Sólin Sólin Rís 06:05 • sest 20:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:45 • Síðdegis: 21:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:49 í Reykjavík

Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út.

Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills hafi verið eplatré og þegar Adam beit í eplið hafi það staðið í honum og þess vegna skagi kýli út á hálsi karlmanna.Mynd af Adam og Evu eftir að hafa borðað af skilningstrénu. Bæði skýla kynfærunum og Adam heldur um hálsinn þar sem ávöxturinn stendur í honum.

Í fyrstu Mósebók segir ekkert um að epli hafi hrokkið ofan í Adam, heldur aðeins að eftir að hafa gætt sér á ávexti trésins hafi Adam og Eva áttað sig á nekt sinni:
En er konan sá, að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks, þá tók hún af ávexti þess og át, og hún gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át. Þá lukust upp augu þeirra beggja, og þau urðu þess vör, að þau voru nakin, og þau festu saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sér mittisskýlur. (3:6-7)
Á Srí Lanka er rúmlega 2000 metra hátt fjall sem kallast Adamstindur. Samkvæmt íslömskum sögnum er þar að finna rúmlega tveggja metra löng fótspor Adams og af þeim dregur fjallið nafn sitt.

Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna fjölmörg Adamsorð:
 • Adamsalin
 • Adamsgjald
 • Adamshlóðir
 • Adamshold
 • Adamskyn
 • Adamsletur
 • Adamsmold
 • Adamsskraut
 • Adamssonur
 • Adamstrú
 • Adamsætt
En mun færri eru mynduð eftir nafni Evu:
 • Evubarn
 • Evudóttir
 • Evuklæði
Hægt er að lesa ýmsar frásagnir af Adam og Evu sem ekki tilheyra bókum Biblíunnar á vefsetrinu Pseudepigrapha, Apocrypha and Sacred Writings.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.9.2004

Spyrjandi

Sindri Gunnarsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?“ Vísindavefurinn, 1. september 2004. Sótt 12. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4490.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 1. september). Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4490

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2004. Vefsíða. 12. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4490>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju dregur Adamseplið nafn sitt?
Adamsepli er annað nafn yfir barkakýli sem er efsti og gildasti hluti barkans og tengir saman kok og barka. Barkakýlið er úr brjóski og á hálsi karlmanna skagar það oft út.

Heitið Adamsepli á rætur að rekja til seinni tíma útskýringar á fyrstu bók Móse. Útskýringin hljómar þannig að skilningstré góðs og ills hafi verið eplatré og þegar Adam beit í eplið hafi það staðið í honum og þess vegna skagi kýli út á hálsi karlmanna.Mynd af Adam og Evu eftir að hafa borðað af skilningstrénu. Bæði skýla kynfærunum og Adam heldur um hálsinn þar sem ávöxturinn stendur í honum.

Í fyrstu Mósebók segir ekkert um að epli hafi hrokkið ofan í Adam, heldur aðeins að eftir að hafa gætt sér á ávexti trésins hafi Adam og Eva áttað sig á nekt sinni:
En er konan sá, að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks, þá tók hún af ávexti þess og át, og hún gaf einnig manni sínum, sem með henni var, og hann át. Þá lukust upp augu þeirra beggja, og þau urðu þess vör, að þau voru nakin, og þau festu saman fíkjuviðarblöð og gjörðu sér mittisskýlur. (3:6-7)
Á Srí Lanka er rúmlega 2000 metra hátt fjall sem kallast Adamstindur. Samkvæmt íslömskum sögnum er þar að finna rúmlega tveggja metra löng fótspor Adams og af þeim dregur fjallið nafn sitt.

Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna fjölmörg Adamsorð:
 • Adamsalin
 • Adamsgjald
 • Adamshlóðir
 • Adamshold
 • Adamskyn
 • Adamsletur
 • Adamsmold
 • Adamsskraut
 • Adamssonur
 • Adamstrú
 • Adamsætt
En mun færri eru mynduð eftir nafni Evu:
 • Evubarn
 • Evudóttir
 • Evuklæði
Hægt er að lesa ýmsar frásagnir af Adam og Evu sem ekki tilheyra bókum Biblíunnar á vefsetrinu Pseudepigrapha, Apocrypha and Sacred Writings.

Heimildir og mynd:...