Járnið losnar úr bergi – ekki síst eldfjallaösku og móbergi – við efnaveðrun, en leysni þess er mjög háð sýrustigi (pH) og oxunarstigi (aðgengi súrefnis). Í mýrum geta aðstæður verið þannig að vatnið sé mjög súrt (pH = 3) og súrefnissnautt (vegna rotnunar lífræns efnis) og þá er leysnin mjög mikil. Ef járnríkt vatn kemst í samband við súrefni, oxast það og járnið fellur út. Þannig er málmurinn orðinn til og einu vötnin sem líklegt er að innihaldi verulegar málmmyndanir eru tjarnir í mýrum, þangað sem járnríkir lækir og grunnvatn hafa skolað járninu. Járnið myndar iðulega skánir í mýrum þar sem það hefur fallið út vegna oxunar. Til fróðleiks er eftirfarandi úr kennslubók Garrels & Christ: við pH = 3 er leysni oxaðs járns 10-8 mól per lítra en afoxaðs 10-1 mól, nefnilega afoxaða (tvígilda) járnið er 10 milljón sinnum leysanlegra en hið oxaða (þrígilda). Frekari fróðleik um mýrarauða og rauðablástur er að finna í svari sama höfundar við spurningunni Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarrauða til vinna það með raunhæfum hætti? Heimild: Garrels & Christ: Solutions, Minerals, and Equilibria. Útg. Harper & Row. Mynd: Geologisk museum, Universitetet i Oslo.
Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?
Járnið losnar úr bergi – ekki síst eldfjallaösku og móbergi – við efnaveðrun, en leysni þess er mjög háð sýrustigi (pH) og oxunarstigi (aðgengi súrefnis). Í mýrum geta aðstæður verið þannig að vatnið sé mjög súrt (pH = 3) og súrefnissnautt (vegna rotnunar lífræns efnis) og þá er leysnin mjög mikil. Ef járnríkt vatn kemst í samband við súrefni, oxast það og járnið fellur út. Þannig er málmurinn orðinn til og einu vötnin sem líklegt er að innihaldi verulegar málmmyndanir eru tjarnir í mýrum, þangað sem járnríkir lækir og grunnvatn hafa skolað járninu. Járnið myndar iðulega skánir í mýrum þar sem það hefur fallið út vegna oxunar. Til fróðleiks er eftirfarandi úr kennslubók Garrels & Christ: við pH = 3 er leysni oxaðs járns 10-8 mól per lítra en afoxaðs 10-1 mól, nefnilega afoxaða (tvígilda) járnið er 10 milljón sinnum leysanlegra en hið oxaða (þrígilda). Frekari fróðleik um mýrarauða og rauðablástur er að finna í svari sama höfundar við spurningunni Er nógu mikið járn í íslenskum mýrarrauða til vinna það með raunhæfum hætti? Heimild: Garrels & Christ: Solutions, Minerals, and Equilibria. Útg. Harper & Row. Mynd: Geologisk museum, Universitetet i Oslo.
Útgáfudagur
6.8.2004
Spyrjandi
Sindri Hansen, f, 1992
Tilvísun
Sigurður Steinþórsson. „Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2004, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4448.
Sigurður Steinþórsson. (2004, 6. ágúst). Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4448
Sigurður Steinþórsson. „Ég hef heyrt að víkingar hafi fundið mýrarauða í vötnum og notað til að gera sverð og hjálma. Í hvaða vötnum á Íslandi finnst mýrarauði?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2004. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4448>.