Inn vari gestur, er til verðar kemur, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar; svá nýsisk fróðra hverr fyrir.(Inn = hinn; verður = málsverður; svá = svo; hlýða = hlusta, nýsast = athuga gaumgæfilega, skyggnast um). Hljóð getur merkt 'heyrn, hlust' og sú er merkingin í orðasambandinu. Sambandið þunnu hljóði stendur í þágufalli sem einnig er nefnt verkfærisfall. Það heiti kemur úr latínu þar sem sambærilegt samband nefnist ablativus instrumentalis (instrument = verkfæri). Merking verkfærisfalls er að 'gera eitthvað með einhverju'. Þegja þunnu hljóði er því þannig hugsað að viðkomandi þegi með þunnu eyra eða hlust, það er að eyrað er nægilega þunnt til þess að hann geti heyrt vel og fylgst með.
Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?
Útgáfudagur
12.8.2004
Spyrjandi
Margrét Edda
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2004. Sótt 30. maí 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4458.
Guðrún Kvaran. (2004, 12. ágúst). Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4458
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir að þegja þunnu hljóði og hvaðan er þetta orðatiltæki komið?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2004. Vefsíða. 30. maí. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4458>.