Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?

Skúli Sæland

Í stuttu máli þá ákvað herstjórnin sem var við völd í Argentínu að ráðast inn í Falklandseyjar til að reyna að beina athygli almennings heima fyrir frá óðaverðbólgu og mannréttindabrotum. Falklandseyjar voru hentugar því Bretar og Argentínumenn höfðu lengi deilt um yfirráð yfir þeim.

Eyjurnar liggja um 480 km undan strönd Argentínu. Frakkar höfðu fyrst lagt þær undir sig árið 1763/4 og nefndu þær Iles Malouines. Spánverjar hröktu þá hins vegar þaðan 1767/8 og nefndu þær Islas Malvinas sem er náskylt franska nafninu. Breski sjóliðsforinginn John Byron (1723-1786) setti síðan lið í land á vesturhluta eyjanna og gerði kröfu til þeirra allra þar sem Bretar hefðu fundið þær fyrr. Þó má geta þess að það voru Hollendingar sem sannanlega sáu eyjurnar fyrstir.

Falklandseyjar voru hernaðarlega vel staðsettar og við lá að Spánn og Bretland færu í stríð út af þeim. Ríkin náðu þó samkomulagi og Bretar fengu eyjurnar árið 1771 en þar sem byggð hélst þar ekki við féll krafa þeirra til eyjanna niður. Árið 1820 námu Argentínumenn land á eyjunum og komu upp fanganýlendu þar eftir að hafa öðlast sjálfstæði frá Spánverjum fjórum árum áður. Fljótlega var gerð uppreisn og Malvinaseyjar urðu þá aðsetur sjóræningja. Krafa Argentínumanna til eyjanna féll niður þar sem þær voru nú byggðar íbúum sem ekkert vildu með þá hafa. Sjóránin urðu þó banabiti byggðarinnar því bandarískt herskip eyddi henni árið 1831.

Tveimur árum síðar hófst óslitið landnám Breta þó svo að Argentínumenn hafi stöðugt haldið fram kröfum sínum um að eyjurnar tilheyrðu þeim. Árið 1965 hófu Bretar og Argentínumenn viðræður um framtíð eyjanna með milligöngu Sameinuðu þjóðanna en þær skiluðu litlum árangri. Bresku ríkisstjórnirnar höfðu lítinn áhuga á yfirráðum yfir Falklandseyjum og ákváðu að minnka viðbúnaðinn þar. Um svipað leyti, árið 1976, náði herforingjaráð völdum í Argentínu en landið átti við mikinn efnahagsvanda að etja og náði verðbólgan 140%. Einnig var mikil ólga í samfélaginu og herstjórnin var gagnrýnd harðlega vegna mannréttindabrota í baráttu hennar við skæruliða.

Galtieri hershöfðingi náði yfirráðum á meðal argentínsku herforingjanna árið 1981. Hann einsetti sér að vinna hylli almennings og öðlast stuðning til efnahagsumbóta með því að vekja upp öldu þjóðernistilfinninga með hernámi Falklandseyjanna. Þrýstingi var beitt á Sameinuðu þjóðirnar með því að ýja að innrás, en Bretar tóku ekkert mark á hótunum Argentínumanna og héldu áfram að þæfa viðræður um eyjarnar. Argentínumenn túlkuðu viðbrögð Breta sem taktískt undanhald og þegjandi samþykki við hernámi Argentínumanna á Falklandseyjum. Það ýtti enn frekar undir þessar skoðanir að Bretar áætluðu að draga síðustu bresku hermennina frá Falklandseyjunum árið 1981 auk þess sem íbúar eyjanna misstu full borgararéttindi í Bretlandi sama ár.

Eftir að frekari viðræður um framtíð Falklandseyjanna runnu út í sandinn í janúar 1982 var ákveðið að hrinda innrásaráætlunum Jorges Anayas aðmíráls, yfirmanns argentínska flotans, í framkvæmd. Anaya aðmíráll, sem var eindreginn andstæðingur alls sem breskt var, tímasetti upphaf innrásarinnar í apríl 1982 en neyddist til að flýta henni fram til marsmánaðar. Ástæðan fyrir því var hópur argentínskra þjóðernissinna sem höfðu unnið við vinnslu brotajárns á eyjunni Suður-Georgíu sem er 1390 km austan við Falklandseyjar. Deilur höfðu sprottið upp á milli þeirra og breskra vísindamanna sem voru þar að störfum. Þær enduðu með því að argentínski fáninn var dreginn við hún á eyjunni 19. mars sama ár.

