Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?

JGÞ

Damókles var hirðmaður Díonýsíosar týranna (405-367 f. Kr.) í Sýrakúsu á Sikiley. Samkvæmt ýmsum frásögnum á Damókles að hafa talað fjálglega um hamingju Díonýsíosar sem væri tilkomin vegna auðs og valda.

Díonýsíos ákvað því að sýna hirðmanni sínum hvernig hamingju hans væri raunverulega háttað. Hann bauð Damóklesi til glæsilegrar og íburðarmikillar veislu en skipaði honum til sætis undir miklu sverði sem hékk aðeins í einu hrosshári.

Með þessu vildi Díonýsíos sýna að hvað sem auði og völdum liði héngi líf valdsmanna og hamingja í raun í einu hrosshári: Gæfan er fallvölt.

Þegar menn tala um Damóklesarsverð er þess vegna átt við stöðuga yfirvofandi hættu.

Frásögnina af Damóklesi er meðal annars að finna í riti Síserós (106-45 f. Kr.) Tusculanae Disputationes.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.9.2004

Spyrjandi

Baldur Bragason

Tilvísun

JGÞ. „Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?“ Vísindavefurinn, 2. september 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4493.

JGÞ. (2004, 2. september). Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4493

JGÞ. „Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4493>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir að hafa Damóklesarsverð hangandi yfir sér og hver er uppruni orðatiltækisins?
Damókles var hirðmaður Díonýsíosar týranna (405-367 f. Kr.) í Sýrakúsu á Sikiley. Samkvæmt ýmsum frásögnum á Damókles að hafa talað fjálglega um hamingju Díonýsíosar sem væri tilkomin vegna auðs og valda.

Díonýsíos ákvað því að sýna hirðmanni sínum hvernig hamingju hans væri raunverulega háttað. Hann bauð Damóklesi til glæsilegrar og íburðarmikillar veislu en skipaði honum til sætis undir miklu sverði sem hékk aðeins í einu hrosshári.

Með þessu vildi Díonýsíos sýna að hvað sem auði og völdum liði héngi líf valdsmanna og hamingja í raun í einu hrosshári: Gæfan er fallvölt.

Þegar menn tala um Damóklesarsverð er þess vegna átt við stöðuga yfirvofandi hættu.

Frásögnina af Damóklesi er meðal annars að finna í riti Síserós (106-45 f. Kr.) Tusculanae Disputationes.

Heimildir og mynd:

...