Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður?

Jóna Jónsdóttir

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og í fyrstu voru einungis starfræktar tvær deildir, heilbrigðisdeild sem kenndi hjúkrun og rekstrardeild sem kenndi iðnrekstrarfræði.

Fyrsta árið var 31 nemandi skráður í nám við skólann. Eftir því sem tíminn leið jókst námsframboðið og á yfirstandandi skólaári, 17 árum eftir að háskólinn var stofnaður, er boðið upp á nám í sex deildum. Þær eru eftirtaldar:
 • Auðlindadeild – fiskeldi, líftækni, umhverfisfræði og sjávarútvegsfræði.
 • Félagsvísinda- og lagadeild – félagsvísindaskor (sálfræði, samfélags- og hagþróunarfræði og fjölmiðlafræði) og lögfræðiskor.
 • Heilbrigðisdeild – hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun og framhaldsnám í heilbrigðisvísindum.
 • Kennaradeild – grunnskólabraut, leikskólabraut og framhaldsbraut.
 • Rekstrar- og viðskiptadeild – fjármál, ferðamálafræði, stjórnun og markaðsfræði.
 • Upplýsingatæknideild - tölvunarfræði.
Haustið 2004 eru skráðir nemendur rúmlega 1570 og fastráðnir starfsmenn eru um 160.

Háskólinn á Akureyri er leiðandi í þróun og miðlun fjarnáms og nú er svo komið að fjórar deildir bjóða upp á fjarnám af einni eða fleiri brautum. Eru þetta auðlindadeild, heilbrigðisdeild, kennaradeild og rekstrar- og viðskiptadeild. Nemendur í fjarnámi eru rúmlega 600 víðs vegar um landið.

Mynd:

Höfundur

Forstöðumaður samskiptamiðstöðvar Háskólans á Akureyri

Útgáfudagur

27.8.2004

Spyrjandi

Guðborg Sigtryggsdóttir

Tilvísun

Jóna Jónsdóttir. „Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður? “ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2004. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4484.

Jóna Jónsdóttir. (2004, 27. ágúst). Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4484

Jóna Jónsdóttir. „Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður? “ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2004. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4484>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var Háskólinn á Akureyri stofnaður?
Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og í fyrstu voru einungis starfræktar tvær deildir, heilbrigðisdeild sem kenndi hjúkrun og rekstrardeild sem kenndi iðnrekstrarfræði.

Fyrsta árið var 31 nemandi skráður í nám við skólann. Eftir því sem tíminn leið jókst námsframboðið og á yfirstandandi skólaári, 17 árum eftir að háskólinn var stofnaður, er boðið upp á nám í sex deildum. Þær eru eftirtaldar:
 • Auðlindadeild – fiskeldi, líftækni, umhverfisfræði og sjávarútvegsfræði.
 • Félagsvísinda- og lagadeild – félagsvísindaskor (sálfræði, samfélags- og hagþróunarfræði og fjölmiðlafræði) og lögfræðiskor.
 • Heilbrigðisdeild – hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun og framhaldsnám í heilbrigðisvísindum.
 • Kennaradeild – grunnskólabraut, leikskólabraut og framhaldsbraut.
 • Rekstrar- og viðskiptadeild – fjármál, ferðamálafræði, stjórnun og markaðsfræði.
 • Upplýsingatæknideild - tölvunarfræði.
Haustið 2004 eru skráðir nemendur rúmlega 1570 og fastráðnir starfsmenn eru um 160.

Háskólinn á Akureyri er leiðandi í þróun og miðlun fjarnáms og nú er svo komið að fjórar deildir bjóða upp á fjarnám af einni eða fleiri brautum. Eru þetta auðlindadeild, heilbrigðisdeild, kennaradeild og rekstrar- og viðskiptadeild. Nemendur í fjarnámi eru rúmlega 600 víðs vegar um landið.

Mynd:...