Varðskip breska flotans við Suðurskautslandið, HMS Endurance var skipað að fjarlægja þessa ribbalda þann 25. mars. Þá skarst argentínski flotinn í leikinn og sendi af stað þrjú herskip sem hindruðu ferð breska skipsins. Þrátt fyrir þetta og upplýsingar um flutning argentínskra hermanna til eyjunnar fimm dögum síðar þá gaf breska stjórnin út þá yfirlýsingu að „innrás væri ekki yfirvofandi”. Samt sem áður var ríkisstjóri Falklandseyja, Rex Hunt, varaður við hugsanlegri innrás og þá hófu Bretar að skipuleggja varnir eyjanna. Innrás Argentínumann hófst svo 2. apríl þegar argentínskir sérsveitarmenn voru fluttir í land af tundurspillinum ARA Santisima Trinidad. Örlagadísirnar létu svo sannarlega ekki að sér hæða því eitt systurskipa Santisima var HMS Sheffield, sem var fyrsta breska skipið sem sökkt var í Falklandseyjastríðinu. Sérsveitarmennirnir voru undir strangri skipun um að fella enga breska hermenn sem þeir hlýddu þrátt fyrir mannfall í eigin liði. Morguninn eftir gáfust Bretar upp.

Fréttum af innrásinni var tekið fagnandi í Argentínu á meðan Bretar voru felmtri slegnir. Þar varð dagurinn kunnur sem „Föstudagurinn svarti”. Bretar hófu þó skjótt undirbúning hernaðaraðgerða samtímis því sem þeir beittu andstæðinga sína miklum diplómatískum þrýstingi. Argentínumenn byggðu kröfu sína til eyjanna meðal annars á rétti til landssvæða fyrir 1945, nálægð við eigin landamæri og stofnun Sameinuðu þjóðanna. Mörg ríki innan Sameinuðu þjóðanna áttuðu sig þó á að ef fallist yrði á slíkar kröfur þá þýddi það beina ógn við þeirra eigin landamæri. Því var ályktun, þar sem var skorað á Argentínumenn að hverfa á brott frá Falklandseyjum, samþykkt þann 3. apríl. Evrópusambandið samþykkti sömuleiðis viðskiptabann gegn Argentínu.

Alþjóðasamfélagið var samt sem áður klofið í afstöðu sinni til innrásarinnar. Margir töldu Bretland einungis vera nýlenduveldi sem væri að takast á um eina af fjölmörgum nýlendum sínum. Aðrir töldu að hér væri lýðræðisríki undir árás lands sem lyti einræði herstjórnar. Á endanum varð rökstuðningur Breta öflugri, sérstaklega þar sem íbúar Falklandseyja voru eindregið fylgjandi yfirráðum þeirra.

Eins og búast mátti við fylgdu flestar Evrópuþjóðir Bretum að málum á meðan Suður-Ameríku þjóðirnar studdu málstað Argentínumanna. Undantekningin frá þessu var þó Chile sem lýsti yfir hernaðarástandi. Ástæðan voru deilur ríkjanna tveggja yfir eyjum í Beaglesundi. Þetta varð til þess að mestur hluti úrvalssveita argentínska hersins var áfram staðsettur í Argentínu til að verjast hugsanlegri ógn frá Chile. Þeir gátu því haft lítil áhrif á bardagana á Malvinaseyjum. Þó að Argentínumenn sendu meira en 10.000 hermenn til Malvinaseyja voru þeir þá flestir illa þjálfaðir nýliðar.

