Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hortittur í bragfræði?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap.

Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', samanber að vera horaður, og tittur sem er 'pinni eða smánagli'. Slakir smiðir nota stundum hortitti, samanber þessa tilvitnun úr tímaritinu Goðasteini frá árinu 1970:
Slakur smiður smíðaði horrim í meis. Hún féll ekki út í okagatið nema rekinn væri með henni hortittur. Verkið nefndist að hortitta. (36)
Á sama hátt og menn nota hortitti til að fylla í glufur við smíðar er orðið notað í yfirfærðri merkingu um óþarfa uppfyllingar í tungumálinu. Hér eru nokkur dæmi um orðið í þessari notkun, öll fengin úr gagnasafni Orðabókar Háskólans. Elsta dæmið er úr Riti þess íslenska lærdómslistafélags, frá lokum 18. aldar:
at brúka vand-skilin ord, og adra kraptlausa hortittu (svo kalla eg þær klausur sem þúngir bragarhættir neyda menn til at skióta inn í adalefnit, einúngis til uppfyllíngar, hvert sem þær heyra þar nockurt til edr eigi). (X, 286)
Annað dæmi er frá lokum 19. aldar og þar er talað um fyrri hluta vísna sem hortitti:
Það er galli á mörgum góðum vísum [...] að fyrri hlutinn er einn heljarmikill hortittur, rekinn þar aðeins svo seinni hlutinn hafi eitthvað að díngla á. Það kallar Páll að „prjóna framan við“.
Loks er rétt að geta þess að hortittur er ekki aðeins notað um uppfyllingar í kveðskap heldur einnig í öðrum skáldskapargreinum, til dæmis er talað um 'hortitt í sögu'. Stundum er orðið haft um staðlaðar setningar í talmáli, eins og þetta dæmi frá miðri síðustu öld sýnir:
Varhugavert væri að ávarpa fólk, sem kemur inn í verzlanir með ,,Hvað var það fyrir yður?'' Þetta ávarp er ótrúlega algengt, en er leiðinlegur hortittur í verzlunarmálinu.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Orðabók Háskólans

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.8.2004

Spyrjandi

Davíð Kristjánsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er hortittur í bragfræði?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2004, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4477.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 25. ágúst). Hvað er hortittur í bragfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4477

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er hortittur í bragfræði?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2004. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4477>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hortittur í bragfræði?
Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap.

Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', samanber að vera horaður, og tittur sem er 'pinni eða smánagli'. Slakir smiðir nota stundum hortitti, samanber þessa tilvitnun úr tímaritinu Goðasteini frá árinu 1970:
Slakur smiður smíðaði horrim í meis. Hún féll ekki út í okagatið nema rekinn væri með henni hortittur. Verkið nefndist að hortitta. (36)
Á sama hátt og menn nota hortitti til að fylla í glufur við smíðar er orðið notað í yfirfærðri merkingu um óþarfa uppfyllingar í tungumálinu. Hér eru nokkur dæmi um orðið í þessari notkun, öll fengin úr gagnasafni Orðabókar Háskólans. Elsta dæmið er úr Riti þess íslenska lærdómslistafélags, frá lokum 18. aldar:
at brúka vand-skilin ord, og adra kraptlausa hortittu (svo kalla eg þær klausur sem þúngir bragarhættir neyda menn til at skióta inn í adalefnit, einúngis til uppfyllíngar, hvert sem þær heyra þar nockurt til edr eigi). (X, 286)
Annað dæmi er frá lokum 19. aldar og þar er talað um fyrri hluta vísna sem hortitti:
Það er galli á mörgum góðum vísum [...] að fyrri hlutinn er einn heljarmikill hortittur, rekinn þar aðeins svo seinni hlutinn hafi eitthvað að díngla á. Það kallar Páll að „prjóna framan við“.
Loks er rétt að geta þess að hortittur er ekki aðeins notað um uppfyllingar í kveðskap heldur einnig í öðrum skáldskapargreinum, til dæmis er talað um 'hortitt í sögu'. Stundum er orðið haft um staðlaðar setningar í talmáli, eins og þetta dæmi frá miðri síðustu öld sýnir:
Varhugavert væri að ávarpa fólk, sem kemur inn í verzlanir með ,,Hvað var það fyrir yður?'' Þetta ávarp er ótrúlega algengt, en er leiðinlegur hortittur í verzlunarmálinu.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
  • Orðabók Háskólans
...