Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?

Þröstur Eysteinsson

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu:

  1. Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?
  2. Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin?

Svar við fyrri spurningu:

Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jörðinni er svo mikil og margslungin að ógjörningur er að telja allt upp. Sem dæmi má þó nefna að skógar framleiða stóran hluta súrefnisins í andrúmsloftinu, eru mikilvægir í að viðhalda stöðugleika í veðurfari, skapa jarðveg og koma í veg fyrir jarðvegsrof og eru heimili fjölda lífverutegunda sem ekki gætu lifað utan skóga.

Sem auðlind hafa skógar gífurlega efnahagslega þýðingu og eru undirstaða mjög stórs hluta hagkerfis margra landa. Þær þjóðir sem ekki hafa skóga neyðast til að flytja inn allar skógarafurðir, svo sem pappír og byggingartimbur. Líf eins og við þekkjum það, bæði lífið á jörðinni og efnahagslíf mannsins, væri óhugsandi án skóga. Þess vegna er skógareyðing alvarlegt vandamál gangi hún of langt, en slíkt gerðist einmitt á Íslandi og leiddi af sér örbirgð.

Eyðing skóga í heiminum getur ógnað lífi og afkomu dýra, plantna og manna sem lifa í skógunum.

Svar við síðari spurningu:

Eyðing er það kallað þegar skógur hverfur af tilteknu landsvæði til lengri tíma, til dæmis þegar skógur vex ekki aftur eftir skógarhögg vegna breyttrar landnýtingar. Það telst ekki eyðing ef séð er til þess að skógur vaxi aftur upp eftir skógarhögg.

Talsverð skógareyðing á sér stað í heiminum en þó ekki um heim allan. Í Evrópu og Norður-Ameríku hefur skógarþekja reyndar aukist á síðustu 50 árum en víðast í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Suðaustur-Asíu hefur þekja skóglendis dregist saman, einkum af því að skóglendi hefur verið tekið til landbúnaðarnota. Þetta er talið vandamál, einkum af því að þarna er verið að eyða búsvæðum margra lífvera sem eru í útrýmingarhættu. Í framhaldi af skógareyðingu verður svo oft jarðvegsrof sem spillt getur lífi í ám og vötnum og leiðir að lokum til eyðimerkurmyndunar.

Mynd:

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

26.8.2004

Spyrjandi

Kjartan G.

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?“ Vísindavefurinn, 26. ágúst 2004. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4480.

Þröstur Eysteinsson. (2004, 26. ágúst). Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4480

Þröstur Eysteinsson. „Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?“ Vísindavefurinn. 26. ágú. 2004. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4480>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?
Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu:

  1. Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?
  2. Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin?

Svar við fyrri spurningu:

Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jörðinni er svo mikil og margslungin að ógjörningur er að telja allt upp. Sem dæmi má þó nefna að skógar framleiða stóran hluta súrefnisins í andrúmsloftinu, eru mikilvægir í að viðhalda stöðugleika í veðurfari, skapa jarðveg og koma í veg fyrir jarðvegsrof og eru heimili fjölda lífverutegunda sem ekki gætu lifað utan skóga.

Sem auðlind hafa skógar gífurlega efnahagslega þýðingu og eru undirstaða mjög stórs hluta hagkerfis margra landa. Þær þjóðir sem ekki hafa skóga neyðast til að flytja inn allar skógarafurðir, svo sem pappír og byggingartimbur. Líf eins og við þekkjum það, bæði lífið á jörðinni og efnahagslíf mannsins, væri óhugsandi án skóga. Þess vegna er skógareyðing alvarlegt vandamál gangi hún of langt, en slíkt gerðist einmitt á Íslandi og leiddi af sér örbirgð.

Eyðing skóga í heiminum getur ógnað lífi og afkomu dýra, plantna og manna sem lifa í skógunum.

Svar við síðari spurningu:

Eyðing er það kallað þegar skógur hverfur af tilteknu landsvæði til lengri tíma, til dæmis þegar skógur vex ekki aftur eftir skógarhögg vegna breyttrar landnýtingar. Það telst ekki eyðing ef séð er til þess að skógur vaxi aftur upp eftir skógarhögg.

Talsverð skógareyðing á sér stað í heiminum en þó ekki um heim allan. Í Evrópu og Norður-Ameríku hefur skógarþekja reyndar aukist á síðustu 50 árum en víðast í Mið- og Suður-Ameríku, Afríku og Suðaustur-Asíu hefur þekja skóglendis dregist saman, einkum af því að skóglendi hefur verið tekið til landbúnaðarnota. Þetta er talið vandamál, einkum af því að þarna er verið að eyða búsvæðum margra lífvera sem eru í útrýmingarhættu. Í framhaldi af skógareyðingu verður svo oft jarðvegsrof sem spillt getur lífi í ám og vötnum og leiðir að lokum til eyðimerkurmyndunar.

Mynd:...