Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni og hve margar af þeim finnast á Íslandi? Hverjar eru stærstar og hverjar eru minnstar?
Orðið baktería er á íslensku aðallega notað um þá gerla sem valda sjúkdómum en í þessu svari verður gerð grein fyrir þekktum fjölda gerla.

Gerlafræðingar hafa greint og skráð rúmlega 4 þúsund tegundir af gerlum. Ekki hefur höfundur þessa svars tiltækar upplýsingar um hversu margar tegundir hafa fundist hér á landi.

Fyrir fáeinum árum fundu þýskir vísindamenn langstærsta geril sem þekktur er. Hann fannst í jarðvegssýni frá Namibíu og reyndist vera um 750 µm í þvermál (0,75 mm) og er hann þess vegna sýnilegur án hjálpar smásjár. Þessi gerill er 100 sinnum stærri en sá sem áður var talinn stærstur en hann nefnist Epulospiscum fishelsoni og lifir í iðrum ákveðinnar fisktegundar.

Gerilinn frá Namibíu er svo stór að ef við ímynduðum okkur að hann væri á stærð við steypireyð væri næststærsti gerilinn álíka lítill og músarungi. Þessi risi meðal gerla hefur hlotið fræðiheitið Thiomargarista namibiensis sem mætti nefna 'brennisteinsperla Namibíu' enda glóir gerillinn fallega líkt og ópalsteinn með bláum og grænum gljáa og gerlarnir vaxa saman í keðju líkt og perlufesti.Gerillinn Haemophilus influenzae.

Afar smáir gerlar hafa einnig fundist. Þeir smæstu ná varla einum míkrómetra á lengd og eru aðeins brot úr míkrómetra á breidd. Einn slíkur gerill er Haemophilus influenzae (sem áður var sakaður um að valda inflúensu). Hann er frá 0,2–0,3 µm á breidd en 0,5–2,0 µm á lengd. Stærðartölur gerilsins Escherichia coli sem mikið er notaður við rannsóknir eru 7 µm á lengd og 1,8 µm á breidd.

Mynd: MBIM

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.8.2004

Spyrjandi

Hans Friðrik Guðmundsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2004. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4472.

Jón Már Halldórsson. (2004, 20. ágúst). Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4472

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2004. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4472>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvað eru til margar tegundir af bakteríum á jörðinni og hve margar af þeim finnast á Íslandi? Hverjar eru stærstar og hverjar eru minnstar?
Orðið baktería er á íslensku aðallega notað um þá gerla sem valda sjúkdómum en í þessu svari verður gerð grein fyrir þekktum fjölda gerla.

Gerlafræðingar hafa greint og skráð rúmlega 4 þúsund tegundir af gerlum. Ekki hefur höfundur þessa svars tiltækar upplýsingar um hversu margar tegundir hafa fundist hér á landi.

Fyrir fáeinum árum fundu þýskir vísindamenn langstærsta geril sem þekktur er. Hann fannst í jarðvegssýni frá Namibíu og reyndist vera um 750 µm í þvermál (0,75 mm) og er hann þess vegna sýnilegur án hjálpar smásjár. Þessi gerill er 100 sinnum stærri en sá sem áður var talinn stærstur en hann nefnist Epulospiscum fishelsoni og lifir í iðrum ákveðinnar fisktegundar.

Gerilinn frá Namibíu er svo stór að ef við ímynduðum okkur að hann væri á stærð við steypireyð væri næststærsti gerilinn álíka lítill og músarungi. Þessi risi meðal gerla hefur hlotið fræðiheitið Thiomargarista namibiensis sem mætti nefna 'brennisteinsperla Namibíu' enda glóir gerillinn fallega líkt og ópalsteinn með bláum og grænum gljáa og gerlarnir vaxa saman í keðju líkt og perlufesti.Gerillinn Haemophilus influenzae.

Afar smáir gerlar hafa einnig fundist. Þeir smæstu ná varla einum míkrómetra á lengd og eru aðeins brot úr míkrómetra á breidd. Einn slíkur gerill er Haemophilus influenzae (sem áður var sakaður um að valda inflúensu). Hann er frá 0,2–0,3 µm á breidd en 0,5–2,0 µm á lengd. Stærðartölur gerilsins Escherichia coli sem mikið er notaður við rannsóknir eru 7 µm á lengd og 1,8 µm á breidd.

Mynd: MBIM

...