Upphaflega gætti Reagan-stjórnin í Bandaríkjunum hlutleysis. Fræg er yfirlýsing Ronalds Reagans að hann skildi ekki hví tveir bandamenn væru að deila yfir „þessu litla ískalda skeri þarna niður frá” [þýðing greinarhöfundar- „That little ice-cold bunch of land down there”]. Reagan einblíndi á baráttuna við kommúnismann og sigur Galtieris hershöfðingja á vinstri sinnuðum skæruliðum í Argentínu var kærkominn. Galtieri hafði því hlotið höfðinglegar móttökur í nýlegri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Sennilegt er því að Galtieri hafi álitið að Bandaríkjamenn myndu halda sig utan stríðsins. Ólíklegt verður að teljast að Argentínumenn hefðu látið verða af innrásinni hefðu þeir talið hugsanlegt að Bandaríkin beittu sér gegn þeim.

Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi því að miðla málum milli stríðsaðila frá 8. apríl til 30. apríl. Eftir þrýsting frá Caspar Weinberger varnarmálaráðherra þá ákvað Reagan að lýsa yfir stuðningi við Breta og beita viðskiptaþvingunum á Argentínumenn.

Bretum munaði svo sannarlega um þennan stuðning. Þeir áttu í megnustu vandræðum með að stunda hernað svo langt frá heimalandinu og fengu því að millilenda á Wideawake herflugvelli Bandaríkjamanna á Ascension-eyjum. Mestu munaði sennilega þó um nýjustu eldflaugar Bandaríkjamanna, AIM-9 Sidewinder. Orðrómur er líka á kreiki um að Bretar hafi fengið lán á bandarísku flugmóðurskipi, aðgang að bandarískum njósnahnöttum og upplýsingum leyniþjónustunnar. Bæði Reagan og Weinberger var síðar veitt bresk riddaratign.

Stríðið átti eftir að standa í 72 daga og kosta 256 Breta og nærri 750 Argentínumenn lífið. Þetta „smástríð” hafði einnig töluverð áhrif á kalda stríðið. Sem dæmi má nefna að Sovétmenn fylgdust vandlega með Falklandseyjastríðinu með fjölda njósnaskipa og lærdómurinn sem stórveldin drógu af þessum hernaði var víðtækur og leiddi til töluverðrar breytingar á búnaði og hertækni.

Ljóst er að báðar þjóðir vanmátu stórlega mikilvægi Falklandseyjanna í augum hvors annars. Enn fremur kom glögglega í ljós hve samskiptaleysi ríkisstjórnanna sín á milli var afdrifaríkt. Margir fræðimenn hafa líka velt upp þeirri spurningu hvort Argentínumenn hefðu ekki unnið stríðið ef þeir hefðu verið bara ofurlítið heppnari – til dæmis náð að hitta eitt flugmóðurskipa Breta með eldflaug. Ef Galtieri hefði beðið í eitt til tvö ár með innrásina þá hefðu Bretar verið búnir að taka nokkur flugmóðurskip úr umferð. Geta breska sjóhersins hefði þá verið töluvert minni til hernaðaraðgerða á borð við Falklandseyjastríðið. Einnig hefur verið bent á hve slælega Argentínski herinn undirbjó varnir eyjanna. Hefðu þær verið betur varðar gætu þeir hafa knúið fram sigur. Argentínumenn áttu bara alls ekki von á því að Bretar myndu berjast fyrir eyjunum sem voru í 10.000 km fjarlægð frá Bretlandi.

Bretar gátu engan veginn látið það viðgangast að Argentínumenn hrifsuðu eyjarnar úr höndum sér. Það hefði verið mikið áfall fyrir þjóðarstoltið auk þess sem slíkt mátti alls ekki gerast á tímum kalda stríðsins. Um þetta leyti geisaði það af fullum krafti og ef Argentínumenn kæmust upp með að taka eyjarnar af Bretum væri það merki um að hið fornfræga breska stórveldi væri hernaðarlega ófært um að verja landssvæði sín. Slíkum vitnisburði hefði verið tekið fagnandi af Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu.

Hefðu Argentínumenn unnið stríðið, eða verið líklegir til þess, er sennilegt að Bandaríkjamenn og NATO hefðu skorist í leikinn.

Afleiðingar stríðsins urðu meðal annars þær að vinsældir Margrétar Thatcher, forsætisráðherra Breta, jukust gríðarlega og hjálpuðu henni að ná endurkjöri. Galtieri og herstjórnin hrökkluðust hins vegar frá völdum í Argentínu.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

20.8.2004

Spyrjandi

Sigrún Sigmundsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Skúli Sæland. „Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2004, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4473.

