Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?

Karl Skírnisson

Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum.

Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra metra langir bandormar ganga niður af mönnum fer andlát þeirra sjaldnast fram hjá þeim sem hýst hafa orminn. Margar tegundir bandormalyfja eru á markaði og er auðvelt að drepa þá með réttri lyfjagjöf.

Ef við skoðum aðeins sögulegar staðreyndir um bandormasýkingar í fólki á Íslandi má sjá að ástandið hefur ekki alltaf verið svona gott. Allt fram á síðustu öld fannst lirfustig sullaveikibandormsins iðulega í mönnum og ýmsum húsdýrum hér á landi. Sullirnir voru oftast annað hvort í lifur eða lungum. Fullorðni ormurinn lifir aftur á móti í meltingarfærum hunda og þar verða eggin til sem berast með hundaskít út í umhverfið. Hvert egg getur svo orðið að sulli berist það ofan í menn eða grasbíta.

Sullaveikibandorminum var útrýmt hér á landi fyrir mörgum áratugum og náðist þessi góði árangur þegar hætt var að leyfa hundum að éta sulli úr sollnu sauðfé, auk þess sem hundum í landinu var stórlega fækkað.

Önnur bandormstegund sem ber fræðiheitið Dipylidium caninum fannst sjálfsagt einnig af og til í fólki allt fram á síðustu öld en hún hvarf endanlega þegar mannaflónni, sem hýsti sullstigið, var útrýmt hér á landi um miðbik síðustu aldar. Þessi bandormur var mjög algengur í hundum á 19. öld og ormurinn er þekktur fyrir að geta líka lifað í mönnum sem smituðust við að fá ofan í sig lirfusmitaðar flær.



Þriðja bandormstegundin sem fræðilega séð gæti fundist hér í mönnum er lítill bandormur, Hymenolepis nana. Þessi ormur heldur sig alla jafna í músum og rottum en gæti einnig lifað í mönnum ef svo illa vildi til að músa- eða nagdýraskítur með þessum bandormseggjum í lenti í matvælum sem menn legðu sér síðan til munns. Tegundin er hér landlæg í nagdýrum.

Stundum finnast bandormar í fólki sem hingað kemur frá útlöndum og hafa menn þá náð sér í smitið (egg eða sulli) erlendis. Þarna geta verið á ferðinni nokkrar tegundir bandorma og eru sumar þeirra vel þekktir sjúkdómsvaldar. Smitun getur til dæmis orðið við að snæða sýktan hráan eða illa soðinn fisk (þannig smitast menn af svonefndum breiða bandormi, Diphyllobothrium latum) eða við það að leggja sér til munns lirfusmitað hrátt og illa steikt nauta- eða svínakjöt (tegundirnar Taenia saginata, Taenia solium) sem ekki hefur verið hitað það mikið að lirfurnar í kjötinu dræpust.



Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum um sníkjudýr eftir sama höfund:

Heimild og myndir:
  • Karl Skírnisson, Sigurður H. Richter & Matthías Eydal. 2003. Prevalence of human parasites in Iceland: Past and present status. Chapter 4, pp. 34-44 in: Parasites of the Colder Climates (Ed. Hannah Akkuffo, Inger Ljungström, Ewert Linder and Mats Whalgren). Taylor & Francis, London and New York.
  • Stabler and Howlett Veterinary Surgeons
  • American Museum of Natural History

Höfundur

Karl Skírnisson

dýrafræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

23.8.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Karl Skírnisson. „Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2004, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4474.

Karl Skírnisson. (2004, 23. ágúst). Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4474

Karl Skírnisson. „Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2004. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4474>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?
Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum.

Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra metra langir bandormar ganga niður af mönnum fer andlát þeirra sjaldnast fram hjá þeim sem hýst hafa orminn. Margar tegundir bandormalyfja eru á markaði og er auðvelt að drepa þá með réttri lyfjagjöf.

Ef við skoðum aðeins sögulegar staðreyndir um bandormasýkingar í fólki á Íslandi má sjá að ástandið hefur ekki alltaf verið svona gott. Allt fram á síðustu öld fannst lirfustig sullaveikibandormsins iðulega í mönnum og ýmsum húsdýrum hér á landi. Sullirnir voru oftast annað hvort í lifur eða lungum. Fullorðni ormurinn lifir aftur á móti í meltingarfærum hunda og þar verða eggin til sem berast með hundaskít út í umhverfið. Hvert egg getur svo orðið að sulli berist það ofan í menn eða grasbíta.

Sullaveikibandorminum var útrýmt hér á landi fyrir mörgum áratugum og náðist þessi góði árangur þegar hætt var að leyfa hundum að éta sulli úr sollnu sauðfé, auk þess sem hundum í landinu var stórlega fækkað.

Önnur bandormstegund sem ber fræðiheitið Dipylidium caninum fannst sjálfsagt einnig af og til í fólki allt fram á síðustu öld en hún hvarf endanlega þegar mannaflónni, sem hýsti sullstigið, var útrýmt hér á landi um miðbik síðustu aldar. Þessi bandormur var mjög algengur í hundum á 19. öld og ormurinn er þekktur fyrir að geta líka lifað í mönnum sem smituðust við að fá ofan í sig lirfusmitaðar flær.



Þriðja bandormstegundin sem fræðilega séð gæti fundist hér í mönnum er lítill bandormur, Hymenolepis nana. Þessi ormur heldur sig alla jafna í músum og rottum en gæti einnig lifað í mönnum ef svo illa vildi til að músa- eða nagdýraskítur með þessum bandormseggjum í lenti í matvælum sem menn legðu sér síðan til munns. Tegundin er hér landlæg í nagdýrum.

Stundum finnast bandormar í fólki sem hingað kemur frá útlöndum og hafa menn þá náð sér í smitið (egg eða sulli) erlendis. Þarna geta verið á ferðinni nokkrar tegundir bandorma og eru sumar þeirra vel þekktir sjúkdómsvaldar. Smitun getur til dæmis orðið við að snæða sýktan hráan eða illa soðinn fisk (þannig smitast menn af svonefndum breiða bandormi, Diphyllobothrium latum) eða við það að leggja sér til munns lirfusmitað hrátt og illa steikt nauta- eða svínakjöt (tegundirnar Taenia saginata, Taenia solium) sem ekki hefur verið hitað það mikið að lirfurnar í kjötinu dræpust.



Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum um sníkjudýr eftir sama höfund:

Heimild og myndir:
  • Karl Skírnisson, Sigurður H. Richter & Matthías Eydal. 2003. Prevalence of human parasites in Iceland: Past and present status. Chapter 4, pp. 34-44 in: Parasites of the Colder Climates (Ed. Hannah Akkuffo, Inger Ljungström, Ewert Linder and Mats Whalgren). Taylor & Francis, London and New York.
  • Stabler and Howlett Veterinary Surgeons
  • American Museum of Natural History
...