Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019)

Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum.

Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins vegna ljóseinda, sem tvístrast um sprengjuhylkið og hvers kyns efni í nágrenni sprengjumiðjunnar. Mestur hluti orkunnar í högginu er á breiðu tíðnibili frá 3Hz til 30kHz.

Rafsegulhöggið er í raun höggbylgja sem inniheldur raf- og segulsvið alveg eins og breiðist út frá radíósendi. Höggið stendur yfir í örskamma stund; aðeins nokkur hundruð nanósekúndur (1 nanósekúnda = 10-9 s). Spennustyrkur þess getur auðveldlega verið talinn í kílóvoltum og það getur því spanað upp strauma í leiðurum og, sem mestu máli skiptir, rafeindabrettum í hvers kyns rafeindatækjum.

Viðkvæmastir fyrir rafsegulhöggum eru tölvuíhlutir sem oft eru gerðir úr hálfleiðandi málmoxíðum (MOS). Rafsegulhögg frá lítilli kjarnorkusprengju getur auðveldlega orsakað óafturkræfar bilanir og eyðileggingar á tölvubúnaði.

Með hugviti hefur sérfræðingum stórveldanna tekist að framleiða rafsegulhöggsprengjur sem orsakað geta mikinn usla og tjón hjá mótherjanum. Erfitt er þó að tryggja að höggið valdi ekki árásaraðilanum sjálfum skaða. Sá sem vill vernda sig gegn rafsegulhöggi þarf að búa til svokallað Faradaybúr, loka sig inni í svæði sem umlukið er mjög góðum rafleiðara. Við þekkjum til dæmis hvernig sums staðar er erfitt að ná sambandi í gsm síma úr lokuðum kjöllurum og fleiri stöðum. Fullkomin Faradaybúr eru flókin í gerð og kosta mikla fyrirhöfn.

Höfundur

prófessor í eðlisfræði

Útgáfudagur

13.8.2004

Spyrjandi

Hreiðar Arnarsson

Tilvísun

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). „Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4461.

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). (2004, 13. ágúst). Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4461

Þorsteinn I. Sigfússon (1954-2019). „Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4461>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?
Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum.

Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins vegna ljóseinda, sem tvístrast um sprengjuhylkið og hvers kyns efni í nágrenni sprengjumiðjunnar. Mestur hluti orkunnar í högginu er á breiðu tíðnibili frá 3Hz til 30kHz.

Rafsegulhöggið er í raun höggbylgja sem inniheldur raf- og segulsvið alveg eins og breiðist út frá radíósendi. Höggið stendur yfir í örskamma stund; aðeins nokkur hundruð nanósekúndur (1 nanósekúnda = 10-9 s). Spennustyrkur þess getur auðveldlega verið talinn í kílóvoltum og það getur því spanað upp strauma í leiðurum og, sem mestu máli skiptir, rafeindabrettum í hvers kyns rafeindatækjum.

Viðkvæmastir fyrir rafsegulhöggum eru tölvuíhlutir sem oft eru gerðir úr hálfleiðandi málmoxíðum (MOS). Rafsegulhögg frá lítilli kjarnorkusprengju getur auðveldlega orsakað óafturkræfar bilanir og eyðileggingar á tölvubúnaði.

Með hugviti hefur sérfræðingum stórveldanna tekist að framleiða rafsegulhöggsprengjur sem orsakað geta mikinn usla og tjón hjá mótherjanum. Erfitt er þó að tryggja að höggið valdi ekki árásaraðilanum sjálfum skaða. Sá sem vill vernda sig gegn rafsegulhöggi þarf að búa til svokallað Faradaybúr, loka sig inni í svæði sem umlukið er mjög góðum rafleiðara. Við þekkjum til dæmis hvernig sums staðar er erfitt að ná sambandi í gsm síma úr lokuðum kjöllurum og fleiri stöðum. Fullkomin Faradaybúr eru flókin í gerð og kosta mikla fyrirhöfn....