Skúli Sæland. (2004, 20. ágúst). Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4473

Skúli Sæland. „Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2004. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4473>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?
Í stuttu máli þá ákvað herstjórnin sem var við völd í Argentínu að ráðast inn í Falklandseyjar til að reyna að beina athygli almennings heima fyrir frá óðaverðbólgu og mannréttindabrotum. Falklandseyjar voru hentugar því Bretar og Argentínumenn höfðu lengi deilt um yfirráð yfir þeim.

Eyjurnar liggja um 480 km undan strönd Argentínu. Frakkar höfðu fyrst lagt þær undir sig árið 1763/4 og nefndu þær Iles Malouines. Spánverjar hröktu þá hins vegar þaðan 1767/8 og nefndu þær Islas Malvinas sem er náskylt franska nafninu. Breski sjóliðsforinginn John Byron (1723-1786) setti síðan lið í land á vesturhluta eyjanna og gerði kröfu til þeirra allra þar sem Bretar hefðu fundið þær fyrr. Þó má geta þess að það voru Hollendingar sem sannanlega sáu eyjurnar fyrstir.

Falklandseyjar voru hernaðarlega vel staðsettar og við lá að Spánn og Bretland færu í stríð út af þeim. Ríkin náðu þó samkomulagi og Bretar fengu eyjurnar árið 1771 en þar sem byggð hélst þar ekki við féll krafa þeirra til eyjanna niður. Árið 1820 námu Argentínumenn land á eyjunum og komu upp fanganýlendu þar eftir að hafa öðlast sjálfstæði frá Spánverjum fjórum árum áður. Fljótlega var gerð uppreisn og Malvinaseyjar urðu þá aðsetur sjóræningja. Krafa Argentínumanna til eyjanna féll niður þar sem þær voru nú byggðar íbúum sem ekkert vildu með þá hafa. Sjóránin urðu þó banabiti byggðarinnar því bandarískt herskip eyddi henni árið 1831.

Tveimur árum síðar hófst óslitið landnám Breta þó svo að Argentínumenn hafi stöðugt haldið fram kröfum sínum um að eyjurnar tilheyrðu þeim. Árið 1965 hófu Bretar og Argentínumenn viðræður um framtíð eyjanna með milligöngu Sameinuðu þjóðanna en þær skiluðu litlum árangri. Bresku ríkisstjórnirnar höfðu lítinn áhuga á yfirráðum yfir Falklandseyjum og ákváðu að minnka viðbúnaðinn þar. Um svipað leyti, árið 1976, náði herforingjaráð völdum í Argentínu en landið átti við mikinn efnahagsvanda að etja og náði verðbólgan 140%. Einnig var mikil ólga í samfélaginu og herstjórnin var gagnrýnd harðlega vegna mannréttindabrota í baráttu hennar við skæruliða.

Galtieri hershöfðingi náði yfirráðum á meðal argentínsku herforingjanna árið 1981. Hann einsetti sér að vinna hylli almennings og öðlast stuðning til efnahagsumbóta með því að vekja upp öldu þjóðernistilfinninga með hernámi Falklandseyjanna. Þrýstingi var beitt á Sameinuðu þjóðirnar með því að ýja að innrás, en Bretar tóku ekkert mark á hótunum Argentínumanna og héldu áfram að þæfa viðræður um eyjarnar. Argentínumenn túlkuðu viðbrögð Breta sem taktískt undanhald og þegjandi samþykki við hernámi Argentínumanna á Falklandseyjum. Það ýtti enn frekar undir þessar skoðanir að Bretar áætluðu að draga síðustu bresku hermennina frá Falklandseyjunum árið 1981 auk þess sem íbúar eyjanna misstu full borgararéttindi í Bretlandi sama ár.

Eftir að frekari viðræður um framtíð Falklandseyjanna runnu út í sandinn í janúar 1982 var ákveðið að hrinda innrásaráætlunum Jorges Anayas aðmíráls, yfirmanns argentínska flotans, í framkvæmd. Anaya aðmíráll, sem var eindreginn andstæðingur alls sem breskt var, tímasetti upphaf innrásarinnar í apríl 1982 en neyddist til að flýta henni fram til marsmánaðar. Ástæðan fyrir því var hópur argentínskra þjóðernissinna sem höfðu unnið við vinnslu brotajárns á eyjunni Suður-Georgíu sem er 1390 km austan við Falklandseyjar. Deilur höfðu sprottið upp á milli þeirra og breskra vísindamanna sem voru þar að störfum. Þær enduðu með því að argentínski fáninn var dreginn við hún á eyjunni 19. mars sama ár.

