Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun.

Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur.

Svo virðist sem orðið thriller í merkingunni spennusaga hafi fyrst verið notað í enskri tungu undir lok 19. aldar. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans eru nokkur dæmi um notkun orðsins spennusaga, það elsta frá árinu 1978 úr tímaritinu Skírni. Þar er talað um: „spennu-, átaka- og mannraunasögur af ýmsu tagi, allt dæmigerðar 'karlabækur'“. (67)

Myndinni Cliffhanger var meðal annars lýst sem heilli snjóskriðu af spennu.

Spennusögur draga nafn sitt af því að þær halda athygli lesenda með því að byggja upp spennu. Rætur spennusagna liggja meðal annars í svonefndum framhaldssögum (e. serialized fiction, serial) sem voru ríkur þáttur í enskri bókmenntahefð á 19. öld, sérstaklega á árunum 1860-1890.

Framhaldssögur voru gefnar út í mörgum hlutum, til dæmis í tímaritum eða dagblöðum og útgáfumátinn hafði áhrif á formgerð sagnanna. Mikilvægt var að fanga athygli lesenda strax og viðhalda henni þangað til næsti hluti kæmi út.

Í spennusögunum er spenna byggð upp með því að halda ákveðnum upplýsingum frá lesanda. Dæmi um þetta væru til dæmis eftirfarandi kaflalok:
Skyndilega birtist hönd í myrkrinu og skot reið af. Egill fann þegar heitt blóðið rann niður kinnina á honum.
Hér er því haldið leyndu hver hleypti af skotinu og kaflinn endar án þess að lesandinn viti hvað verður um Egil. Þannig skapast spenna og lesandinn flýtir sér að fletta á næstu síðu þar sem hann vonast eftir að fá upplýsingarnar sem vantar.

Á ensku nefnast spennuþrungin atvik eins og þessi cliffhanger. Skáldsögur enska rithöfundarins Charles Dickens (1812-1870) sem birtust margar fyrst sem framhaldssögur eru þekktar fyrir spennuþrungin atvik í lok kafla.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.8.2004

Spyrjandi

Auður Ásta Andrésdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2004. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4479.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 25. ágúst). Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4479

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2004. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4479>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru spennusögur og af hverju eru þær svona spennandi?
Orðið spennusaga er þýðing á enska orðinu ‘thriller’ sem er aðallega haft um spennandi sögur eða kvikmyndir. Thrill merkir spenna eða æsandi upplifun.

Spennusögur skarast oft við aðrar bókmenntategundir, eins og til dæmis leynilögreglusögur, njósnasögur, sakamálasögur og hryllingssögur.

Svo virðist sem orðið thriller í merkingunni spennusaga hafi fyrst verið notað í enskri tungu undir lok 19. aldar. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans eru nokkur dæmi um notkun orðsins spennusaga, það elsta frá árinu 1978 úr tímaritinu Skírni. Þar er talað um: „spennu-, átaka- og mannraunasögur af ýmsu tagi, allt dæmigerðar 'karlabækur'“. (67)

Myndinni Cliffhanger var meðal annars lýst sem heilli snjóskriðu af spennu.

Spennusögur draga nafn sitt af því að þær halda athygli lesenda með því að byggja upp spennu. Rætur spennusagna liggja meðal annars í svonefndum framhaldssögum (e. serialized fiction, serial) sem voru ríkur þáttur í enskri bókmenntahefð á 19. öld, sérstaklega á árunum 1860-1890.

Framhaldssögur voru gefnar út í mörgum hlutum, til dæmis í tímaritum eða dagblöðum og útgáfumátinn hafði áhrif á formgerð sagnanna. Mikilvægt var að fanga athygli lesenda strax og viðhalda henni þangað til næsti hluti kæmi út.

Í spennusögunum er spenna byggð upp með því að halda ákveðnum upplýsingum frá lesanda. Dæmi um þetta væru til dæmis eftirfarandi kaflalok:
Skyndilega birtist hönd í myrkrinu og skot reið af. Egill fann þegar heitt blóðið rann niður kinnina á honum.
Hér er því haldið leyndu hver hleypti af skotinu og kaflinn endar án þess að lesandinn viti hvað verður um Egil. Þannig skapast spenna og lesandinn flýtir sér að fletta á næstu síðu þar sem hann vonast eftir að fá upplýsingarnar sem vantar.

Á ensku nefnast spennuþrungin atvik eins og þessi cliffhanger. Skáldsögur enska rithöfundarins Charles Dickens (1812-1870) sem birtust margar fyrst sem framhaldssögur eru þekktar fyrir spennuþrungin atvik í lok kafla.

Heimildir og mynd:...