrjandi

Margrét Gunnarsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Hvað er fullnæging?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2000. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=444.

Sóley S. Bender. (2000, 19. maí). Hvað er fullnæging? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=444

Sóley S. Bender. „Hvað er fullnæging?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2000. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=444>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fullnæging?
Langoftast þegar verið er að fjalla um kynferðislega fullnægingu er átt við lífeðlisfræðilega svörun líkamans við kynferðislegu áreiti. William Masters og Virginia Johnson voru frumkvöðlar í rannsóknum á sviði kynlífs. Árið 1966 greindu þau frá niðurstöðum sínum sem fjölluðu meðal annars um svörun líkamans við kynferðislegri örvun. Er greint frá þessu í bók þeirra og Robert Kolodny sem nefnist Kynlíf mannsins (Human sexuality).

Í rannsóknum þeirra kom fram að svörun líkamans við kynferðislegu áreiti (stimulus) mætti skipta niður í fjögur stig. Fyrsta stigið er örvunarstig (excitement phase), annað stigið forstig fullnægingar eða eins konar slétta (plateau), þriðja stigið fullnæging (orgasm) og síðasta stigið slökun (resolution). Hér verður einkum leitast við að lýsa þriðja stiginu þar sem efni spurningarinnar er um það.

Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safnast blóð á ákveðnum svæðum líkamans (vasocongestion), einkum ytri og innri kynfæri og hins vegar magnast upp vöðvaspenna (neuromuscular tension). Við þessar breytingar hækkar púls og blóðþrýstingur. Ef kynferðislegt áreiti er þess eðlis að magna upp spennuna þá kemur að þeim tímapunkti að spennan losnar og kynferðisleg fullnæging á sér stað. Við kynferðislega fullnægingu hjá konum verður taktbundinn samdráttur vöðva í grindarholi eins og í legi, ytri hluta legganga og endaþarmsvöðva. Einnig verður samdráttur vöðva annars staðar í líkamanum.

Áður en karlmaður fær fullnægingu hefur getnaðarlimur orðið stinnur vegna aukinnar blóðsóknar. Hjá karlmönnum verður kynferðisleg fullnæging í tveimur þrepum. Hið fyrra felur í sér að þrýsta sáðfrumum og sáðvökva inn í þvagrásina. Síðara þrepið felst í því að það verður samdráttur á getnaðarlim, þvagrás og blöðruhálskirtli til þess að koma sáðvökvanum út úr þvagrásinni og við það verður sáðfall. Fyrstu samdrættirnir eru mjög kröftugir en smám saman dregur úr krafti þeirra. Við fullnægingu verður auk þess samdráttur í grindarholinu svo sem í endaþarmsvöðva og víðar í líkamanum. Hjá báðum kynjum getur oft orðið aukið blóðstreymi til andlitsins og framkallast kynroði (eða kinnroði).

Þetta stig kynsvörunar varir styst af þessum fjórum stigum. Venjulega varir það aðeins í nokkrar sekúndur. Í kjölfarið verður algjör slökun. Einstaklingurinn getur fengið ólíkar fullnægingar undir ólíkum kringumstæðum. Í eitt skiptið má kannski líkja henni við eldfjall sem gýs og í annað sinn sem lygnri á sem flæðir án átaka. Upplifun einstaklingsins fer eftir mörgum atriðum eins og hversu vel hann er upplagður, hvernig sambandi hann er í, væntingum hans og tilfinningum. Það er því ekki hægt að gefa eina alhliða lýsingu á kynferðislegri fullnægingu þar sem hún getur verið mjög mismunandi.

Í kynlífsfræðum (sexology) Masters og Johnson er greint frá muni á kynjunum varðandi kynferðislega fullnægingu. Þar kemur m.a. fram að konur hafi hæfileika til þess að geta fengið svokallaðar raðfullnægingar (multiorgasm), það er að segja fleiri en eina fullnægingu með stuttu millibili ef örvun og kynferðislegur áhugi er til staðar. Þetta eigi hins vegar ekki við um karlmenn þar sem mun lengri tími þarf að líða til að þeir geti fengið fullnægingu aftur. Þessar niðurstöður höfðu áhrif á hugmyndir fólks um kynferðislega svörun þar sem það hafði jafnvel verið álitið að konur fengju ekki fullnægingu og það væri ekki við hæfi að þær nytu kynlífs.

Þessi nálgun Masters og Johnson og fleiri sem hafa rannsakað fullnægingu gefur ekki nema takmarkaða mynd af því hvað fullnæging er í raun og veru, vegna þess að ofuráhersla er lögð á lífeðlisfræðilega svörun líkamans. Sheila Kitzinger kemur til dæmis inn á þetta í bók sinni Konan, kynreynsla kvenna, þar sem hún segir:
Ég mun draga í efa megingildi fullnægingarinnar í kynlífsreynslunni. Þótt hún sé fagnandi orkuútrás þá kemur fyrir að kona sækist ekki eftir henni og til eru konur sem eru ánægðar án hennar.
Ef líta skal á heildarupplifun mannsins af kynferðislegri svörun þá felur sú upplifun í sér margvíslega aðra þætti sem koma inn á tilfinningar, þá nálægð sem einstaklingurinn hefur við annan einstakling og allar kringumstæður. Segja má að það skorti að rannsaka betur þessa tilfinningalegu svörun einstaklingsins við kynferðislegu áreiti.

Sjá einnig svar sama höfundar við Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar?

Nokkrar heimildir:

Kitzinger, S. (1986). Konan, kynreynsla kvenna. (Álfheiður Kjartansdóttir, Guðsteinn Þengilsson og Áskell Kárason þýddu). Reykjavík: Iðunn.

Masters, W., Johnson, V.E., og Kolodny, R.C. (1982). Human Sexuality. Boston: Little Brown and Company....