Varðskip breska flotans við Suðurskautslandið, HMS Endurance var skipað að fjarlægja þessa ribbalda þann 25. mars. Þá skarst argentínski flotinn í leikinn og sendi af stað þrjú herskip sem hindruðu ferð breska skipsins. Þrátt fyrir þetta og upplýsingar um flutning argentínskra hermanna til eyjunnar fimm dögum síðar þá gaf breska stjórnin út þá yfirlýsingu að „innrás væri ekki yfirvofandi”. Samt sem áður var ríkisstjóri Falklandseyja, Rex Hunt, varaður við hugsanlegri innrás og þá hófu Bretar að skipuleggja varnir eyjanna. Innrás Argentínumann hófst svo 2. apríl þegar argentínskir sérsveitarmenn voru fluttir í land af tundurspillinum ARA Santisima Trinidad. Örlagadísirnar létu svo sannarlega ekki að sér hæða því eitt systurskipa Santisima var HMS Sheffield, sem var fyrsta breska skipið sem sökkt var í Falklandseyjastríðinu. Sérsveitarmennirnir voru undir strangri skipun um að fella enga breska hermenn sem þeir hlýddu þrátt fyrir mannfall í eigin liði. Morguninn eftir gáfust Bretar upp.

Fréttum af innrásinni var tekið fagnandi í Argentínu á meðan Bretar voru felmtri slegnir. Þar varð dagurinn kunnur sem „Föstudagurinn svarti”. Bretar hófu þó skjótt undirbúning hernaðaraðgerða samtímis því sem þeir beittu andstæðinga sína miklum diplómatískum þrýstingi. Argentínumenn byggðu kröfu sína til eyjanna meðal annars á rétti til landssvæða fyrir 1945, nálægð við eigin landamæri og stofnun Sameinuðu þjóðanna. Mörg ríki innan Sameinuðu þjóðanna áttuðu sig þó á að ef fallist yrði á slíkar kröfur þá þýddi það beina ógn við þeirra eigin landamæri. Því var ályktun, þar sem var skorað á Argentínumenn að hverfa á brott frá Falklandseyjum, samþykkt þann 3. apríl. Evrópusambandið samþykkti sömuleiðis viðskiptabann gegn Argentínu.

Alþjóðasamfélagið var samt sem áður klofið í afstöðu sinni til innrásarinnar. Margir töldu Bretland einungis vera nýlenduveldi sem væri að takast á um eina af fjölmörgum nýlendum sínum. Aðrir töldu að hér væri lýðræðisríki undir árás lands sem lyti einræði herstjórnar. Á endanum varð rökstuðningur Breta öflugri, sérstaklega þar sem íbúar Falklandseyja voru eindregið fylgjandi yfirráðum þeirra.

Eins og búast mátti við fylgdu flestar Evrópuþjóðir Bretum að málum á meðan Suður-Ameríku þjóðirnar studdu málstað Argentínumanna. Undantekningin frá þessu var þó Chile sem lýsti yfir hernaðarástandi. Ástæðan voru deilur ríkjanna tveggja yfir eyjum í Beaglesundi. Þetta varð til þess að mestur hluti úrvalssveita argentínska hersins var áfram staðsettur í Argentínu til að verjast hugsanlegri ógn frá Chile. Þeir gátu því haft lítil áhrif á bardagana á Malvinaseyjum. Þó að Argentínumenn sendu meira en 10.000 hermenn til Malvinaseyja voru þeir þá flestir illa þjálfaðir nýliðar.

