Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála:

Inn vari gestur,

er til verðar kemur,

þunnu hljóði þegir,

eyrum hlýðir,

en augum skoðar;

svá nýsisk fróðra hverr fyrir.

(Inn = hinn; verður = málsverður; svá = svo; hlýða = hlusta, nýsast = athuga gaumgæfilega, skyggnast um).

Hljóð getur merkt 'heyrn, hlust' og sú er merkingin í orðasambandinu. Sambandið þunnu hljóði stendur í þágufalli sem einnig er nefnt verkfærisfall. Það heiti kemur úr latínu þar sem sambærilegt samband nefnist ablativus instrumentalis (instrument = verkfæri). Merking verkfærisfalls er að 'gera eitthvað með einhverju'.

Þegja þunnu hljóði er því þannig hugsað að viðkomandi þegi með þunnu eyra eða hlust, það er að eyrað er nægilega þunnt til þess að hann geti heyrt vel og fylgst með.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.8.2004

Síðast uppfært

11.2.2019

Spyrjandi

Margrét Edda

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2004, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4458.

Guðrún Kvaran. (2004, 12. ágúst). Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4458

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2004. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4458>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?
Orðasambandið að þegja þunnu hljóði merkir 'segja ekki neitt en vera þó ósáttur með eitthvað'. Það er mjög gamalt í málinu og kemur m.a. fram í þessu erindi Hávamála:

Inn vari gestur,

er til verðar kemur,

þunnu hljóði þegir,

eyrum hlýðir,

en augum skoðar;

svá nýsisk fróðra hverr fyrir.

(Inn = hinn; verður = málsverður; svá = svo; hlýða = hlusta, nýsast = athuga gaumgæfilega, skyggnast um).

Hljóð getur merkt 'heyrn, hlust' og sú er merkingin í orðasambandinu. Sambandið þunnu hljóði stendur í þágufalli sem einnig er nefnt verkfærisfall. Það heiti kemur úr latínu þar sem sambærilegt samband nefnist ablativus instrumentalis (instrument = verkfæri). Merking verkfærisfalls er að 'gera eitthvað með einhverju'.

Þegja þunnu hljóði er því þannig hugsað að viðkomandi þegi með þunnu eyra eða hlust, það er að eyrað er nægilega þunnt til þess að hann geti heyrt vel og fylgst með....