Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru ilmvötn umhverfisvæn?

Ingibjörg E. Björnsdóttir

Ilmvötn eru flóknar efnablöndur samansettar úr allt að 500 mismunandi efnasamböndum. Ilmvötn fyrir konur eru samsett úr 20-30% ilmolíu í 95% blöndu af etanóli. Rakspírar fyrir karlmenn eru svipaðir en innihalda yfirleitt minna magn af ilmolíu.

Fyrr á öldum voru fyrst og fremst notuð náttúruleg ilmefni í ilmvötn og ilmolíur. Sum ilmefnin komu úr blómum eins og jasmin og rósum. Önnur ilmefni voru úr dýraríkinu. Þessi ilmefni voru umhverfisvæn að því marki sem þau voru byggð á sjálfbærri nýtingu náttúrunnar.



Eftir lok síðari heimsstyrjaldar á 20.öld fóru menn að nota gerviefni unnin úr jarðolíu í ilmvötn og ilmolíur. Notkun náttúrulegra efnasambanda minnkaði eftir því sem notkun jarðolíusambanda jókst. Í dag eru flest ilmvötn búin til úr gerviefnum enda eru gerviefnin ódýrari í framleiðslu en náttúruleg ilmefni.

Ekki er hægt að segja að notkun jarðolíu í ilmvötn sé umhverfisvæn þar sem olían er takmörkuð auðlind sem fyrr eða síðar mun ganga til þurrðar. Þannig eru ilmvötn unnin úr olíuefnum og gerviefnum ekki jafn umhverfisvæn og þau náttúrulegu ilmvötn sem notuð voru fyrr á tímum. Til þess að finna umhverfisvænt ilmvatn þarf að finna ilmvatn sem er framleitt á sjálfbæran hátt úr náttúrulegum efnum. Reikna má með að slíkt ilmvatn sé dýrara en venjuleg ilmvötn framleidd úr gerviefnum.

Vaxandi umræða er í Bandaríkjunum og Bretlandi um það hvort ilmvötn geti verið heilsuskaðleg. Fólk með fjölofnæmi getur orðið veikt af því einu að anda að sér ilmvatni sem einhver annar er að nota. Fólk er einnig mjög misviðkvæmt fyrir lykt og því getur lykt sem einum finnst góð verið öðrum til mikils ama.

Það gildir því um ilmvötn eins og svo margt annað að það er best að nota þau í hófi. Ekki er æskilegt að nota sterk ilmvötn nálægt ungabörnum og hafa ber í huga að mikil ilmvatnsnotkun getur valdið ofnæmisviðbrögðum. Niðurstaðan er því sú, að rétt er að taka tillit til umhverfisins og nota ilmvötn í hófi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

umhverfisfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Íslands

Útgáfudagur

1.9.2004

Spyrjandi

Ragnheiður Pálmadóttir

Tilvísun

Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Eru ilmvötn umhverfisvæn?“ Vísindavefurinn, 1. september 2004, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4491.

Ingibjörg E. Björnsdóttir. (2004, 1. september). Eru ilmvötn umhverfisvæn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4491

Ingibjörg E. Björnsdóttir. „Eru ilmvötn umhverfisvæn?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2004. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4491>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru ilmvötn umhverfisvæn?
Ilmvötn eru flóknar efnablöndur samansettar úr allt að 500 mismunandi efnasamböndum. Ilmvötn fyrir konur eru samsett úr 20-30% ilmolíu í 95% blöndu af etanóli. Rakspírar fyrir karlmenn eru svipaðir en innihalda yfirleitt minna magn af ilmolíu.

Fyrr á öldum voru fyrst og fremst notuð náttúruleg ilmefni í ilmvötn og ilmolíur. Sum ilmefnin komu úr blómum eins og jasmin og rósum. Önnur ilmefni voru úr dýraríkinu. Þessi ilmefni voru umhverfisvæn að því marki sem þau voru byggð á sjálfbærri nýtingu náttúrunnar.



Eftir lok síðari heimsstyrjaldar á 20.öld fóru menn að nota gerviefni unnin úr jarðolíu í ilmvötn og ilmolíur. Notkun náttúrulegra efnasambanda minnkaði eftir því sem notkun jarðolíusambanda jókst. Í dag eru flest ilmvötn búin til úr gerviefnum enda eru gerviefnin ódýrari í framleiðslu en náttúruleg ilmefni.

Ekki er hægt að segja að notkun jarðolíu í ilmvötn sé umhverfisvæn þar sem olían er takmörkuð auðlind sem fyrr eða síðar mun ganga til þurrðar. Þannig eru ilmvötn unnin úr olíuefnum og gerviefnum ekki jafn umhverfisvæn og þau náttúrulegu ilmvötn sem notuð voru fyrr á tímum. Til þess að finna umhverfisvænt ilmvatn þarf að finna ilmvatn sem er framleitt á sjálfbæran hátt úr náttúrulegum efnum. Reikna má með að slíkt ilmvatn sé dýrara en venjuleg ilmvötn framleidd úr gerviefnum.

Vaxandi umræða er í Bandaríkjunum og Bretlandi um það hvort ilmvötn geti verið heilsuskaðleg. Fólk með fjölofnæmi getur orðið veikt af því einu að anda að sér ilmvatni sem einhver annar er að nota. Fólk er einnig mjög misviðkvæmt fyrir lykt og því getur lykt sem einum finnst góð verið öðrum til mikils ama.

Það gildir því um ilmvötn eins og svo margt annað að það er best að nota þau í hófi. Ekki er æskilegt að nota sterk ilmvötn nálægt ungabörnum og hafa ber í huga að mikil ilmvatnsnotkun getur valdið ofnæmisviðbrögðum. Niðurstaðan er því sú, að rétt er að taka tillit til umhverfisins og nota ilmvötn í hófi.

Heimildir og mynd:

...