Upphaflega gætti Reagan-stjórnin í Bandaríkjunum hlutleysis. Fræg er yfirlýsing Ronalds Reagans að hann skildi ekki hví tveir bandamenn væru að deila yfir „þessu litla ískalda skeri þarna niður frá” [þýðing greinarhöfundar- „That little ice-cold bunch of land down there”]. Reagan einblíndi á baráttuna við kommúnismann og sigur Galtieris hershöfðingja á vinstri sinnuðum skæruliðum í Argentínu var kærkominn. Galtieri hafði því hlotið höfðinglegar móttökur í nýlegri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Sennilegt er því að Galtieri hafi álitið að Bandaríkjamenn myndu halda sig utan stríðsins. Ólíklegt verður að teljast að Argentínumenn hefðu látið verða af innrásinni hefðu þeir talið hugsanlegt að Bandaríkin beittu sér gegn þeim.

Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi því að miðla málum milli stríðsaðila frá 8. apríl til 30. apríl. Eftir þrýsting frá Caspar Weinberger varnarmálaráðherra þá ákvað Reagan að lýsa yfir stuðningi við Breta og beita viðskiptaþvingunum á Argentínumenn.

Bretum munaði svo sannarlega um þennan stuðning. Þeir áttu í megnustu vandræðum með að stunda hernað svo langt frá heimalandinu og fengu því að millilenda á Wideawake herflugvelli Bandaríkjamanna á Ascension-eyjum. Mestu munaði sennilega þó um nýjustu eldflaugar Bandaríkjamanna, AIM-9 Sidewinder. Orðrómur er líka á kreiki um að Bretar hafi fengið lán á bandarísku flugmóðurskipi, aðgang að bandarískum njósnahnöttum og upplýsingum leyniþjónustunnar. Bæði Reagan og Weinberger var síðar veitt bresk riddaratign.

Stríðið átti eftir að standa í 72 daga og kosta 256 Breta og nærri 750 Argentínumenn lífið. Þetta „smástríð” hafði einnig töluverð áhrif á kalda stríðið. Sem dæmi má nefna að Sovétmenn fylgdust vandlega með Falklandseyjastríðinu með fjölda njósnaskipa og lærdómurinn sem stórveldin drógu af þessum hernaði var víðtækur og leiddi til töluverðrar breytingar á búnaði og hertækni.

Ljóst er að báðar þjóðir vanmátu stórlega mikilvægi Falklandseyjanna í augum hvors annars. Enn fremur kom glögglega í ljós hve samskiptaleysi ríkisstjórnanna sín á milli var afdrifaríkt. Margir fræðimenn hafa líka velt upp þeirri spurningu hvort Argentínumenn hefðu ekki unnið stríðið ef þeir hefðu verið bara ofurlítið heppnari – til dæmis náð að hitta eitt flugmóðurskipa Breta með eldflaug. Ef Galtieri hefði beðið í eitt til tvö ár með innrásina þá hefðu Bretar verið búnir að taka nokkur flugmóðurskip úr umferð. Geta breska sjóhersins hefði þá verið töluvert minni til hernaðaraðgerða á borð við Falklandseyjastríðið. Einnig hefur verið bent á hve slælega Argentínski herinn undirbjó varnir eyjanna. Hefðu þær verið betur varðar gætu þeir hafa knúið fram sigur. Argentínumenn áttu bara alls ekki von á því að Bretar myndu berjast fyrir eyjunum sem voru í 10.000 km fjarlægð frá Bretlandi.

Bretar gátu engan veginn látið það viðgangast að Argentínumenn hrifsuðu eyjarnar úr höndum sér. Það hefði verið mikið áfall fyrir þjóðarstoltið auk þess sem slíkt mátti alls ekki gerast á tímum kalda stríðsins. Um þetta leyti geisaði það af fullum krafti og ef Argentínumenn kæmust upp með að taka eyjarnar af Bretum væri það merki um að hið fornfræga breska stórveldi væri hernaðarlega ófært um að verja landssvæði sín. Slíkum vitnisburði hefði verið tekið fagnandi af Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu.

Hefðu Argentínumenn unnið stríðið, eða verið líklegir til þess, er sennilegt að Bandaríkjamenn og NATO hefðu skorist í leikinn.

Afleiðingar stríðsins urðu meðal annars þær að vinsældir Margrétar Thatcher, forsætisráðherra Breta, jukust gríðarlega og hjálpuðu henni að ná endurkjöri. Galtieri og herstjórnin hrökkluðust hins vegar frá völdum í Argentínu.

Heimildir:

Myndir:...